Samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins varð fólk í strætisvagni á leið út úr bænum vitni að slysinu. Kona um borð í vagninum er sögð hafa verið sjúkraflutningamaður og veitt ökumanni bílsins aðhlynningu á slysstað. Eiginmaður sjónarvottar segir alla farþega strætisvagnsins hafa hlotið áfallahjálp á sjúkrahúsinu á Akranesi.
Ekki hefur náðst í lögreglu vegna málsins.