Lærisveini Vésteins velt af Ståhlli Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 08:30 Kristjan Ceh átti bestu frammistöðu lífs síns í Eugene í Oregon í nótt. Getty/Ezra Shaw Það var mikið um óvænt úrslit á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum í nótt og sigurstranglegir ólympíumeistarar þurftu að horfa á eftir gullverðlaunum. Þar á meðal var sænski kringlukastarinn og nýi Íslandsvinurinn Daniel Ståhl, lærisveinn Vésteins Hafsteinssonar. Ståhl hefur verið fremsti kringlukastari heims síðustu ár og varð ólympíumeistari í Tókýó í fyrra og heimsmeistari árið 2019. Í nótt náði Ståhl hins vegar ekki verðlaunasæti því 67,10 metra kast hans dugði aðeins til 4. sætis. Simon Pettersson, sem líkt og Ståhl heimsótti Ísland í lok maí og keppti á móti á Selfossi, varð í 5. sæti með 67 metra kast eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó. Slóveninn Kristjan Ceh varð heimsmeistari með 71,13 metra kasti, sem er mótsmet, og Litháen átti bæði silfur- og bronsverðlaunahafa því Mykolas Alekna varð í 2. sæti með 69,27 metra kasti og Andrius Gudzius í 3. sæti með 67,55 metra kasti. Alekna er sonur goðsagnarinnar Virgilijus Alekna sem vann meðal annars tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum. Norsku ólympíumeistararnir misstu af gulli Norski ólympíumeistarinn Jakob Ingebrigtsen náði sömuleiðis ekki að landa heimsmeistaratitli í 1.500 metra hlaupi. Bretinn Jake Wightman kom óvænt fyrstur í mark, eftir að hafa lent í 10. sæti í Tókýó í fyrra, á 3 mínútum og 29,23 sekúndum. Ingebrigtsen varð í 2. sæti, 24 sekúndubrotum á eftir Wightman, og Spánverjinn Mohamed Katir tók bronsið. Jake Wightman virtist ekki trúa eigin augum þegar hann kom fyrstur í mark í 1.500 metra hlaupinu.Getty/Andy Lyons Annar norskur ólympíumeistari, Karsen Warholm, endaði aðeins í 7. sæti í 400 metra grindahlaupi á 48,42 sekúndum, en hann tognaði í læri á Demantamóti í júní. Hinn brasilíski Alison dos Santos varð heimsmeistari í greininni á 46,29 sekúndum, sem er mótsmet, en Bandaríkjamennirnir Rai Benjmani (46,89) og Trevor Bassitt (47,39) komu næstir á eftir honum. Heimsmeistari á færri tilraunum Í hástökki kvenna varð hin ástralska Eleanor Patterson heimsmeistari eftir hnífjafna keppni því þær Yaroslava Mahuchikh frá Úkraínu fóru báðar yfir 2,02 metra. Patterson fór hins vegar yfir þá hæð í fyrstu tilraun á meðan að Mahuchikh þurfti tvær tilraunir. Elena Vallortigara frá Ítalíu fékk brons eftir að hafa einnig þurft færri tilraunir en Iryna Geraschchenko frá Úkraínu til að fara yfir 2 metra slétta. Eleanor Patterson náði að fara yfir 2,02 metra í fyrstu tilraun og það skilaði henni heimsmeistaratitlinum.Getty/Mustafa Yalcin Frjálsar íþróttir Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sjá meira
Þar á meðal var sænski kringlukastarinn og nýi Íslandsvinurinn Daniel Ståhl, lærisveinn Vésteins Hafsteinssonar. Ståhl hefur verið fremsti kringlukastari heims síðustu ár og varð ólympíumeistari í Tókýó í fyrra og heimsmeistari árið 2019. Í nótt náði Ståhl hins vegar ekki verðlaunasæti því 67,10 metra kast hans dugði aðeins til 4. sætis. Simon Pettersson, sem líkt og Ståhl heimsótti Ísland í lok maí og keppti á móti á Selfossi, varð í 5. sæti með 67 metra kast eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó. Slóveninn Kristjan Ceh varð heimsmeistari með 71,13 metra kasti, sem er mótsmet, og Litháen átti bæði silfur- og bronsverðlaunahafa því Mykolas Alekna varð í 2. sæti með 69,27 metra kasti og Andrius Gudzius í 3. sæti með 67,55 metra kasti. Alekna er sonur goðsagnarinnar Virgilijus Alekna sem vann meðal annars tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum. Norsku ólympíumeistararnir misstu af gulli Norski ólympíumeistarinn Jakob Ingebrigtsen náði sömuleiðis ekki að landa heimsmeistaratitli í 1.500 metra hlaupi. Bretinn Jake Wightman kom óvænt fyrstur í mark, eftir að hafa lent í 10. sæti í Tókýó í fyrra, á 3 mínútum og 29,23 sekúndum. Ingebrigtsen varð í 2. sæti, 24 sekúndubrotum á eftir Wightman, og Spánverjinn Mohamed Katir tók bronsið. Jake Wightman virtist ekki trúa eigin augum þegar hann kom fyrstur í mark í 1.500 metra hlaupinu.Getty/Andy Lyons Annar norskur ólympíumeistari, Karsen Warholm, endaði aðeins í 7. sæti í 400 metra grindahlaupi á 48,42 sekúndum, en hann tognaði í læri á Demantamóti í júní. Hinn brasilíski Alison dos Santos varð heimsmeistari í greininni á 46,29 sekúndum, sem er mótsmet, en Bandaríkjamennirnir Rai Benjmani (46,89) og Trevor Bassitt (47,39) komu næstir á eftir honum. Heimsmeistari á færri tilraunum Í hástökki kvenna varð hin ástralska Eleanor Patterson heimsmeistari eftir hnífjafna keppni því þær Yaroslava Mahuchikh frá Úkraínu fóru báðar yfir 2,02 metra. Patterson fór hins vegar yfir þá hæð í fyrstu tilraun á meðan að Mahuchikh þurfti tvær tilraunir. Elena Vallortigara frá Ítalíu fékk brons eftir að hafa einnig þurft færri tilraunir en Iryna Geraschchenko frá Úkraínu til að fara yfir 2 metra slétta. Eleanor Patterson náði að fara yfir 2,02 metra í fyrstu tilraun og það skilaði henni heimsmeistaratitlinum.Getty/Mustafa Yalcin
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sjá meira