„Alveg hræðilegur“ leiðréttingarbúnaður Apple Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2022 21:00 Sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður Apple virkar oft ekki sem skyldi, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Rúnar Vilberg Sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður Apple fyrir íslensku er hörmulegur og með ólíkindum að einhver hafi fengið borgað fyrir að hanna hann, að mati hugbúnaðarhönnuðar. Fyrirtækið virðist ekki nota neinar tölfræðiupplýsingar sem til eru um íslenskan texta, þrátt fyrir vitneskju um þær. Við þekkjum það flest sem notum iphone að síminn tekur stundum fram fyrir hendurnar á okkur í rituðum samskiptum. „Ég er kominn“ getur til dæmis orðið „ég er kíminn“ eða, það sem verra er, „ég er liminn“. Og í meðfylgjandi frétt sjáum við fleiri dæmi, sem margir kannast eflaust við. Kona verður að Kína, konan að Krónan, borða að virða og morgun að þörfum. Allt orð sem skrifuð eru rétt - en sjálfvirki leiðréttingarbúnaðurinn ákveður að hljóti að vera röng. Vilhjálmur Þorsteinsson framkvæmdastjóri máltæknifyrirtækisins Miðeindar segir hugbúnaðar- og máltæknifólk á Íslandi furða sig á því hversu lélegur búnaður Apple er. „Hann er alveg sérstaklega vondur og það er eins og hann sé ekki byggður á neinni tölfræði um íslenskan texta, sem er skrýtið því slík gögn eru alveg til og þau eru ókeypis og þau eru fyrirliggjandi. Og Apple veit reyndar alveg af því.“ Vilhjálmur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Miðeindar.Vísir/arnar Yfirleitt sé svona sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður einmitt byggður á tölfræði sem safnað er úr stórum textum og búnaðurinn noti til að spá fyrir um næsta orð í orðaröð eða rétta stafsetningu. En ekki Apple. „Þessar útskiptingar sem þessi hugbúnaður stingur upp á eru oft bara furðulegar, eins og fólk þekkir,“ segir Vilhjálmur. Vonar að Apple heyri af óánægjunni Vilhjálmur var í íslenskri sendinefnd sem fundaði með tæknirisunum Apple, Microsoft, Amazon og Facebook vestanhafs í maí síðastliðnum um framtíð íslenskunnar. Fundurinn gefi tilefni til bjartsýni. „Þau vilja hafa jákvæða stefnu á þessu sviði og vilja styðja við minni tungumál heimsins og vilja leita til hvers tungumálasvæðis fyrir sig um aðstoð og það er það sem við höfum verið að bjóða.“ En ertu bjartsýnn á að Apple rífi sig í gang, bæti þennan búnað? „Ég vona að þau heyri af þessari óánægju. Það er eiginlega með ólíkindum að þau hafi borgað einhverjum peninga til að skrifa þennan leiðréttingarhugbúnað eins og hann er. Því hann er alveg hræðilegur,“ segir Vilhjálmur. Apple Tækni Íslenska á tækniöld Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Sjá meira
Við þekkjum það flest sem notum iphone að síminn tekur stundum fram fyrir hendurnar á okkur í rituðum samskiptum. „Ég er kominn“ getur til dæmis orðið „ég er kíminn“ eða, það sem verra er, „ég er liminn“. Og í meðfylgjandi frétt sjáum við fleiri dæmi, sem margir kannast eflaust við. Kona verður að Kína, konan að Krónan, borða að virða og morgun að þörfum. Allt orð sem skrifuð eru rétt - en sjálfvirki leiðréttingarbúnaðurinn ákveður að hljóti að vera röng. Vilhjálmur Þorsteinsson framkvæmdastjóri máltæknifyrirtækisins Miðeindar segir hugbúnaðar- og máltæknifólk á Íslandi furða sig á því hversu lélegur búnaður Apple er. „Hann er alveg sérstaklega vondur og það er eins og hann sé ekki byggður á neinni tölfræði um íslenskan texta, sem er skrýtið því slík gögn eru alveg til og þau eru ókeypis og þau eru fyrirliggjandi. Og Apple veit reyndar alveg af því.“ Vilhjálmur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Miðeindar.Vísir/arnar Yfirleitt sé svona sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður einmitt byggður á tölfræði sem safnað er úr stórum textum og búnaðurinn noti til að spá fyrir um næsta orð í orðaröð eða rétta stafsetningu. En ekki Apple. „Þessar útskiptingar sem þessi hugbúnaður stingur upp á eru oft bara furðulegar, eins og fólk þekkir,“ segir Vilhjálmur. Vonar að Apple heyri af óánægjunni Vilhjálmur var í íslenskri sendinefnd sem fundaði með tæknirisunum Apple, Microsoft, Amazon og Facebook vestanhafs í maí síðastliðnum um framtíð íslenskunnar. Fundurinn gefi tilefni til bjartsýni. „Þau vilja hafa jákvæða stefnu á þessu sviði og vilja styðja við minni tungumál heimsins og vilja leita til hvers tungumálasvæðis fyrir sig um aðstoð og það er það sem við höfum verið að bjóða.“ En ertu bjartsýnn á að Apple rífi sig í gang, bæti þennan búnað? „Ég vona að þau heyri af þessari óánægju. Það er eiginlega með ólíkindum að þau hafi borgað einhverjum peninga til að skrifa þennan leiðréttingarhugbúnað eins og hann er. Því hann er alveg hræðilegur,“ segir Vilhjálmur.
Apple Tækni Íslenska á tækniöld Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Sjá meira