Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. júlí 2022 21:00 Mynd af parhúsinu, fengin af heimasíðu leigufélagsins. Myndin er samsett. Leigufélagið Bríet, Vísir/Vilhelm Leigufélagið Bríet býður til leigu tvö parhús á Fáskrúðsfirði sem kosta 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Á heimasíðu félagsins kemur fram að félagið sé óhagnaðardrifið. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir verðið mjög hátt. Parhúsin sem um ræðir eru 174,3 fermetrar en frekari myndir af annarri eigninni má sjá hér. Framkvæmdastýra leigufélagsins, Drífa Valdimarsdóttir segir verð eignarinnar vera það sem þurfi til þess að kostnaður félagsins sé á núlli. Hún segist skilja að erfitt sé fyrir fólk að trúa því að félagið sé óhagnaðardrifið miðað við leiguverðið. Aðspurð hvort hún telji að eignin verði tekin á leigu segir hún það verða að koma í ljós. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Ef að það fæst ekki fólk til að leigja þetta á þessu verði þá verðum við að endurskoða það,“ segir Drífa. Hún segir verðlækkun verða til þess að eignin yrði rekin með tapi. „Venjulega erum við að kaupa minni eignir sem að við getum leigt á svona viðráðanlegra verði fyrir, skulum við segja, venjulegt fólk það er okkar markmið,“ segir Drífa. Hún útilokar ekki að verðið verði lækkað. Eignin verði ekki látin standa tóm ef leigjendur fáist ekki. Meira leiguhúsnæði vanti Aðspurður hvað honum finnist um verðlagningu eignarinnar segir Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar í samtali við fréttastofu að hann eigi eftir að ræða við Drífu, framkvæmdastýru leigufélagsins. „Þetta er mjög há leiga,“ segir Jón Björn. Sveitarfélagið Fjarðabyggð er hluthafi í leigufélaginu. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Okkur vantar meiri fjölbreytni og meira leiguhúsnæði og það er meðal annars það sem við erum að gera með því að fara inn í Bríet,“ segir Jón Björn. Hann bætir því við að Bríet eigi íbúðir sem sveitarfélagið lagði inn í félagið sem séu af mismunandi stærðum og gerðum en nauðsynlegt sé að byggja upp meira úrval. Aðspurður hvort honum finnist leiguverðið vera í takt við leiguverð á svæðinu segir Jón Björn, „ég myndi nú segja að þetta væri í hærri kantinum.“ Fjarðabyggð Húsnæðismál Verðlag Leigumarkaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Parhúsin sem um ræðir eru 174,3 fermetrar en frekari myndir af annarri eigninni má sjá hér. Framkvæmdastýra leigufélagsins, Drífa Valdimarsdóttir segir verð eignarinnar vera það sem þurfi til þess að kostnaður félagsins sé á núlli. Hún segist skilja að erfitt sé fyrir fólk að trúa því að félagið sé óhagnaðardrifið miðað við leiguverðið. Aðspurð hvort hún telji að eignin verði tekin á leigu segir hún það verða að koma í ljós. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Ef að það fæst ekki fólk til að leigja þetta á þessu verði þá verðum við að endurskoða það,“ segir Drífa. Hún segir verðlækkun verða til þess að eignin yrði rekin með tapi. „Venjulega erum við að kaupa minni eignir sem að við getum leigt á svona viðráðanlegra verði fyrir, skulum við segja, venjulegt fólk það er okkar markmið,“ segir Drífa. Hún útilokar ekki að verðið verði lækkað. Eignin verði ekki látin standa tóm ef leigjendur fáist ekki. Meira leiguhúsnæði vanti Aðspurður hvað honum finnist um verðlagningu eignarinnar segir Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar í samtali við fréttastofu að hann eigi eftir að ræða við Drífu, framkvæmdastýru leigufélagsins. „Þetta er mjög há leiga,“ segir Jón Björn. Sveitarfélagið Fjarðabyggð er hluthafi í leigufélaginu. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Okkur vantar meiri fjölbreytni og meira leiguhúsnæði og það er meðal annars það sem við erum að gera með því að fara inn í Bríet,“ segir Jón Björn. Hann bætir því við að Bríet eigi íbúðir sem sveitarfélagið lagði inn í félagið sem séu af mismunandi stærðum og gerðum en nauðsynlegt sé að byggja upp meira úrval. Aðspurður hvort honum finnist leiguverðið vera í takt við leiguverð á svæðinu segir Jón Björn, „ég myndi nú segja að þetta væri í hærri kantinum.“
Fjarðabyggð Húsnæðismál Verðlag Leigumarkaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira