Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 09:16 Það var hiti í andstæðingum Blika eftir 2-0 sigur Kópavogsliðsins í gærkvöld. Rauða spjaldið hafði farið á loft þrívegis í leiknum, við litla hrifningu rúmlega 50 stuðningsmanna Buducnost sem voru á leiknum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT og skjáskot/@blikar.is Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði að Blikar ættu ekki von á neinni refsingu af hálfu UEFA vegna þeirra láta sem urðu í lok leiks. Sigurður gat hins vegar ekki svarað því hver afstaða UEFA væri til hegðunar leikmanna og starfsliðs Buducnost sem ruku inn á völlinn í leikslok og þjörmuðu sérstaklega að Damir Muminovic, miðverði Breiðabliks, sem mun hafa tjáð sig við þá á serbnesku. Á meðan á leiknum sjálfum stóð fengu tveir leikmenn Buducnost að líta rauða spjaldið, sem og þjálfari liðsins, og verða þeir þrír því í leikbanni þegar liðin mætast í Svartfjallalandi í næstu viku í seinni leik þeirra í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ljóst er að Buducnost fær sekt frá UEFA af þessum sökum. Rúmlega 50 stuðningsmenn Buducnost voru á leiknum og sátu þeir í „gömlu stúkunni“ á Kópavogsvelli, gegnt aðalstúku vallarins þar sem stuðningsmenn Breiðabliks voru. Öflugur stuðningur gestanna í gömlu stúkunni. Geggjað stuð hér á Kópavigsvelli. pic.twitter.com/taIjMCu504— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2022 Sigurður segir að lögreglan hafi átt frumkvæðið að því að vera á leiknum og að hún hafi fylgst með stuðningsmönnum gestanna sem vissulega hafi verið með nokkur læti en ekki brotið sér leið inn á völlinn eða nokkuð slíkt. Lögreglan skipti sér svo einnig af látunum í leikslok. „Meiri læti en við erum vön“ „Það var alveg einhver æsingur í röðum stuðningsmanna þeirra en það gekk ágætlega að halda aftur af því. Við vorum búin að undirbúa okkur vel. Eftir leikinn var svo æsingur hjá leikmönnum þeirra og þá var gæslan mætt út á völl til að stía mönnum í sundur. Þetta voru aðeins meiri læti en við erum vön hérna en gekk á endanum allt ágætlega,“ sagði Sigurður og sagði ljóst að UEFA myndi ekki sekta Breiðablik vegna málsins. „Lögreglan kom inn á völlinn eftir leik en það urðu engir eftirmálar af þessu,“ sagði Sigurður en leikmenn Buducnost héldu áfram að láta í sér heyra þegar þeir gengu inn til búningsklefa án þess þó að ganga neitt lengra en það. Aðspurður hvort Blikar þyrftu að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir fyrir seinni leik liðanna svaraði Sigurður: „Mér skilst nú að það séu gerðar ráðstafanir fyrir alla heimaleiki hjá þeim þarna úti, og almennt meiri en eru gerðar hérna heima. Við í sjálfu sér óttumst það ekki. Þetta lið spilar reglulega í Evrópukeppnum og við treystum því að öryggismál þarna verði í lagi.“ Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Tengdar fréttir Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði að Blikar ættu ekki von á neinni refsingu af hálfu UEFA vegna þeirra láta sem urðu í lok leiks. Sigurður gat hins vegar ekki svarað því hver afstaða UEFA væri til hegðunar leikmanna og starfsliðs Buducnost sem ruku inn á völlinn í leikslok og þjörmuðu sérstaklega að Damir Muminovic, miðverði Breiðabliks, sem mun hafa tjáð sig við þá á serbnesku. Á meðan á leiknum sjálfum stóð fengu tveir leikmenn Buducnost að líta rauða spjaldið, sem og þjálfari liðsins, og verða þeir þrír því í leikbanni þegar liðin mætast í Svartfjallalandi í næstu viku í seinni leik þeirra í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ljóst er að Buducnost fær sekt frá UEFA af þessum sökum. Rúmlega 50 stuðningsmenn Buducnost voru á leiknum og sátu þeir í „gömlu stúkunni“ á Kópavogsvelli, gegnt aðalstúku vallarins þar sem stuðningsmenn Breiðabliks voru. Öflugur stuðningur gestanna í gömlu stúkunni. Geggjað stuð hér á Kópavigsvelli. pic.twitter.com/taIjMCu504— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2022 Sigurður segir að lögreglan hafi átt frumkvæðið að því að vera á leiknum og að hún hafi fylgst með stuðningsmönnum gestanna sem vissulega hafi verið með nokkur læti en ekki brotið sér leið inn á völlinn eða nokkuð slíkt. Lögreglan skipti sér svo einnig af látunum í leikslok. „Meiri læti en við erum vön“ „Það var alveg einhver æsingur í röðum stuðningsmanna þeirra en það gekk ágætlega að halda aftur af því. Við vorum búin að undirbúa okkur vel. Eftir leikinn var svo æsingur hjá leikmönnum þeirra og þá var gæslan mætt út á völl til að stía mönnum í sundur. Þetta voru aðeins meiri læti en við erum vön hérna en gekk á endanum allt ágætlega,“ sagði Sigurður og sagði ljóst að UEFA myndi ekki sekta Breiðablik vegna málsins. „Lögreglan kom inn á völlinn eftir leik en það urðu engir eftirmálar af þessu,“ sagði Sigurður en leikmenn Buducnost héldu áfram að láta í sér heyra þegar þeir gengu inn til búningsklefa án þess þó að ganga neitt lengra en það. Aðspurður hvort Blikar þyrftu að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir fyrir seinni leik liðanna svaraði Sigurður: „Mér skilst nú að það séu gerðar ráðstafanir fyrir alla heimaleiki hjá þeim þarna úti, og almennt meiri en eru gerðar hérna heima. Við í sjálfu sér óttumst það ekki. Þetta lið spilar reglulega í Evrópukeppnum og við treystum því að öryggismál þarna verði í lagi.“
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Tengdar fréttir Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30