Segir galið að hælisleitendur þurfi að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2022 20:00 Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir mikilvægt að fólk í valdastöðu passi orð sín. Vísir/Vilhelm Þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Hann gagnrýnir orð vararíkissaksóknara um að nóg sé af hommum á Íslandi. Í viðtali í kvöldfréttum í gær sagði Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður frá því að stjórnvöld hafi sakað skjólstæðing hans um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum hæli. Héraðsdómur sneri við þeirri ákvörðun, þar sem sannað þótti að maðurinn væri samkynhneigður. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari deildi fréttinni á Facebook í gær og skrifaði að auðvitað ljúgi hælisleitendur til um kynhneigð sína. Þá spurði hann hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. „Þetta eru ákaflega döpur ummæli sem í raun dæma sig algjörlega sjálf. Þetta er auðvitað alvarlegt að fólk í valdastöðu, alveg frá botni og upp í topp í okkar kerfi, leyfi sér að tala með þessum hætti. Ég lít það mjög alvarlegum augum,“ segir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Það var mjög óheppilega orðað, að það væri ekki þörf á fleiri hommum hérna. Ég held það sé ekki þörf á fleiri gagnkynhneigðum, hvítum, miðaldra körlum í stjórnunarstöðum. Ég held það sé alveg absalút þannig.“ Segir galið að fólk þurfi að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni Fram kom í viðtalinu við Helga Þorsteinsson Silva í gær að hinsegin hælisleitendur þurfi að ganga mjög langt til að sýna fram á kynhneigð sína. Oft sé kynhneigð þeirra dregin í efa þrátt fyrir að fólk sé í sambandi og jafnvel gift. „Það er auðvitað bara galið að fólk þurfi á einhverjum tíma, í einhverjum tilfellum að sanna kynhneigð sína og það er auðvitað eitthvað sem gagnkynhneigt fólk þarf aldrei að gera,“ segir Jódís. „Ég vil benda á það að hér í okkar samfélagi, sem er talið framarlega og umburðarlynt að mörgu leyti, hér veigra mjög mörg sér við að gangast við sinni kynhneigð opinberlega. Fólk getur orðið fyrir útskúfun, aðkasti, ofbeldi og það í þessu opna og góða samfélagi.“ Kyn og kynhneigð séu fljótandi fyrirbæri Helgi sagði í samtali við fréttastofu í dag að eðlilegt væri að yfirvöld rannsökuðu yfirlýsingar hælisleitenda um hinseginleika. „Við getum rétt ímyndað okkur að ef þú ert flóttamanneskja, frá landi þar sem þín getur jafnvel beðið dauðadómur. Þú ert í lífshættu ef þú gengst við kynhneigð þinni er það augljóst að viðkomandi er ekki að auglýsa hana á samfélagsmiðlum, hefur ekki gengist við því opinberlega,“ segir Jódís. „Fyrir utan það að kyn og kynhneigð er mjög fljótandi fyrirbæri þannig að einhver getur búið í annað hvort gagnkynja sambandi eða hinsegin sambandi langt fram eftir ævi en svo uppgötvað eða farið að upplifa aðra kynhneigð eða nýjar tilfinningar. Þannig það að einhver eigi einhvern tíma að kasta fram einhverju vottorði og sönnunum er auðvitað bara fullkomlega galin hugmynd.“ Snýst um að hjálpa þeim sem í mestri hættu eru Hún segir að uppi séu daprir tímar og bakslag hafi orðið í baráttu hinsegin fólks. „Við erum að horfa á árásina í Osló, við erum að horfa til skertra kvenréttinda í Bandaríkjunum, sem er alltaf okkur hinsegin fólki beintengt því þá verðum við næst. Þannig að sem aldrei fyrr skiptir máli að við stöndum vaktina og þetta málefni er gríðarlega mikilvægt,“ segir Jódís. „Það er okkar sem umburðarlynd, herlaus þjóð að standa með þeim sem eru í mestri hættu og það höfum við gert: Konur, börn, fólk með fatlanir, hinsegin fólk. Fólk sem hefur minni tök á að bjarga lífi sínu í sínu heimalandi eða í kannski þeim löndum sem þau hafa viðkomu í. Við erum að reyna að horfa í þau tilfelli. Þetta snýst ekki um að við viljum hleypa einum hópi frekar. Þetta snýst um að við erum að horfa af mannúð og hinsegin fólk sem leitar hér hælis er margt hvert að flýja undan ástandi þar sem líf þeirra er í hættu.“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gagnrýndi orð Helga í dag og sagði mikilvægt að ákærendur standi undir virðingu og trausti almennings. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafnaði viðtali vegna málsins. Hinsegin Hælisleitendur Alþingi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir ummæli vararíkissaksóknara slá sig illa Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um hinsegin hælisleitendur slá sig illa. Það sé ekki undir honum komið að ákveða hvort ummælin séu tilefni til áminningar. 22. júlí 2022 15:04 Helgi segir sér þyki vænt um samkynhneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins. 22. júlí 2022 11:50 Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. 21. júlí 2022 19:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Í viðtali í kvöldfréttum í gær sagði Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður frá því að stjórnvöld hafi sakað skjólstæðing hans um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum hæli. Héraðsdómur sneri við þeirri ákvörðun, þar sem sannað þótti að maðurinn væri samkynhneigður. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari deildi fréttinni á Facebook í gær og skrifaði að auðvitað ljúgi hælisleitendur til um kynhneigð sína. Þá spurði hann hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. „Þetta eru ákaflega döpur ummæli sem í raun dæma sig algjörlega sjálf. Þetta er auðvitað alvarlegt að fólk í valdastöðu, alveg frá botni og upp í topp í okkar kerfi, leyfi sér að tala með þessum hætti. Ég lít það mjög alvarlegum augum,“ segir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Það var mjög óheppilega orðað, að það væri ekki þörf á fleiri hommum hérna. Ég held það sé ekki þörf á fleiri gagnkynhneigðum, hvítum, miðaldra körlum í stjórnunarstöðum. Ég held það sé alveg absalút þannig.“ Segir galið að fólk þurfi að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni Fram kom í viðtalinu við Helga Þorsteinsson Silva í gær að hinsegin hælisleitendur þurfi að ganga mjög langt til að sýna fram á kynhneigð sína. Oft sé kynhneigð þeirra dregin í efa þrátt fyrir að fólk sé í sambandi og jafnvel gift. „Það er auðvitað bara galið að fólk þurfi á einhverjum tíma, í einhverjum tilfellum að sanna kynhneigð sína og það er auðvitað eitthvað sem gagnkynhneigt fólk þarf aldrei að gera,“ segir Jódís. „Ég vil benda á það að hér í okkar samfélagi, sem er talið framarlega og umburðarlynt að mörgu leyti, hér veigra mjög mörg sér við að gangast við sinni kynhneigð opinberlega. Fólk getur orðið fyrir útskúfun, aðkasti, ofbeldi og það í þessu opna og góða samfélagi.“ Kyn og kynhneigð séu fljótandi fyrirbæri Helgi sagði í samtali við fréttastofu í dag að eðlilegt væri að yfirvöld rannsökuðu yfirlýsingar hælisleitenda um hinseginleika. „Við getum rétt ímyndað okkur að ef þú ert flóttamanneskja, frá landi þar sem þín getur jafnvel beðið dauðadómur. Þú ert í lífshættu ef þú gengst við kynhneigð þinni er það augljóst að viðkomandi er ekki að auglýsa hana á samfélagsmiðlum, hefur ekki gengist við því opinberlega,“ segir Jódís. „Fyrir utan það að kyn og kynhneigð er mjög fljótandi fyrirbæri þannig að einhver getur búið í annað hvort gagnkynja sambandi eða hinsegin sambandi langt fram eftir ævi en svo uppgötvað eða farið að upplifa aðra kynhneigð eða nýjar tilfinningar. Þannig það að einhver eigi einhvern tíma að kasta fram einhverju vottorði og sönnunum er auðvitað bara fullkomlega galin hugmynd.“ Snýst um að hjálpa þeim sem í mestri hættu eru Hún segir að uppi séu daprir tímar og bakslag hafi orðið í baráttu hinsegin fólks. „Við erum að horfa á árásina í Osló, við erum að horfa til skertra kvenréttinda í Bandaríkjunum, sem er alltaf okkur hinsegin fólki beintengt því þá verðum við næst. Þannig að sem aldrei fyrr skiptir máli að við stöndum vaktina og þetta málefni er gríðarlega mikilvægt,“ segir Jódís. „Það er okkar sem umburðarlynd, herlaus þjóð að standa með þeim sem eru í mestri hættu og það höfum við gert: Konur, börn, fólk með fatlanir, hinsegin fólk. Fólk sem hefur minni tök á að bjarga lífi sínu í sínu heimalandi eða í kannski þeim löndum sem þau hafa viðkomu í. Við erum að reyna að horfa í þau tilfelli. Þetta snýst ekki um að við viljum hleypa einum hópi frekar. Þetta snýst um að við erum að horfa af mannúð og hinsegin fólk sem leitar hér hælis er margt hvert að flýja undan ástandi þar sem líf þeirra er í hættu.“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gagnrýndi orð Helga í dag og sagði mikilvægt að ákærendur standi undir virðingu og trausti almennings. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafnaði viðtali vegna málsins.
Hinsegin Hælisleitendur Alþingi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir ummæli vararíkissaksóknara slá sig illa Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um hinsegin hælisleitendur slá sig illa. Það sé ekki undir honum komið að ákveða hvort ummælin séu tilefni til áminningar. 22. júlí 2022 15:04 Helgi segir sér þyki vænt um samkynhneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins. 22. júlí 2022 11:50 Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. 21. júlí 2022 19:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir ummæli vararíkissaksóknara slá sig illa Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um hinsegin hælisleitendur slá sig illa. Það sé ekki undir honum komið að ákveða hvort ummælin séu tilefni til áminningar. 22. júlí 2022 15:04
Helgi segir sér þyki vænt um samkynhneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins. 22. júlí 2022 11:50
Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41
Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. 21. júlí 2022 19:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent