20.000 íbúðir til leigu – FRÍTT! Jón Daníelsson skrifar 21. júlí 2022 17:00 Ríkissjóður Íslands auglýsir til leigu 20.000 þriggja herbergja íbúðir. Leigugjald er ekkert en leigjendur greiða kr. 20.000,- á mánuði fyrir rafmagn, hita og fráveitugjöld. Leigjanda er heimilt að endurleigja íbúðina eða selja hana án afskipta ríkissjóðs. Leigusamningurinn endurnýjast sjálfkrafa frá 1. september ár hvert. Við fyrstu sýn virðist þetta kannski of gott til að vera satt, en það er ekki svo. Ríkissjóður Íslands leigir út ígildi 16-25 þúsund íbúða og leigjendurnir þurfa ekki einu sinni að borga fullt gjald fyrir þjónustu á borð við hita, rafmagn og þess háttar. Jú, jú, auðvitað er ég að tala um aflaheimildirnar. Ef ríkið ætti 20.000 íbúðir og leigði þær út fyrir 200.000 á mánuði hverja, myndi sú leiga skila 4 milljörðum á mánuði eða 48 milljörðum á ári. Og það er sennilega heldur vægt leigugjald fyrir aflaheimildirnar sem sjálfkrafa endurnýjast á hverju ári. Ólafur Arnarson fer ágætlega yfir meginþættina í fréttaskýringu og viðtölum í Fréttablaðinu. Þar kemur m.a. fram að svonefnd auðlindarenta (eðlileg kvótaleiga) sé á bilinu 40 til 60 milljarðar á ári. Það samsvarar 16 til 25 þúsund leiguíbúðum, sem margar hverjar eru nú til dags leigðar á miklu meira en 200 þúsund á mánuði. Á síðasta ári bættu útgerðarfyrirtækin við sig hreinni eign upp á 100 milljarða. Ef við höldum áfram að tala í íbúðum, samsvarar þetta því að úterðirnar hafi endurleigt hverja einustu íbúð á meira en 400.000 á mánuði. Útgerðin fær því nokkuð góðan díl. Það verður að segjast. Áður en þessir 100 milljarðar komu í hús var bæði búið að greiða venjulegan tekjuskatt (20%) af innkomunni og borga heila 4,8 milljarða í veiðigjöld. Yfirfært á íbúðirnar samsvara veiðigjöldin 20 þúsundum á mánuði fyrir rafmagn, hita og fráveitu. En að vísu er mér sagt að þessir 4,8 milljarðar dugi ekki fyrir útlögðum kostnaði ríkissjóðs vegna þjónustu við sjávarútveginn. Útgerðin er sem sagt rekin með dálitlum styrk úr ríkissjóði. Sjálfum þætti mér bara nokkuð huggulegt að leigja 20.000 láglaunafjölskyldum íbúðir fyrir ekki neitt. En vera má að hæstvirtum ráðherrum þætti það sóun á verðmætum. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ríkissjóður Íslands auglýsir til leigu 20.000 þriggja herbergja íbúðir. Leigugjald er ekkert en leigjendur greiða kr. 20.000,- á mánuði fyrir rafmagn, hita og fráveitugjöld. Leigjanda er heimilt að endurleigja íbúðina eða selja hana án afskipta ríkissjóðs. Leigusamningurinn endurnýjast sjálfkrafa frá 1. september ár hvert. Við fyrstu sýn virðist þetta kannski of gott til að vera satt, en það er ekki svo. Ríkissjóður Íslands leigir út ígildi 16-25 þúsund íbúða og leigjendurnir þurfa ekki einu sinni að borga fullt gjald fyrir þjónustu á borð við hita, rafmagn og þess háttar. Jú, jú, auðvitað er ég að tala um aflaheimildirnar. Ef ríkið ætti 20.000 íbúðir og leigði þær út fyrir 200.000 á mánuði hverja, myndi sú leiga skila 4 milljörðum á mánuði eða 48 milljörðum á ári. Og það er sennilega heldur vægt leigugjald fyrir aflaheimildirnar sem sjálfkrafa endurnýjast á hverju ári. Ólafur Arnarson fer ágætlega yfir meginþættina í fréttaskýringu og viðtölum í Fréttablaðinu. Þar kemur m.a. fram að svonefnd auðlindarenta (eðlileg kvótaleiga) sé á bilinu 40 til 60 milljarðar á ári. Það samsvarar 16 til 25 þúsund leiguíbúðum, sem margar hverjar eru nú til dags leigðar á miklu meira en 200 þúsund á mánuði. Á síðasta ári bættu útgerðarfyrirtækin við sig hreinni eign upp á 100 milljarða. Ef við höldum áfram að tala í íbúðum, samsvarar þetta því að úterðirnar hafi endurleigt hverja einustu íbúð á meira en 400.000 á mánuði. Útgerðin fær því nokkuð góðan díl. Það verður að segjast. Áður en þessir 100 milljarðar komu í hús var bæði búið að greiða venjulegan tekjuskatt (20%) af innkomunni og borga heila 4,8 milljarða í veiðigjöld. Yfirfært á íbúðirnar samsvara veiðigjöldin 20 þúsundum á mánuði fyrir rafmagn, hita og fráveitu. En að vísu er mér sagt að þessir 4,8 milljarðar dugi ekki fyrir útlögðum kostnaði ríkissjóðs vegna þjónustu við sjávarútveginn. Útgerðin er sem sagt rekin með dálitlum styrk úr ríkissjóði. Sjálfum þætti mér bara nokkuð huggulegt að leigja 20.000 láglaunafjölskyldum íbúðir fyrir ekki neitt. En vera má að hæstvirtum ráðherrum þætti það sóun á verðmætum. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun