Druslugangan haldin á ný Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2022 10:30 Nú á laugardaginn, þann 23. júlí, verður samstaða með þolendum kynferðisofbeldis sýnd í verki á nýjan leik þegar við göngum saman frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll kl. 14:00. Druslugangan verður haldin aftur eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs, en fyrsta Druslugangan á Íslandi átti sér stað sama dag, þann 23. júlí árið 2011 og var yfirlýst markmið hennar að vekja athygli á því hvar ábyrgðin liggur þegar kynferðisofbeldi er annars vegar – hjá gerendum þess, ekki þolendum. Gangan á Íslandi var haldin í kjölfar fyrstu Druslugöngunnar í heiminum, eða Slut Walk, sem gengin var í Toronto, Kanada sama ár sem mótsvar við orðum sem lögreglumaður lét falla á háskólafyrirlestri í borginni – að konur þyrftu að forðast að klæðast eins og druslur til þess að verða ekki fórnarlömb. Þó að hann hafi síðar beðist opinberlega afsökunar á orðum sínum urðu þau engu að síður neistinn sem leiddi til þess að Druslugöngur voru haldnar um allan heim, því mörgum þótti þau endurspegla nauðgunarmenningu (e. rape culture) – menningu sem ýtir undir og viðheldur normaliseringu kerfisbundins kynferðisofbeldis gegn konum og jaðarhópum. Vitundarvakningin sem Druslugangan hefur staðið fyrir frá byrjun snýst um að gagnrýna þessa menningu og neita að samþykkja háa tíðni kynferðisbrota og áreitis sem eðlilegan þátt í samfélaginu. Druslugangan í ár, ellefu árum síðar, er byggð á þessum sömu grunngildum og áhersla verður áfram lögð á upprætingu nauðgunarmenningar og kynferðisofbeldis. Ef við hugsum aftur til orða lögreglumannsins sem urðu kveikjan að Druslugöngum víðsvegar um heim, er það ekki einungis innihald þeirra sem er umhugsunarvert, heldur einnig að ummælin hafi komið frá lögreglumanni. Vitundarvakning meðal almennings er nauðsynleg, en viðhorf og vinnubrögð aðila í valdastöðu verða að vera þolendavænni en svo að ábyrgð sé varpað yfir á klæðaburð brotaþola. Hér á Íslandi hefur samfélagsumræðan lengi verið hávær hvað varðar annmarka íslenska réttarvörslukerfisins þegar kemur að málsmeðferð og rannsóknum á kynferðisbrotum, og því kerfislæga ofbeldi sem minnihlutahópar verða fyrir. Í ár verða áherslur Druslugöngunnar því sérstaklega sniðnar að því að vekja upp samtal varðandi þátt valdakerfa á Íslandi í berskjöldun jaðarsettra hópa fyrir kynferðisofbeldi. Eftir að við göngum saman til stuðnings þolendum munu ræðuhaldarar á Austurvelli deila upplifun sinni af íslenskum valdakerfum og fræða okkur um hvernig við getum orðið betri bandamenn og tekið virkan þátt í að rífa kerfislægt misrétti og kynferðisofbeldi upp með rótum. Höldum umræðunni á lofti og krefjumst betrumbóta saman. Sjáumst á laugardaginn. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Druslugangan Kynferðisofbeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Nú á laugardaginn, þann 23. júlí, verður samstaða með þolendum kynferðisofbeldis sýnd í verki á nýjan leik þegar við göngum saman frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll kl. 14:00. Druslugangan verður haldin aftur eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs, en fyrsta Druslugangan á Íslandi átti sér stað sama dag, þann 23. júlí árið 2011 og var yfirlýst markmið hennar að vekja athygli á því hvar ábyrgðin liggur þegar kynferðisofbeldi er annars vegar – hjá gerendum þess, ekki þolendum. Gangan á Íslandi var haldin í kjölfar fyrstu Druslugöngunnar í heiminum, eða Slut Walk, sem gengin var í Toronto, Kanada sama ár sem mótsvar við orðum sem lögreglumaður lét falla á háskólafyrirlestri í borginni – að konur þyrftu að forðast að klæðast eins og druslur til þess að verða ekki fórnarlömb. Þó að hann hafi síðar beðist opinberlega afsökunar á orðum sínum urðu þau engu að síður neistinn sem leiddi til þess að Druslugöngur voru haldnar um allan heim, því mörgum þótti þau endurspegla nauðgunarmenningu (e. rape culture) – menningu sem ýtir undir og viðheldur normaliseringu kerfisbundins kynferðisofbeldis gegn konum og jaðarhópum. Vitundarvakningin sem Druslugangan hefur staðið fyrir frá byrjun snýst um að gagnrýna þessa menningu og neita að samþykkja háa tíðni kynferðisbrota og áreitis sem eðlilegan þátt í samfélaginu. Druslugangan í ár, ellefu árum síðar, er byggð á þessum sömu grunngildum og áhersla verður áfram lögð á upprætingu nauðgunarmenningar og kynferðisofbeldis. Ef við hugsum aftur til orða lögreglumannsins sem urðu kveikjan að Druslugöngum víðsvegar um heim, er það ekki einungis innihald þeirra sem er umhugsunarvert, heldur einnig að ummælin hafi komið frá lögreglumanni. Vitundarvakning meðal almennings er nauðsynleg, en viðhorf og vinnubrögð aðila í valdastöðu verða að vera þolendavænni en svo að ábyrgð sé varpað yfir á klæðaburð brotaþola. Hér á Íslandi hefur samfélagsumræðan lengi verið hávær hvað varðar annmarka íslenska réttarvörslukerfisins þegar kemur að málsmeðferð og rannsóknum á kynferðisbrotum, og því kerfislæga ofbeldi sem minnihlutahópar verða fyrir. Í ár verða áherslur Druslugöngunnar því sérstaklega sniðnar að því að vekja upp samtal varðandi þátt valdakerfa á Íslandi í berskjöldun jaðarsettra hópa fyrir kynferðisofbeldi. Eftir að við göngum saman til stuðnings þolendum munu ræðuhaldarar á Austurvelli deila upplifun sinni af íslenskum valdakerfum og fræða okkur um hvernig við getum orðið betri bandamenn og tekið virkan þátt í að rífa kerfislægt misrétti og kynferðisofbeldi upp með rótum. Höldum umræðunni á lofti og krefjumst betrumbóta saman. Sjáumst á laugardaginn. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun