Fótbolti

Stuðningsmenn Malmö krefjast þess að Milos segi af sér

Atli Arason skrifar
Miloš Milojević kom með Malmö á Víkingsvöll á dögunum þar sem sænska liðið sló Íslandsmeistarana úr leik.
Miloš Milojević kom með Malmö á Víkingsvöll á dögunum þar sem sænska liðið sló Íslandsmeistarana úr leik. Vísir/Hulda Margrét

Malmö datt afar óvænt úr leik í Meistaradeild Evrópu gegn litháíska liðinu Zalgiris, eftir 0-2 tap á heimavelli. Er þetta fyrsta tap Malmö á Eleda vellinum í forkeppni í Evrópu en völlurinn var vígður árið 2009.

Milos Milojević, knattspyrnustjóri Malmö, hefur verið undir mikilli pressu fram af þessum leik og eftir að lokaleikflautið gall snerust stuðningsmenn liðsins gegn honum og kölluðu eftir afsögn hans sem fyrst. 

Það er sænski miðilinn Dagens Nyheter sem greinir frá en stuðningsmenn liðsins eru ekki vanir því að upplifa tap á heimavelli í forkeppni fyrir Evrópukeppni.

Það snúa því öll spjót að Milos en  tapið mun ekki hjálpa honum að viðhalda starfi sínu sem knattspyrnustjóri Malmö.

Malmö varð sænskur meistari í fyrra en er í dag í 5. sæti deildarinnar með 30 stig, þremur stigum frá toppsætinu. 


Tengdar fréttir

Malmö úr leik í Meistaradeildinni eftir tap á heimavelli

Lærisveinar Milos Milojevic í sænska stórliðinu Malmö leika ekki meira í Meistaradeild Evrópu þetta árið eftir tap gegn litháíska liðinu Zalgriris á heimavelli, 0-2. Zalgiris vann fyrri leikinn á sínum heimavellill 1-0 og fer því áfram með samanlögðum 3-0 sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×