Rök fyrir áframhaldandi strandveiðum Eyjólfur Ármannsson skrifar 30. júlí 2022 13:01 Fyrir strandveiðitímabilið í ár ákváðu stjórnvöld að til veiðanna færu veiðiheimildir sem samsvara verðmæti 35.089 tonna af loðnu. Þetta aflaverðmæti átti að tryggja 48 strandveiðidaga á núverandi veiðisumri, 12 veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði maí til ágúst. Vilji Alþingis á síðasta kjörtímabili var að tryggja strandveiðar við landið í 48 daga á ári. Raunin varð önnur. Þorskígildisstuðull loðnu er 0,36. Það þýðir að 35.089 tonn af loðnu eru ígildi 12.632 tonna af þorski. Stjórnvöld ákváðu því að aflaverðmæti sem næmi tæpum 13.000 tonnum af þorski færu til strandveiða í ár. Þetta voru fyrirheit stjórnvalda sem strandveiðimenn höfðu lögmætar væntingar um að staðið yrði við. Stjórnvöld settu loðnukvótann á skiptimarkað aflaheimilda til að fá þorskveiðiheimildir í svokallaðan strandveiðipott. Þannig gat aflaverðmæti loðnu nýst til strandveiða. Með því að setja loðnukvóta á skiptimarkað framseldu stjórnvöld ekki ákvörðun sína um aflaverðmæti til strandveiða. Skiptimarkaðurinn tekur ekki stjórnvaldsákvörðun um veiðiheimildir til strandveiðimanna. Hvað þá skiptimarkaður sem er ofurseldur einokun kvótahafa sem vilja að strandveiðum verði hætt og líta ekki á þær sem atvinnu. Einokun kvótahafa og vilji þeirra kom skýrt í ljós sl. haust þegar stjórnvöld buðu loðnukvótann í skiptum fyrir þorskveiðiheimildir til strandveiða. Á skiptimarkaðnum voru boðin framangreind 35.089 tonn af loðnu en fyrir þau fengust einungis 1.079 tonn af þorski. Skiptahlutfallið var því rúmlega 0,03. Reiknað hafði verið með að minnsta kosti 6 til 7 þúsund tonn af þorski myndu fást, en Fiskistofa lokaði skiptimarkaðnum við 1000 tonn þrátt fyrir að þorskígildisstuðull loðnu væri 0,36. Skiptihlutfallið á loðnu fyrir þorsk varð því 12 sinnum LÆGRA en samkvæmt þorskígildastuðli. Svona gerist einungis í einokunarkerfi sem vill útrýma strandveiðum og vinnur gegn því litla atvinnufrelsi sem finnst í íslenskum sjávarútvegi. Það er þessi einokun kvótahafa sem hefur leitt til stöðvunar strandveiða á miðju strandveiðitímabilinu. Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva strandveiðar er óskiljanleg sé mark tekið á kosningabaráttu VG og stefnuskrá flokksins. Boðskapur VG í kosningabaráttunni í Norðvesturkjördæmi sl. haust var: „Við viljum efla útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Augljóst er hver stjórnar hér. Vilji sérhagmunagæslu stórútgerðar og kvótaeigenda er skýr og kemur fram í athugasemdum við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóti): „Samtökin [SFS] hafa ítrekað lýst þeirri afstöðu að hætta eigi strandveiðum og fella aflamark, sem tekið hefur verið af öðrum og ráðstafað til þessara veiða, undir aflahlutdeildarkerfið.“ Ekki er litið á strandveiðar sem raunverulegar atvinnuveiðar og virðing fyrir þeim er engin. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er mannréttindabarátta. Strandveiðikerfið á rætur að rekja til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið væri brot á jafnræði til atvinnufrelsis. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Takmarkanir á veiðum eiga einungis að ná til veiða sem ógna fiskistofnum, og handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Baráttan fyrir strandveiðum er einnig barátta fyrir búseturétti íbúa sjávarbyggðanna og jöfnum búseturétti. Matvælaráðherra á að taka afstöðu með þessum rétti og auka aflaheimildir til strandveiða og standa þannig við upphaflega úthlutun aflaverðmæta til strandveiða. Úthlutunar sem varð einokun að bráð á skiptimarkaði aflaheimilda. Ráðherranum ber skylda til að leiðrétta afleiðingar einokunarinnar og standa með sjávarbyggðunum og lögmætum væntingum strandveiðimanna og tryggja 48 veiðidaga. Matvælaráðherra getur einnig með reglugerð í ágúst ráðstafað almennum byggðakvóta til strandveiða. Í dag fer stór hluti byggðakvóta til stórútgerðar, ekki til strandveiða. Einnig má nefnda rækju- og skelbætur í þorskígildum sem úthlutað hefur verið árum saman. Matvælaráðherra getur valið að beygja sig undir einokun skiptimarkaðarins og þeirra sem vilja hætta strandveiðum eða standa með strandveiðum og sjávarbyggðunum. Valið er hans. Sé litið á málið innan kerfisins, getur ráðherra aukið veiðiheimildir til strandveiða til samræmis við þau aflaverðmæti sem stjórnvöld ráðstöfuðu upphaflega til strandveiða. Þau voru étin upp af kvótaþegaeinokun á skiptimarkaði aflaheimilda, einokunarskipta sem fengu ótrúlega litla fjölmiðlaumfjöllun. Þessi aukning aflaheimilda væri vel innan skekkjumarka fiskveiðiráðgjafar og hefði ekki áhrif á fiskistofna. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Strandveiðarnar í sumar sýna að nóg er af fiski í sjónum. Það þarf bara að gefa strandiveiðimönnum frelsi til að veiða hann. Þetta er spurning um að beygja sig eða standa í lappirnar. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir strandveiðitímabilið í ár ákváðu stjórnvöld að til veiðanna færu veiðiheimildir sem samsvara verðmæti 35.089 tonna af loðnu. Þetta aflaverðmæti átti að tryggja 48 strandveiðidaga á núverandi veiðisumri, 12 veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði maí til ágúst. Vilji Alþingis á síðasta kjörtímabili var að tryggja strandveiðar við landið í 48 daga á ári. Raunin varð önnur. Þorskígildisstuðull loðnu er 0,36. Það þýðir að 35.089 tonn af loðnu eru ígildi 12.632 tonna af þorski. Stjórnvöld ákváðu því að aflaverðmæti sem næmi tæpum 13.000 tonnum af þorski færu til strandveiða í ár. Þetta voru fyrirheit stjórnvalda sem strandveiðimenn höfðu lögmætar væntingar um að staðið yrði við. Stjórnvöld settu loðnukvótann á skiptimarkað aflaheimilda til að fá þorskveiðiheimildir í svokallaðan strandveiðipott. Þannig gat aflaverðmæti loðnu nýst til strandveiða. Með því að setja loðnukvóta á skiptimarkað framseldu stjórnvöld ekki ákvörðun sína um aflaverðmæti til strandveiða. Skiptimarkaðurinn tekur ekki stjórnvaldsákvörðun um veiðiheimildir til strandveiðimanna. Hvað þá skiptimarkaður sem er ofurseldur einokun kvótahafa sem vilja að strandveiðum verði hætt og líta ekki á þær sem atvinnu. Einokun kvótahafa og vilji þeirra kom skýrt í ljós sl. haust þegar stjórnvöld buðu loðnukvótann í skiptum fyrir þorskveiðiheimildir til strandveiða. Á skiptimarkaðnum voru boðin framangreind 35.089 tonn af loðnu en fyrir þau fengust einungis 1.079 tonn af þorski. Skiptahlutfallið var því rúmlega 0,03. Reiknað hafði verið með að minnsta kosti 6 til 7 þúsund tonn af þorski myndu fást, en Fiskistofa lokaði skiptimarkaðnum við 1000 tonn þrátt fyrir að þorskígildisstuðull loðnu væri 0,36. Skiptihlutfallið á loðnu fyrir þorsk varð því 12 sinnum LÆGRA en samkvæmt þorskígildastuðli. Svona gerist einungis í einokunarkerfi sem vill útrýma strandveiðum og vinnur gegn því litla atvinnufrelsi sem finnst í íslenskum sjávarútvegi. Það er þessi einokun kvótahafa sem hefur leitt til stöðvunar strandveiða á miðju strandveiðitímabilinu. Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva strandveiðar er óskiljanleg sé mark tekið á kosningabaráttu VG og stefnuskrá flokksins. Boðskapur VG í kosningabaráttunni í Norðvesturkjördæmi sl. haust var: „Við viljum efla útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Augljóst er hver stjórnar hér. Vilji sérhagmunagæslu stórútgerðar og kvótaeigenda er skýr og kemur fram í athugasemdum við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóti): „Samtökin [SFS] hafa ítrekað lýst þeirri afstöðu að hætta eigi strandveiðum og fella aflamark, sem tekið hefur verið af öðrum og ráðstafað til þessara veiða, undir aflahlutdeildarkerfið.“ Ekki er litið á strandveiðar sem raunverulegar atvinnuveiðar og virðing fyrir þeim er engin. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er mannréttindabarátta. Strandveiðikerfið á rætur að rekja til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið væri brot á jafnræði til atvinnufrelsis. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Takmarkanir á veiðum eiga einungis að ná til veiða sem ógna fiskistofnum, og handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Baráttan fyrir strandveiðum er einnig barátta fyrir búseturétti íbúa sjávarbyggðanna og jöfnum búseturétti. Matvælaráðherra á að taka afstöðu með þessum rétti og auka aflaheimildir til strandveiða og standa þannig við upphaflega úthlutun aflaverðmæta til strandveiða. Úthlutunar sem varð einokun að bráð á skiptimarkaði aflaheimilda. Ráðherranum ber skylda til að leiðrétta afleiðingar einokunarinnar og standa með sjávarbyggðunum og lögmætum væntingum strandveiðimanna og tryggja 48 veiðidaga. Matvælaráðherra getur einnig með reglugerð í ágúst ráðstafað almennum byggðakvóta til strandveiða. Í dag fer stór hluti byggðakvóta til stórútgerðar, ekki til strandveiða. Einnig má nefnda rækju- og skelbætur í þorskígildum sem úthlutað hefur verið árum saman. Matvælaráðherra getur valið að beygja sig undir einokun skiptimarkaðarins og þeirra sem vilja hætta strandveiðum eða standa með strandveiðum og sjávarbyggðunum. Valið er hans. Sé litið á málið innan kerfisins, getur ráðherra aukið veiðiheimildir til strandveiða til samræmis við þau aflaverðmæti sem stjórnvöld ráðstöfuðu upphaflega til strandveiða. Þau voru étin upp af kvótaþegaeinokun á skiptimarkaði aflaheimilda, einokunarskipta sem fengu ótrúlega litla fjölmiðlaumfjöllun. Þessi aukning aflaheimilda væri vel innan skekkjumarka fiskveiðiráðgjafar og hefði ekki áhrif á fiskistofna. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Strandveiðarnar í sumar sýna að nóg er af fiski í sjónum. Það þarf bara að gefa strandiveiðimönnum frelsi til að veiða hann. Þetta er spurning um að beygja sig eða standa í lappirnar. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun