Sádar hyggjast byggja ofurborg framtíðarinnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2022 16:35 Neom samanstendur af tveimur skýjakjúfum sem spegla hvor annan og teygja sig eina 170 kílómetra meðfram Rauðahafinu. NEOM Krónprinsinn í Sádi-Arabíu hélt kynningu á Neom, fyrirhugaðri ofurborg, í vikunni. Hún mun innihalda tvo skýjakljúfa sem standa hvor á móti öðrum og teygja sig 170 kílómetra eftir Rauðahafinu. Fyrsti fasi uppbyggingarinnar nær til 2030 og mun kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala. Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaða uppbyggingu framtíðarborgarinnar Neom árið 2017 en drögin að borginni hafa tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum fimm árum. Nú á mánudag sýndi Mohammed bin Salman, prins Sádi-Arabíu frá nýjustu útgáfu af drögum borgarinnar. Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hjarta hennar Línan, tveir skýjakljúfar sem standa andspænis hvor öðrum og eru spegilmyndir hvor annars. Skýjakljúfarnir verða aðeins 200 metrar á breidd en 170 kílómetrar að lengd. Að sögn sádi-arabískra yfirvalda er búið að koma upp flugvelli við Neom en það er ekki ljóst hvort uppbygging á borginni sjálfri sé hafin. Skýjakljúfar eða skýjaglópar? Þá segir að borgin verði bíllaus með öllu og að íbúar hennar eigi að geta sótt sér alla nærþjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð. Einnig verði hægt að ferðast borgina endanna á milli á aðeins tuttugu mínútum þökk sé hraðlest. Tölvuteikning af öðrum enda Línunnar við Rauðahafið.NEOM Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hún knúinn með endurnýtanlegri orku og innan hennar verði allan ársins hring „temprað örloftslag með náttúrulegri loftræstingu.“ Fyrri loftslagsmarkmið konungsríkisins hafa hins vegar vakið efasemdir umhverfisverndarsinna. Krónprinsinn segir að íbúafjöldi Neom muni nái 1,2 milljón árið 2030 og verði orðinn níu milljónir árið 2045. Uppbygging borgarinnar sé einnig þáttur í landlægri fólksfjölgun Sádí-Arabíu en krónprinsinn bindur vonir við að íbúafjöldi landsins nái upp í 100 milljónir manna árið 2040, úr 34 milljónum manna í dag. Að sögn krónprinsins mun fyrsti fasi uppbyggingarinnar, sem nær til 2030, kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala (rúmlega 36 þúsund milljarðar íslenskra króna). Myndirnar af Neom úr kynningarmyndbandi Sáda er nánast of gott til að vera satt, svo ótrúlegar eru myndirnar þaðan.NEOM Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádi-Arabía verði vinsælasta ferðamannaland heims 2030 Ef verkefnið Vision 2030 gengur eftir verður Sádi-Arabía orðin að mesta ferðamannalandi heims eftir aðeins áratug. Hingað til hefur trúarofstæki, mannréttindabrot og ófriður einkennt landið en stjórnvöld hyggjast snúa þróuninni við, losa um heljargreiparnar á íbúunum og byggja upp ferðamannaparadís. 1. október 2019 09:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaða uppbyggingu framtíðarborgarinnar Neom árið 2017 en drögin að borginni hafa tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum fimm árum. Nú á mánudag sýndi Mohammed bin Salman, prins Sádi-Arabíu frá nýjustu útgáfu af drögum borgarinnar. Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hjarta hennar Línan, tveir skýjakljúfar sem standa andspænis hvor öðrum og eru spegilmyndir hvor annars. Skýjakljúfarnir verða aðeins 200 metrar á breidd en 170 kílómetrar að lengd. Að sögn sádi-arabískra yfirvalda er búið að koma upp flugvelli við Neom en það er ekki ljóst hvort uppbygging á borginni sjálfri sé hafin. Skýjakljúfar eða skýjaglópar? Þá segir að borgin verði bíllaus með öllu og að íbúar hennar eigi að geta sótt sér alla nærþjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð. Einnig verði hægt að ferðast borgina endanna á milli á aðeins tuttugu mínútum þökk sé hraðlest. Tölvuteikning af öðrum enda Línunnar við Rauðahafið.NEOM Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hún knúinn með endurnýtanlegri orku og innan hennar verði allan ársins hring „temprað örloftslag með náttúrulegri loftræstingu.“ Fyrri loftslagsmarkmið konungsríkisins hafa hins vegar vakið efasemdir umhverfisverndarsinna. Krónprinsinn segir að íbúafjöldi Neom muni nái 1,2 milljón árið 2030 og verði orðinn níu milljónir árið 2045. Uppbygging borgarinnar sé einnig þáttur í landlægri fólksfjölgun Sádí-Arabíu en krónprinsinn bindur vonir við að íbúafjöldi landsins nái upp í 100 milljónir manna árið 2040, úr 34 milljónum manna í dag. Að sögn krónprinsins mun fyrsti fasi uppbyggingarinnar, sem nær til 2030, kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala (rúmlega 36 þúsund milljarðar íslenskra króna). Myndirnar af Neom úr kynningarmyndbandi Sáda er nánast of gott til að vera satt, svo ótrúlegar eru myndirnar þaðan.NEOM
Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádi-Arabía verði vinsælasta ferðamannaland heims 2030 Ef verkefnið Vision 2030 gengur eftir verður Sádi-Arabía orðin að mesta ferðamannalandi heims eftir aðeins áratug. Hingað til hefur trúarofstæki, mannréttindabrot og ófriður einkennt landið en stjórnvöld hyggjast snúa þróuninni við, losa um heljargreiparnar á íbúunum og byggja upp ferðamannaparadís. 1. október 2019 09:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Sádi-Arabía verði vinsælasta ferðamannaland heims 2030 Ef verkefnið Vision 2030 gengur eftir verður Sádi-Arabía orðin að mesta ferðamannalandi heims eftir aðeins áratug. Hingað til hefur trúarofstæki, mannréttindabrot og ófriður einkennt landið en stjórnvöld hyggjast snúa þróuninni við, losa um heljargreiparnar á íbúunum og byggja upp ferðamannaparadís. 1. október 2019 09:00