Erlent

Við­tal við veður­fræðing eins og úr kvik­mynd

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Lögreglumaður gefur dáta vatn í miklum hita fyrir utan Buckinghamhöll. Mynd tengist frétt ekki beint.
Lögreglumaður gefur dáta vatn í miklum hita fyrir utan Buckinghamhöll. Mynd tengist frétt ekki beint. AP/Matt Dunham

Þann 14. júlí síðastliðinn kom veðurfræðingurinn John Hammond fram í fréttatíma GB News í Bretlandi og sagði komandi hitabylgju hættulega. Fréttakona GB News, Bev Turner sagði veðurfræðinga gjarnan neikvæða gagnvart veðrinu. Myndband af viðtalinu líkist atriði úr kvikmynd.

Á síðustu dögum hafa hitamet fallið í Bretlandi en Penelopy Endersby, forstjóri Veðurstofu Bretlands sagði á dögunum veðurfarið vera fordæmalaust. „Við höfum aldrei áður séð slíkar hitatölur í reiknilíkönum okkar,“ sagði Endersby um stöðu mála.

Viðtal Turner við Hammond hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum en hluti af viðtalinu hefur verið splæst saman við álíka senu úr Netflix myndinni „Don‘t look up.“

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Hammond sagði í samtali við Washington Post að hann vonist til þess að dreifing myndbandsins verði til þess að fólk átti sig á alvarleika málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×