„Sært dýr er alltaf stórhættulegt“ Sindri Már Fannarsson skrifar 25. júlí 2022 22:00 Jón Sveinsson, þjálfari Fram. Vísir/Diego ÍA og Fram mættust á Norðuráls-vellinum á Akranesi í 14. umferð Bestu deildar karla í kvöld og enduðu leikar 0-4, Frömurum í vil. Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, segist varla geta beðið um meira. „Ég er auðvitað mjög sáttur og ánægður með leikinn og með leik minna manna. Mér fannst við mjög góðir í dag, að skora fjögur mörk og fá ekkert á sig, þú getur ekki beðið um mikið meira en það,“ sagði Jón í viðtali við Vísi eftir leik. Leikurinn þróaðist í hálfgerða einstefnu í stöðunni 2-0 en Jón taldi mikilvægt að halda áfram að sækja þrátt fyrir að vera yfir, frekar en að detta í vörn. „Skagamenn hafa verið að lenda undir í leikjum og koma til baka, á móti Breiðablik í bikarnum og gegn Víking. Við þurftum að halda áfram og bæta í. Sært dýr er alltaf stórhættulegt. Maður vissi alltaf að næsta mark myndi skipta máli en sem betur fer náðum við því og héldum svo bara áfram.“ Fram hefur staðið sig betur en flestir spáðu fyrir um það sem af er sumri og finna sig í 8. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 14 umferðir. Jón segir þó of snemmt að spá fyrir um hvar liðið endar. „Það er nú bara júlí enn þá og fullt eftir af þessu móti. Við höldum bara áfram og við getum ekkert annað gert, eins klisjulegt og það er, en að taka næsta leik. Við förum í alla leiki til þess að vinna þá og fá þrjú stig út úr þeim. Svo verðum við bara að sjá til í september hvar við stöndum, upp á hvar við spilum í október.“ Að lokum þá taldi Jón ekki að Már Ægisson hafi ætlað að skjóta þegar hann skoraði annað mark Framara. „Líklega ekki en hann átti góða tilraun nokkru seinna sem var varin í slá þannig að þá bara jafnaðist það út. En góð fyrirgjöf. Þetta eru bestu fyrirgjafirnar, sem enda í markinu, það er bara þannig,“ sagði kampakátur Jón Sveinsson að lokum. Fram Besta deild karla Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
„Ég er auðvitað mjög sáttur og ánægður með leikinn og með leik minna manna. Mér fannst við mjög góðir í dag, að skora fjögur mörk og fá ekkert á sig, þú getur ekki beðið um mikið meira en það,“ sagði Jón í viðtali við Vísi eftir leik. Leikurinn þróaðist í hálfgerða einstefnu í stöðunni 2-0 en Jón taldi mikilvægt að halda áfram að sækja þrátt fyrir að vera yfir, frekar en að detta í vörn. „Skagamenn hafa verið að lenda undir í leikjum og koma til baka, á móti Breiðablik í bikarnum og gegn Víking. Við þurftum að halda áfram og bæta í. Sært dýr er alltaf stórhættulegt. Maður vissi alltaf að næsta mark myndi skipta máli en sem betur fer náðum við því og héldum svo bara áfram.“ Fram hefur staðið sig betur en flestir spáðu fyrir um það sem af er sumri og finna sig í 8. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 14 umferðir. Jón segir þó of snemmt að spá fyrir um hvar liðið endar. „Það er nú bara júlí enn þá og fullt eftir af þessu móti. Við höldum bara áfram og við getum ekkert annað gert, eins klisjulegt og það er, en að taka næsta leik. Við förum í alla leiki til þess að vinna þá og fá þrjú stig út úr þeim. Svo verðum við bara að sjá til í september hvar við stöndum, upp á hvar við spilum í október.“ Að lokum þá taldi Jón ekki að Már Ægisson hafi ætlað að skjóta þegar hann skoraði annað mark Framara. „Líklega ekki en hann átti góða tilraun nokkru seinna sem var varin í slá þannig að þá bara jafnaðist það út. En góð fyrirgjöf. Þetta eru bestu fyrirgjafirnar, sem enda í markinu, það er bara þannig,“ sagði kampakátur Jón Sveinsson að lokum.
Fram Besta deild karla Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira