Viðskipti innlent

Hluta­bréf fara á flug eftir já­­kvætt upp­­­gjör Icelandair

Árni Sæberg skrifar
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group. Vísir/Egill

Gengi hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um 5,59 prósent það sem af er degi. Flugfélagið skilaði rúmlega hálfum milljarði króna í hagnað á öðrum ársfjórðungi.

Icelandair skilar um hálfum milljarði í hagnað á öðrum ársfjórðungi 2022. Lausafjárstaða félagsins hefur aldrei verið sterkari og nam 61,6 milljörðum króna í lok júní. Félagið hafði ekki skilað hagnaði frá árinu 2017.

Þetta kemur fram í uppgjöri Icelandair sem birt var í Kauphöllinni eftir lokun markaða í gær.

Fjárfestar virðasat hafa tekið uppgjörinu vel en bréf félagsins hafa hækkað um 5,59 prósent í 155 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi. Á einum mánuði hafa hlutabréf í flugfélaginu hækkað um 32,91 og um 32,17 á síðustu tólf mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×