Maron Berg Pétursson deildarstjóri Slökkviliðsins á Akureyri segir eldsupptök óljós og slökkvistörf hafa gengið vel. Húsið sé gamalt timburhús, stutt sé í næstu hús og viðbrögð eftir því.
Eldur kviknaði í Péturshúsi á Hjalteyri
Eldur kviknaði í Péturshúsi á Hjalteyri, eldurinn var minni en á horfðist og var einungis í klæðningu hússins.