Wall Street Journal greindi frá framhjáhaldinu í gær og lýsir því að Brin og Musk hafi áður fyrr verið góðir vinir. Musk hafi til dæmis oft fengið að gista heima hjá Brin og fjölskyldu hans, allt þar til upp komst að hann væri að sofa hjá Shanahan.
Nú hefur Musk hins vegar þvertekið fyrir ásakanirnar á Twitter.

„Þetta er algjört kjaftæði,“ skrifar Musk og segir hann og Nicole einungis vera vini. „Ég hef aðeins hitt Nicole tvisvar á síðustu þremur árum, bæði skiptin í fjölmenni. Ekkert rómantískt.“
Samkvæmt frétt Wall Street Journal voru Brin og Shanahan að ganga í gegnum erfiðleika í sambandi sínu þegar meint framhjáhald átti sér stað. Brin sótti um skilnað í janúar á þessu ári, nokkrum vikum eftir að hann frétti af framhjáhaldinu.
Fréttir úr einkalífi Musk eru að verða enn algengari enn fyrr í þessum mánuði var greint frá því að hann hafi eignast tvíbura með stjórnanda hjá fyrirtækinu Neuralink, sem er í hans eigu. Musk hefur í heildina eignast tíu börn.