Erlent

Þáttastjórnandi kappræðanna féll í yfirlið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Samkvæmt TalkTV er í lagi með þáttastjórnandann Kate McCann.
Samkvæmt TalkTV er í lagi með þáttastjórnandann Kate McCann. AP

Hætta þurfti útsendingu á leiðtogakappræðum breska íhaldsflokksins á milli þeirra Rishi Sunak og Liz Truss í gær þegar þáttastjórnandinn féll í yfirlið. 

Útsendingin var á vegum breska blaðsins The Sun og stöðvarinnar TalkTV. Kappræðurnar þóttu ganga nokkuð vel og var tóninn í keppinautunum tveimur heldur friðsamari en undanfarna daga. 

Þegar um helmingur var liðinn af þættinum og Liz Truss var að ræða mikilvægi stuðnings Breta við Úkraínumenn féll þáttastjórnandinn Kate McCann skyndilega í yfirlið og heyrðust mikil læti þegar hún féll á sviðsmyndina, en myndavélin var á Truss. 

Útsendingu var hætt snögglega og skömmu síðar var tilkynnt að ekkert framhald yrði á þættinum. McCann mun þó vera við góða heilsu að samkvæmt læknisráði hafi henni verið ráðlagt að hvílast. Atvikið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×