Karabatic varar leikmenn við þýsku úrvalsdeildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2022 13:30 Nikola Karabatic mælir gegn því að leikmenn fari í þýsku úrvalsdeildina. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Nikola Karabatic, einn sigursælasti handboltamaður sögunnar, segist ekki geta mælt með því við nokkurn leikmann að leika í sterkustu deild heims, þýsku úrvalsdeildinni. Við Íslendingar höfum um árabil átt fjölda fulltrúa í sterkustu deild heims í handbolta. Karabatic hefur hins vegar varað við deildinni og segir leikjaálag á leikmenn deildarinnar vera alltof mikið. Þessi 38 ára handboltamaður lék með Kiel í þýsku úrvalsdeildinni frá árinu 2005 til 2009. Síðan þá hefur hann leikið í heimalandi sínu, Frakklandi, ef frá er talið tveggja ára stopp í Barcelona á Spáni. Hann er nú leikmaður PSG í Frakklandi þar sem hann hefur leikið síðan 2015. Á löngum ferli sínum hefur Karabatic unnið allt sem hægt er að vinna í handboltaheiminum. Hann hefur orðið Ólympíumeistari í þrígang, heimsmeistari fjórum sinnum og Evrópumeistari í þrígang. Þá hefur hann fagnað fjölda landsmeistaratitla með félagsliðum sínum og unni Meistaradeild Evrópu með þremur mismunandi liðum. Að auki hefu Karabatic þrisvar sinnum verið valinn besti handboltamaður heims. Nikola Karabatic og franska landsliðið fagna Ólympíugulli árið 2008 eftir sigur gegn Íslendingum, 28-23.Vladimir Rys/Bongarts/Getty Images „Ég hef verið að ofkeyra mig síðan ég byrjaði að spila í Þýskalandi. Ég spyr mig í alvörunni í dag hvernig ég fór að þessu. Ég spilaði 60 mínútur í vörn og sókn og þá var spilaður miklu hraðari handbolti en í dag,“ sagði Karabatic í samtali við Handball-World tímaritið Bock auf Handball. „Við unnum Meistaradeildina með aðeins átta leikmenn. Jesús, það var galið! Það var risastórt afrek.“ Hann segir að komandi handboltaleikmenn framtíðarinnar verði að hugsa um sjálfa sig því liðin sem slík geri það ekki. Liðin séu í raun bara að nota þá. „Stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig af því að annars gerir það enginn. En það er eðlilegt í íþróttum, aðrir munu bara nota þig. Stundum hugsa liðin bara um úrslit, en ekki um þig sem leikmann. En þetta er fín lína.“ „Þegar tíma þínum er lokið hja liði þá kemur bara einhver annar í staðinn fyrir þig og félagið segir bless. Það er það leiðinlega við íþróttir. Þjálfararnir vilja bara vinna og þeir þurfa þig til þess. Jafnvel þó þú sért meiddur. Sem leikmaður þá þarftu alltaf að vera meðvitaður um það áður en þú tekur þá áhættu.“ Of mikið af stórleikjum sem skipta litlu máli Í gegnum sinn feril hefur Karabatic verið heppinn með meiðsli. Franska stórskyttan hefur alltaf haldið sér í toppformi og hugsað vel um líkaman og það hefur haldið honum að mestu frá sjúkralista liðanna sem hann hefur spilað með, þrátt fyrir leikjaálagið. Hann myndi þó vilja sjá leikmenn fá mun meiri vernd en nú. „Eins og ég sé þetta þá skil ég ekki af hverju við spilum svona marga stóra leiki sem skipta svona litlu máli. Allir þessir leikir í forkeppnum og riðlakeppnum á móti liðum eins og Flensburg, Barcelona, Kielce eða Veszprem,“ sagði Karabatic áður en hann skaut létt á aðrar deildir. Nikola Karabatic brýst í gegnum vörn pólska liðsins Kielce.Aurelien Meunier - PSG/PSG via Getty Images „Ég skil auðvitað að þessi útgáfa af Meistaradeildinni sé frekar töff fyrir lið eins og Barcelona, Kielce eða Veszprem af því að deildirnar sem þau lið spila í heima fyrir eru mjög slappar. En fyrir þýsku og frönsku liðin og leikmenn þeirra liða er þetta gríðarlegt álag.“ Hann segir einnig að vegna þessa mikla leikjaálags gegn stærstu liðum heims hafi þýska úrvalsdeildin misst sjarma sinn. „Eins og staðan er núna þá get ég ekki mælt með því við nokkurn leikmann að fara í stærstu liðin í þýsku úrvalsdeildinni. Tökum bara Flensburg sem dæmi. Horfðu bara á hversu útkeyrt liðið þeirra var á seinasta tímabili, sagði Karabatic að lokum. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Við Íslendingar höfum um árabil átt fjölda fulltrúa í sterkustu deild heims í handbolta. Karabatic hefur hins vegar varað við deildinni og segir leikjaálag á leikmenn deildarinnar vera alltof mikið. Þessi 38 ára handboltamaður lék með Kiel í þýsku úrvalsdeildinni frá árinu 2005 til 2009. Síðan þá hefur hann leikið í heimalandi sínu, Frakklandi, ef frá er talið tveggja ára stopp í Barcelona á Spáni. Hann er nú leikmaður PSG í Frakklandi þar sem hann hefur leikið síðan 2015. Á löngum ferli sínum hefur Karabatic unnið allt sem hægt er að vinna í handboltaheiminum. Hann hefur orðið Ólympíumeistari í þrígang, heimsmeistari fjórum sinnum og Evrópumeistari í þrígang. Þá hefur hann fagnað fjölda landsmeistaratitla með félagsliðum sínum og unni Meistaradeild Evrópu með þremur mismunandi liðum. Að auki hefu Karabatic þrisvar sinnum verið valinn besti handboltamaður heims. Nikola Karabatic og franska landsliðið fagna Ólympíugulli árið 2008 eftir sigur gegn Íslendingum, 28-23.Vladimir Rys/Bongarts/Getty Images „Ég hef verið að ofkeyra mig síðan ég byrjaði að spila í Þýskalandi. Ég spyr mig í alvörunni í dag hvernig ég fór að þessu. Ég spilaði 60 mínútur í vörn og sókn og þá var spilaður miklu hraðari handbolti en í dag,“ sagði Karabatic í samtali við Handball-World tímaritið Bock auf Handball. „Við unnum Meistaradeildina með aðeins átta leikmenn. Jesús, það var galið! Það var risastórt afrek.“ Hann segir að komandi handboltaleikmenn framtíðarinnar verði að hugsa um sjálfa sig því liðin sem slík geri það ekki. Liðin séu í raun bara að nota þá. „Stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig af því að annars gerir það enginn. En það er eðlilegt í íþróttum, aðrir munu bara nota þig. Stundum hugsa liðin bara um úrslit, en ekki um þig sem leikmann. En þetta er fín lína.“ „Þegar tíma þínum er lokið hja liði þá kemur bara einhver annar í staðinn fyrir þig og félagið segir bless. Það er það leiðinlega við íþróttir. Þjálfararnir vilja bara vinna og þeir þurfa þig til þess. Jafnvel þó þú sért meiddur. Sem leikmaður þá þarftu alltaf að vera meðvitaður um það áður en þú tekur þá áhættu.“ Of mikið af stórleikjum sem skipta litlu máli Í gegnum sinn feril hefur Karabatic verið heppinn með meiðsli. Franska stórskyttan hefur alltaf haldið sér í toppformi og hugsað vel um líkaman og það hefur haldið honum að mestu frá sjúkralista liðanna sem hann hefur spilað með, þrátt fyrir leikjaálagið. Hann myndi þó vilja sjá leikmenn fá mun meiri vernd en nú. „Eins og ég sé þetta þá skil ég ekki af hverju við spilum svona marga stóra leiki sem skipta svona litlu máli. Allir þessir leikir í forkeppnum og riðlakeppnum á móti liðum eins og Flensburg, Barcelona, Kielce eða Veszprem,“ sagði Karabatic áður en hann skaut létt á aðrar deildir. Nikola Karabatic brýst í gegnum vörn pólska liðsins Kielce.Aurelien Meunier - PSG/PSG via Getty Images „Ég skil auðvitað að þessi útgáfa af Meistaradeildinni sé frekar töff fyrir lið eins og Barcelona, Kielce eða Veszprem af því að deildirnar sem þau lið spila í heima fyrir eru mjög slappar. En fyrir þýsku og frönsku liðin og leikmenn þeirra liða er þetta gríðarlegt álag.“ Hann segir einnig að vegna þessa mikla leikjaálags gegn stærstu liðum heims hafi þýska úrvalsdeildin misst sjarma sinn. „Eins og staðan er núna þá get ég ekki mælt með því við nokkurn leikmann að fara í stærstu liðin í þýsku úrvalsdeildinni. Tökum bara Flensburg sem dæmi. Horfðu bara á hversu útkeyrt liðið þeirra var á seinasta tímabili, sagði Karabatic að lokum.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira