Tvö ný heimsmet á lokadegi HM í frjálsíþróttum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júlí 2022 07:30 Armand Duplantis og Tobi Amusan bættu bæði heimsmet í nótt. Vísir/Getty Lokadagur HM í frjálsíþróttum kláraðist í nótt og því var vel við hæfi að tvö heimsmet hafi fallið. Svíinn Armand Duplantis bætti eigið heimsmet í stangastökki þegar hann flaug yfir 6,21m og nígeríska hlaupakonan Tobi Amusan setti nýtt heimsmet í 100m grindahlaupi. Hinn 22 ára Duplantis hafði þegar tryggt sér gullið þegar hann fór yfir sex metrana í fyrstu tilraun, en enginn af keppinautum hans fór hærra en 5,94m. Það var því aðeins spurning um með hversu miklum mun Duplantis myndi vinna mótið og því engin ástæða til að reyna ekki við sitt eigið heimsmet. Eins og áður segir flaug Svíinn yfir 6,21m og bætti því gamla heimsmetið sitt sem var 6,20m. Það setti hann í mars á þessu ári, en þetta er í fimmta sinn sem sá sænski setur heimsmet í stangastökki. Síðar um daginn setti hin nígeríska Amusan heimsmet í 100m grindahlaupi þegar hún kom í mark á tímanum 12,12 sekúndum í undanúrslutahlaupinu. Amusan hafði sett Afríkumet í undanriðlunum þegar hún kom í mark á tímanum 12,40 sekúndur, en í nótt bætti hún um betur. Hún bætti heimsmet hinnar bandarísku Kendra Harrison um átta hundruðustu úr sekúndu, en met hennar var 12,20 sekúndur frá árinu 2016. Amusan lét sér þó ekki nægja að bæta heimsmetið í undanúrslitunum því hún kom fyrst í mark í úrslitahlaupinu og tók því gullið með sér heim til Nígeríu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Hinn 22 ára Duplantis hafði þegar tryggt sér gullið þegar hann fór yfir sex metrana í fyrstu tilraun, en enginn af keppinautum hans fór hærra en 5,94m. Það var því aðeins spurning um með hversu miklum mun Duplantis myndi vinna mótið og því engin ástæða til að reyna ekki við sitt eigið heimsmet. Eins og áður segir flaug Svíinn yfir 6,21m og bætti því gamla heimsmetið sitt sem var 6,20m. Það setti hann í mars á þessu ári, en þetta er í fimmta sinn sem sá sænski setur heimsmet í stangastökki. Síðar um daginn setti hin nígeríska Amusan heimsmet í 100m grindahlaupi þegar hún kom í mark á tímanum 12,12 sekúndum í undanúrslutahlaupinu. Amusan hafði sett Afríkumet í undanriðlunum þegar hún kom í mark á tímanum 12,40 sekúndur, en í nótt bætti hún um betur. Hún bætti heimsmet hinnar bandarísku Kendra Harrison um átta hundruðustu úr sekúndu, en met hennar var 12,20 sekúndur frá árinu 2016. Amusan lét sér þó ekki nægja að bæta heimsmetið í undanúrslitunum því hún kom fyrst í mark í úrslitahlaupinu og tók því gullið með sér heim til Nígeríu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn