Mourinho mætir Tottenham í umdeildum leik: „Hámark hræsninnar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júlí 2022 09:00 Mourinho þjálfaði áður Tottenham. Stuðningsmenn liðsins gagnrýna margir hverjir að liðin skuli mætast í Ísrael. EPA-EFE/Julian Finney Lærisveinar José Mourinho í Roma mæta Tottenham Hotspur í æfingaleik á morgun. Stuðningsmenn Tottenham eru margir hverjir spenntir fyrir því að endurnýja kynnin við Portúgalann sem stýrði liðinu frá 2019 til 2021. Staðsetning leiksins hefur hins vegar vakið athygli. Liðin munu eigast við í borginni Haifa í Ísrael en bæði Roma og Tottenham eiga sterka tengingu við gyðingdóm og eiga fjölda stuðningsmanna af þeirri trú. Níðsöngvar gagnvart gyðingum eru til að mynda oft sungnir á áhorfendapöllunum, og beint að stuðningsmönnum Tottenham, þegar þeir mæta Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Ísrael er trúarríki sem er byggt í kringum gyðingdóm, sem birtist meðal annars í því að Davíðsstjarnan er í fána ríkisins. Ísraelsk yfirvöld hafa sætt mikilli gagnrýni árum saman fyrir að aðhyllast aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum þar sem Sameinuðu þjóðirnar, Amnesty International og Human Rights Watch eru á meðal gagnrýnenda. Ísraelsk stjórnvöld hafa lýst skýrslu Amnesty frá því í febrúar, sem ber heitið „Aðskilnaðarstefna Ísraels gegn Palestínumönnum: Grimmilegt kerfi kúgunar og glæpir gegn mannkyni“, sem falskri, hlutdrægri og sem gyðingahatri. Hópur rannsakenda á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna komst þá að því í skýrslu sem birt var í júní á þessu ári að helsta ástæðan fyrir langvarandi átökum beggja fylkinga væri landtaka Ísraelsmanna á palestínsku landsvæði. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja Ísraela hafa stundað stríðsglæpi á síðasta ári þar sem hundruðir Palestínumanna létu lífið. Mannúðarnefnd hjá Sameinuðu þjóðunum tilkynnti þá fyrir tveimur árum að ísraelsk yfirvöld hefðu gjöreyðilagt 568 heimili Palestínumanna á Vesturbakkanum á árinu 2020 og að minnsta kosti 759 manns hefðu orðið heimilislaus af völdum þess. Skiljanlega veldur það stuðningsmönnum Tottenham því áhyggjum að liðið skuli vilja taka þátt í sýningarleik í Ísrael. The Athletic hefur eftir einum ónefndum stuðningsmanni: „Ákvörðun Spurs að spila vináttuleik í Ísrael er þegjandi stuðningur við áframhaldandi kúgun ríkisins,“ Þá er haft eftir Roshan Dadoo, suður-afrískum stuðningsmanni Tottenham, sem fer jafnframt fyrir samtökum sem standa fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum, að félagið sýni hræsni með því að spila leikinn. „Það er hámark hræsninnar hjá Tottenham, félagi sem segist vera stoltur stuðningsaðili „Ekkert pláss fyrir rasisma“ (e. No Room for Racism) herferð ensku úrvalsdeildarinnar, að spila í ríki þar sem yfirvöld hafa framið glæpinn gegn mannkyni sem aðskilnaðarstefnan er, áratugum saman,“ „Fótboltaheimurinn verður að endurtaka leikinn frá einangrun sinni á Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar og gefa aðskilnaðarstefnu Ísraels rauða spjaldið,“ Ísrael Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Liðin munu eigast við í borginni Haifa í Ísrael en bæði Roma og Tottenham eiga sterka tengingu við gyðingdóm og eiga fjölda stuðningsmanna af þeirri trú. Níðsöngvar gagnvart gyðingum eru til að mynda oft sungnir á áhorfendapöllunum, og beint að stuðningsmönnum Tottenham, þegar þeir mæta Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Ísrael er trúarríki sem er byggt í kringum gyðingdóm, sem birtist meðal annars í því að Davíðsstjarnan er í fána ríkisins. Ísraelsk yfirvöld hafa sætt mikilli gagnrýni árum saman fyrir að aðhyllast aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum þar sem Sameinuðu þjóðirnar, Amnesty International og Human Rights Watch eru á meðal gagnrýnenda. Ísraelsk stjórnvöld hafa lýst skýrslu Amnesty frá því í febrúar, sem ber heitið „Aðskilnaðarstefna Ísraels gegn Palestínumönnum: Grimmilegt kerfi kúgunar og glæpir gegn mannkyni“, sem falskri, hlutdrægri og sem gyðingahatri. Hópur rannsakenda á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna komst þá að því í skýrslu sem birt var í júní á þessu ári að helsta ástæðan fyrir langvarandi átökum beggja fylkinga væri landtaka Ísraelsmanna á palestínsku landsvæði. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja Ísraela hafa stundað stríðsglæpi á síðasta ári þar sem hundruðir Palestínumanna létu lífið. Mannúðarnefnd hjá Sameinuðu þjóðunum tilkynnti þá fyrir tveimur árum að ísraelsk yfirvöld hefðu gjöreyðilagt 568 heimili Palestínumanna á Vesturbakkanum á árinu 2020 og að minnsta kosti 759 manns hefðu orðið heimilislaus af völdum þess. Skiljanlega veldur það stuðningsmönnum Tottenham því áhyggjum að liðið skuli vilja taka þátt í sýningarleik í Ísrael. The Athletic hefur eftir einum ónefndum stuðningsmanni: „Ákvörðun Spurs að spila vináttuleik í Ísrael er þegjandi stuðningur við áframhaldandi kúgun ríkisins,“ Þá er haft eftir Roshan Dadoo, suður-afrískum stuðningsmanni Tottenham, sem fer jafnframt fyrir samtökum sem standa fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum, að félagið sýni hræsni með því að spila leikinn. „Það er hámark hræsninnar hjá Tottenham, félagi sem segist vera stoltur stuðningsaðili „Ekkert pláss fyrir rasisma“ (e. No Room for Racism) herferð ensku úrvalsdeildarinnar, að spila í ríki þar sem yfirvöld hafa framið glæpinn gegn mannkyni sem aðskilnaðarstefnan er, áratugum saman,“ „Fótboltaheimurinn verður að endurtaka leikinn frá einangrun sinni á Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar og gefa aðskilnaðarstefnu Ísraels rauða spjaldið,“
Ísrael Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira