Neymar skoraði tvö marka PSG í leik gærdagsins um franska ofurbikarinn. Lionel Messi og Sergio Ramos skoruðu eitt mark hvor og fer liðið vel af stað undir stjórn nýs þjálfara, Christophe Galtier.
Leikurinn fór fram í Ísrael en einhver skortur virðist hafa verið á fyrirmennum til að afhenda verðlaunapeninga. Neymar stökk til og gekk í það starf þar sem hann afhenti öllum samherjum sínum medalíu áður en bikarinn var reistur á loft.
Myndskeið af atvikinu má sjá að neðan.
Neymar was handing out the medals to his PSG teammates
— B/R Football (@brfootball) August 1, 2022
(via @PVSportFR)pic.twitter.com/hUXvqkV1PK