Erlent

Fram­kvæmda­stjórn ESB gefur notkun bólu­sóttar­bólu­efni gegn apa­bólu grænt ljós

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fyrstu fjörutíu skammtarnir af Imvanex bóluefninu eru vænatnlegir til landsins með haustinu.
Fyrstu fjörutíu skammtarnir af Imvanex bóluefninu eru vænatnlegir til landsins með haustinu. Getty/Sven Hoppe

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt að bóluefni fyrir bólusótt verði notað gegn apabólunni. Von er á 1.400 slíkum skömmtum til Íslands í haust. 

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO lýsti á föstudag yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna sjúkdómsins. Níu hafa greinst smitaðir af honum hér á landi, allt karlmenn, en að sögn sóttvarnalæknis hafa mennirnir ekki veikst alvarlega. Sextán þúsund hafa greinst smitaðir í 72 löndum. 

Bóluefnið sem um ræðir er Imvanex, sem samþykkt var til notkunar í Evrópu árið 2013 sem bóluefni gegn bólusótt. Virkni lyfsins byggir á veiklaðri veiru, sem er skyld bólusóttarveirunni og apabóluveirunni en veldur ekki sjúkdómi í fólki. 

Vegna þessa skyldleika veiranna er reiknað með að mótefnin sem hún kallar fram muni mynda vörn gegn apabólu ekki síður en bólusótt. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn mældi með notkun bóluefnisins gegn apabólu 22. júlí síðastliðinn og hefur framkvæmdastjórn ESB nú gefið notkun þess gegn apabóu grænt ljós. 

Samþykkt framkvæmdastjórnarinnar gildir í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins auk Íslands, Noregi og Liechtenstein. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×