Fær aðeins sex leikja bann fyrir ítrekuð meint kynferðisbrot Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 14:01 Deshaun Watson á æfingu hjá Cleveland Browns. Nick Cammett/Getty Images Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns í bandarísku NFL-deildinni í amerískum fótbolta, hefur verið dæmdur í sex leikja bann af deildinni. Watson hefur verið sakaður að brjóta á gott sem heilli starfstétt kvenna í Houston í Texas. Mál Watsons hafa verið í umræðunni síðustu vikur en yfir 30 konur hafa sakað hann um kynferðislegt misferli, en allar eru þær nuddkonur. Samkvæmt grein New York Times um málið í júní á Watson að hafa reynt að sannfæra konurnar um að stunda með sér kynlíf og jafnvel þvingað þær til þess. Houston Texans, fyrrum félag hans, er þá sagt hafa aðstoðað Watson við gerð þagnarskyldusamninga. Í síðasta mánuði greiddi Texans 30 konum bætur fyrir hegðun hans og þá hefur Watson sjálfur greitt 23 af 24 konum sem hafa lögsótt hann sáttagreiðslur, með því skilyrði að kæra þeirra sé látin niður falla. NFL fékk fyrrum alríkisdómarann Sue Robinson til að dæma í máli deildarinnar gegn Watson en hann var í dag dæmdur í sex leikja bann fyrir hegðun sína. Þá slapp hann við sekt frá deildinni. Watson var ekki kærður af lögreglu fyrir hegðun sína en hann hefur sjálfur neitað því að hafa gert eitthvað gegn vilja kvennana. Watson spilaði ekkert á síðustu leiktíð á meðan málið var til rannsóknar, en var þó áfram á launum hjá Texans-liðinu. Í sumar var honum skipt frá Houston Texans til Cleveland Browns hvar hann skrifaði undir fimm ára samning að verðmæti 230 milljóna dollara, sem jafngildir tæplega 31 og hálfum milljarði íslenskra króna. NFL-tímabilið hefst í byrjun september og mun Watson því missa af fyrstu sex leikjum Browns á tímabilinu vegna málsins. NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augu á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Mál Watsons hafa verið í umræðunni síðustu vikur en yfir 30 konur hafa sakað hann um kynferðislegt misferli, en allar eru þær nuddkonur. Samkvæmt grein New York Times um málið í júní á Watson að hafa reynt að sannfæra konurnar um að stunda með sér kynlíf og jafnvel þvingað þær til þess. Houston Texans, fyrrum félag hans, er þá sagt hafa aðstoðað Watson við gerð þagnarskyldusamninga. Í síðasta mánuði greiddi Texans 30 konum bætur fyrir hegðun hans og þá hefur Watson sjálfur greitt 23 af 24 konum sem hafa lögsótt hann sáttagreiðslur, með því skilyrði að kæra þeirra sé látin niður falla. NFL fékk fyrrum alríkisdómarann Sue Robinson til að dæma í máli deildarinnar gegn Watson en hann var í dag dæmdur í sex leikja bann fyrir hegðun sína. Þá slapp hann við sekt frá deildinni. Watson var ekki kærður af lögreglu fyrir hegðun sína en hann hefur sjálfur neitað því að hafa gert eitthvað gegn vilja kvennana. Watson spilaði ekkert á síðustu leiktíð á meðan málið var til rannsóknar, en var þó áfram á launum hjá Texans-liðinu. Í sumar var honum skipt frá Houston Texans til Cleveland Browns hvar hann skrifaði undir fimm ára samning að verðmæti 230 milljóna dollara, sem jafngildir tæplega 31 og hálfum milljarði íslenskra króna. NFL-tímabilið hefst í byrjun september og mun Watson því missa af fyrstu sex leikjum Browns á tímabilinu vegna málsins.
NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augu á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira