Druslugangan haldin eftir tveggja ára hlé: „Við erum enn að ræða sömu hlutina og sömu sögurnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2022 13:01 Inga Hrönn Jónsdóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segir enn langt í land í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Vísir Druslugangan fer fram á laugardaginn eftir tveggja ára hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Einn skipuleggjenda göngunnar segir gönguna mikilvæga til að sýna að samfélagið samþykki ekki ofbeldi. Druslugangan fer fram í tíunda sinn um helgina en hún var fyrst gegnin hér á landi árið 2011. Vegna kórónuveirunnar var henni aflýst í fyrra og hittí fyrra, sem hefur reynst skipuleggjendum erfitt. „Þetta hafði mikil áhrif á okkar fjárhagslegu stöðu að geta ekki selt varning á göngunni af því að það er okkar eina fjáröflun,“ segir Inga Hrönn Jónsdóttir, einn skipuleggjenda göngunnar. Skipuleggjendur blésu til fjármagnssöfnunar í gegn um Karolinafund. „Sem við vorum ekki viss um hverngi myndi ganga en svo gekk það ótrúlega vel og það er eiginlega bara því að þakka að við gátum staðið undir því að kaupa varning og gera það sem við þurfum að gera, leigja hljóðmann og allt það sem fylgir þessu. Við erum ótrúlega þakklát fyrir viðtökurnar sem við fengum þar,“ segir Inga. Áhersla lögð á valdaójafnvægi Áhersla göngunnar í ár er valdaójafnvægi, sem var líka meginefnið í fyrra. „Svo náttúrulega þurftum við að aflýsa göngunni daginn fyrir göngu, sem var ógeðslega súrt. Þá voru komnar nýjar samkomutakmarkanir og við gátum ekki haldið hana,“ segir Inga. „Við áttum eftir alls konar fræðsluefni og dót sem við áttum eftir að setja út á samfélagsmiðlana okkar. Bæði þess vegna og vegna þess að samfélagið okkar er svolítið bara ennþá á sama stað ári seinna, við erum enn að ræða sömu hlutina og sömu sögurnar þá fannst okkur viðeigandi að halda okkur við það.“ Þrátt fyrir að gangan hafi ekki farið fram undanfarin tvö ár vonast skipuleggjendur til góðrar þátttöku. „Við finnum alveg fyrir að það er erfiðara að fólk til að setja going á eventinn og allt svona sem hefr gefið okkur vísbendingu um hversu margir mæta. Við finnum að það er ekki alveg jafn mikil aðsókn inn á þessa Facebook-hópa eins og hefur verið. En við höfum reynt að vera dugleg að auglýsa okkur og koma okkur á framfæri. Ég vona að fólk sé ánægt að gangan sé og mæti en maður hefur smá áhyggjur að það verði ekki jafn góð mæting og hefur verið,“ segir Inga. Skýrt að enn sé langt í land Gangan eigi enn erindi. „Við höfum séð það mjög skýrt undanfarið, með öll þessi mál sem hafa verið að koma upp: Góðu strákarnir, fótboltastrákarnir, tónlistarmennirnir og MeToo bylgjan og allt þetta, hvað er mikil þörf fyrir það ennþá að berjast fyrir réttlæti og berjast fyrir því að við sem samfélag samþykkjum ekki þessa hegðun,“ segir Inga. „Druslugangan upphaflega byrjar út af því að það var lögreglumaður í Kanada sem segir að konur þurfi að sleppa að klæða sig eins og druslur til að forðast að verða fyrir ofbeldi. Hún hefur þróast frá því að konur voru að koma druslulega klæddar og labba saman yfir í að við erum að einblína á eitthvað ákveðið málefni.“ Þörfin til að vekja athygli á þessum málum sé enn mikil. „Þótt við höfum náð rosalega miklum árangri frá 2011 þegar gangan byrjar þá er svo langt í land. Það er svo fallegt að mæta þarna og finna stuðninginn. Við vitum það öll sem erum þarna að við erum öll tilbúin að standa með þolendum og við erum öll að berjast fyrir sama málstaðnum. Þetta er svo ótrúlega falleg heild og falleg orka sem myndast þarna. Þetta er mjög dýrmæt stund að eiga,“ segir Inga. Druslugangan Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Druslugangan fer fram í tíunda sinn um helgina en hún var fyrst gegnin hér á landi árið 2011. Vegna kórónuveirunnar var henni aflýst í fyrra og hittí fyrra, sem hefur reynst skipuleggjendum erfitt. „Þetta hafði mikil áhrif á okkar fjárhagslegu stöðu að geta ekki selt varning á göngunni af því að það er okkar eina fjáröflun,“ segir Inga Hrönn Jónsdóttir, einn skipuleggjenda göngunnar. Skipuleggjendur blésu til fjármagnssöfnunar í gegn um Karolinafund. „Sem við vorum ekki viss um hverngi myndi ganga en svo gekk það ótrúlega vel og það er eiginlega bara því að þakka að við gátum staðið undir því að kaupa varning og gera það sem við þurfum að gera, leigja hljóðmann og allt það sem fylgir þessu. Við erum ótrúlega þakklát fyrir viðtökurnar sem við fengum þar,“ segir Inga. Áhersla lögð á valdaójafnvægi Áhersla göngunnar í ár er valdaójafnvægi, sem var líka meginefnið í fyrra. „Svo náttúrulega þurftum við að aflýsa göngunni daginn fyrir göngu, sem var ógeðslega súrt. Þá voru komnar nýjar samkomutakmarkanir og við gátum ekki haldið hana,“ segir Inga. „Við áttum eftir alls konar fræðsluefni og dót sem við áttum eftir að setja út á samfélagsmiðlana okkar. Bæði þess vegna og vegna þess að samfélagið okkar er svolítið bara ennþá á sama stað ári seinna, við erum enn að ræða sömu hlutina og sömu sögurnar þá fannst okkur viðeigandi að halda okkur við það.“ Þrátt fyrir að gangan hafi ekki farið fram undanfarin tvö ár vonast skipuleggjendur til góðrar þátttöku. „Við finnum alveg fyrir að það er erfiðara að fólk til að setja going á eventinn og allt svona sem hefr gefið okkur vísbendingu um hversu margir mæta. Við finnum að það er ekki alveg jafn mikil aðsókn inn á þessa Facebook-hópa eins og hefur verið. En við höfum reynt að vera dugleg að auglýsa okkur og koma okkur á framfæri. Ég vona að fólk sé ánægt að gangan sé og mæti en maður hefur smá áhyggjur að það verði ekki jafn góð mæting og hefur verið,“ segir Inga. Skýrt að enn sé langt í land Gangan eigi enn erindi. „Við höfum séð það mjög skýrt undanfarið, með öll þessi mál sem hafa verið að koma upp: Góðu strákarnir, fótboltastrákarnir, tónlistarmennirnir og MeToo bylgjan og allt þetta, hvað er mikil þörf fyrir það ennþá að berjast fyrir réttlæti og berjast fyrir því að við sem samfélag samþykkjum ekki þessa hegðun,“ segir Inga. „Druslugangan upphaflega byrjar út af því að það var lögreglumaður í Kanada sem segir að konur þurfi að sleppa að klæða sig eins og druslur til að forðast að verða fyrir ofbeldi. Hún hefur þróast frá því að konur voru að koma druslulega klæddar og labba saman yfir í að við erum að einblína á eitthvað ákveðið málefni.“ Þörfin til að vekja athygli á þessum málum sé enn mikil. „Þótt við höfum náð rosalega miklum árangri frá 2011 þegar gangan byrjar þá er svo langt í land. Það er svo fallegt að mæta þarna og finna stuðninginn. Við vitum það öll sem erum þarna að við erum öll tilbúin að standa með þolendum og við erum öll að berjast fyrir sama málstaðnum. Þetta er svo ótrúlega falleg heild og falleg orka sem myndast þarna. Þetta er mjög dýrmæt stund að eiga,“ segir Inga.
Druslugangan Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira