Býst við að umferðin verði þyngst í átt að góða veðrinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2022 11:43 Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Hatíðarhöld fara fram víða um land um helgina með tilheyrandi umferðarþunga. Lögregla á von á að umferðin fari að þyngjast eftir hádegi og verði hvað þyngst um Suðurlandsveg á leið austur. Landsmenn munu eins og þekkt er um verslunarmannahelgina sletta úr klaufunum um allt land. Hátíðir virðast á hverju strái en þeim fylgja ferðalög og umferðarþungi. Guðbrandur Sigurðsson, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að enn sem komið er sé umferðin frekar greið úr bænum. „Oft hefur umferðin dreifst yfir á vikudagana, alveg jafnvel frá þriðjudegi en nú höfum við ekki verið áberandi varir við mikla umferð út úr bænum og ekki í morgun, hún var ekki sérlega mikil.“ Hann eigi þó von á að hún fari að þyngjast eftir hádegi. „Og undir seinni partinn. Miðað við veðurspá þá ætla ég að það verði meiri umferð um Suðurlandsveg, austur fyrir fjall.“ Hann segir að umferðarmenning á Íslandi hafi farið batnandi og segir varfærni og tillitssemi ökumanna hafa aukist. Hann ítrekar að áfengi og akstur fari ekki saman. „Það sem fylgir oft svona helgum er mikil gleði og þá er áfengi stundum haft um hönd. Fólk þarf að passa að hafa fengið nægilega góðan svefn eftir slíka neyslu og passa að fara ekki of snemma af stað að aka ökutæki. Eins að nota öryggisbelti og öryggisbúnað barna, gæta vel að því. Framúrakstur er hættulegur og mikilvægt að fólk haldi sig á hámarkshraða. Við komumst ekkert fyrr heim eða fyrr á leiðarenda ef við tökum fram úr tveimur, þremur bílum og lendum þar í bílalest.“ „Þeir sem eru með ferðavagna þurfa að gæta að því að vera með búnað í lagi, framlengda hliðarspegla þar sem þess er þörf. Þá tala ég ekki um út frá veðurspá, þar sem er spáð miklu hvassviðri þarf fólk að gæta þess að vera ekki á ferðinni með eftirvagna nema það sé talið óhætt út frá vindi og veðri.“ Umferð Umferðaröryggi Ferðalög Lögreglumál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira
Landsmenn munu eins og þekkt er um verslunarmannahelgina sletta úr klaufunum um allt land. Hátíðir virðast á hverju strái en þeim fylgja ferðalög og umferðarþungi. Guðbrandur Sigurðsson, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að enn sem komið er sé umferðin frekar greið úr bænum. „Oft hefur umferðin dreifst yfir á vikudagana, alveg jafnvel frá þriðjudegi en nú höfum við ekki verið áberandi varir við mikla umferð út úr bænum og ekki í morgun, hún var ekki sérlega mikil.“ Hann eigi þó von á að hún fari að þyngjast eftir hádegi. „Og undir seinni partinn. Miðað við veðurspá þá ætla ég að það verði meiri umferð um Suðurlandsveg, austur fyrir fjall.“ Hann segir að umferðarmenning á Íslandi hafi farið batnandi og segir varfærni og tillitssemi ökumanna hafa aukist. Hann ítrekar að áfengi og akstur fari ekki saman. „Það sem fylgir oft svona helgum er mikil gleði og þá er áfengi stundum haft um hönd. Fólk þarf að passa að hafa fengið nægilega góðan svefn eftir slíka neyslu og passa að fara ekki of snemma af stað að aka ökutæki. Eins að nota öryggisbelti og öryggisbúnað barna, gæta vel að því. Framúrakstur er hættulegur og mikilvægt að fólk haldi sig á hámarkshraða. Við komumst ekkert fyrr heim eða fyrr á leiðarenda ef við tökum fram úr tveimur, þremur bílum og lendum þar í bílalest.“ „Þeir sem eru með ferðavagna þurfa að gæta að því að vera með búnað í lagi, framlengda hliðarspegla þar sem þess er þörf. Þá tala ég ekki um út frá veðurspá, þar sem er spáð miklu hvassviðri þarf fólk að gæta þess að vera ekki á ferðinni með eftirvagna nema það sé talið óhætt út frá vindi og veðri.“
Umferð Umferðaröryggi Ferðalög Lögreglumál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira