„Fegurðin næst ekki á mynd“
Hópurinn var samkvæmt Instagram samankominn í hesta- og skemmtiferð í Skagafirðinum og af myndunum að dæma var gleðin allsráðandi í ferðinni.
Meðal áfangastaða var eyjan Drangey sem er einna helst þekkt fyrir að vera banastaður Grettis Ásmundarsonar.
Í myndbandi sem Áslaug Arna birti á Instagram-síðu sinni dásamar hún eyjuna fyrir náttúrufegurð sem að hennar sögn „næst ekki á mynd“.
Leikkonan Nína Dögg Filipusardóttir birti einnig myndasyrpu frá ferðinni á Instagram. Þar þakkar hún Lilju Pálmadóttur, athafnakonu, fyrir „stórkostlegar móttökur“ á heimili hennar að Hofi þar sem ferðin hófst.
Ásamt siglingunni í Drangey var riðið yfir Merkilgil með hundrað hesta stóð en af myndunum að dæma voru veðurguðirnir með ferðlalöngunum í liði.
Föruneyti Áslaugar var ekki af verri endanum en með í för voru leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg, Guðjón í Oz og Anna Ólafsdóttir, Lilja Pálmadóttir, Bjarni Ben og Þóra Margrét, Sigurbjörn Þorkelsson og Heiða Magnúsdóttir, Helga Thors og Bjössi Ólafs, Pétur Blöndal og Anna Sigga, Dj Sóley hjá Ölgerðinni og fleiri.