Bannaður frá öllum leikvöllum í Englandi eftir nasistakveðju Atli Arason skrifar 20. júlí 2022 23:16 Umrætt atvik átti sér stað á St. James' Park, heimavelli Newcastle. Stuðningsmaðurinn fær ekki að mæta þangað aftur í náinni framtíð. Getty Images Shay Asher, 24 ára gamall Englendingur og stuðningsmaður Newcastle, hefur verið dæmdur í þriggja ára bann eftir rasíska kveðju að hætti nasista í leik Newcastle gegn Tottenham á St. James‘ Park, heimavelli Newcastle, þann 17. október 2021. Asher sást í stúkunni senda nasistakveðjur til stuðningsmanna Tottenham þar sem hann lyfti upp hægri hönd á meðan hann notaði vinstri vísifingur til að líkja eftir yfirvaraskeggi. Samkvæmt Chronicle hafa stuðningsmenn Tottenham og íbúar Norður-Lundúna sterk tengsl á meðal gyðinga. „Þetta tilvik er einstakt, þegar Tottenham Hotspurs á í hlut vegna þess að liðið er staðsett í Norður-Lundúnum. Það er vel þekkt innan fótboltasamfélagsins að þar er sterkur bakgrunnur gyðinga á meðal stuðningsmanna,“ sagði saksóknari málsins, Brian Payne, í réttarsal í Newcastle í gær. „Sá ákærði tók upp á því að framkvæma nasistakveðju þegar hann vissi, eða á að hafa vitað, að margir gyðingar voru á meðal stuðningsmanna gestaliðsins.“ Shay Asher fær bann frá öllum enskum knattspyrnuleikjum til ársins 2025.Lögreglan í Northumbria Asher er fyrrum hermaður hjá breska hernum og stuðningsmaður Newcastle. Í réttarskjölum er sagt að hann hafi mætt á einn eða tvo fótboltaleiki á síðustu fimm árum. Hann hafi hins vegar haft mikinn áhuga á því að mæta á leik Newcastle gegn Tottenham. „Hatursglæpir munu ekki fá að viðgangast innan samfélagsins okkar undir hvaða kringumstæðum sem er. Ég fagna því banni sem Asher fær,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn hjá lögreglunni í Northumbria, Gillian Beecroft, áður en hann bætti við. „Í norðaustur Englandi höfum við einhverja af ástríðufyllstu stuðningsmönnum landsins og mikill meirihluti þeirra geta hagað sér á knattspyrnuvöllum. Hins vegar getur lítill minnihluti eyðilagt skemmtun annara með svona hegðun. Þegar það gerist er nauðsynlegt að við notum allt í okkar verkahring til að sækja þá til saka.“ Asher verður bannaður á öllum leikvöngum Englands til ársins 2025. Gildir bannið í öllum deildum Englands sem og á landsleiki Englands. Mun Asher þá heldur ekki fá að ferðast á leiki enska landsliðsins á útivelli. Enski boltinn Bretland Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Asher sást í stúkunni senda nasistakveðjur til stuðningsmanna Tottenham þar sem hann lyfti upp hægri hönd á meðan hann notaði vinstri vísifingur til að líkja eftir yfirvaraskeggi. Samkvæmt Chronicle hafa stuðningsmenn Tottenham og íbúar Norður-Lundúna sterk tengsl á meðal gyðinga. „Þetta tilvik er einstakt, þegar Tottenham Hotspurs á í hlut vegna þess að liðið er staðsett í Norður-Lundúnum. Það er vel þekkt innan fótboltasamfélagsins að þar er sterkur bakgrunnur gyðinga á meðal stuðningsmanna,“ sagði saksóknari málsins, Brian Payne, í réttarsal í Newcastle í gær. „Sá ákærði tók upp á því að framkvæma nasistakveðju þegar hann vissi, eða á að hafa vitað, að margir gyðingar voru á meðal stuðningsmanna gestaliðsins.“ Shay Asher fær bann frá öllum enskum knattspyrnuleikjum til ársins 2025.Lögreglan í Northumbria Asher er fyrrum hermaður hjá breska hernum og stuðningsmaður Newcastle. Í réttarskjölum er sagt að hann hafi mætt á einn eða tvo fótboltaleiki á síðustu fimm árum. Hann hafi hins vegar haft mikinn áhuga á því að mæta á leik Newcastle gegn Tottenham. „Hatursglæpir munu ekki fá að viðgangast innan samfélagsins okkar undir hvaða kringumstæðum sem er. Ég fagna því banni sem Asher fær,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn hjá lögreglunni í Northumbria, Gillian Beecroft, áður en hann bætti við. „Í norðaustur Englandi höfum við einhverja af ástríðufyllstu stuðningsmönnum landsins og mikill meirihluti þeirra geta hagað sér á knattspyrnuvöllum. Hins vegar getur lítill minnihluti eyðilagt skemmtun annara með svona hegðun. Þegar það gerist er nauðsynlegt að við notum allt í okkar verkahring til að sækja þá til saka.“ Asher verður bannaður á öllum leikvöngum Englands til ársins 2025. Gildir bannið í öllum deildum Englands sem og á landsleiki Englands. Mun Asher þá heldur ekki fá að ferðast á leiki enska landsliðsins á útivelli.
Enski boltinn Bretland Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira