Alice Tai tryggði sér sigur í 100 metra baksundi í S8 flokknum á Samveldisleikunum í Birmingham.
Það sem vekur sérstaklega athygli er að Alice missti hægri fótinn sinn í janúarmánuði á þessu ári.
An incredible moment for England's Alice Tai
— BBC Sport (@BBCSport) August 1, 2022
The 23-year-old sealed a gold medal in the S8 100m backstroke at the Commonwealth Games on Sunday, just months after having her right leg amputated.
Read #BBCCWG
„Ég hélt að ég gæti ekki keppt á þessu tímabili,“ sagði Alice Tai við breska ríkisútvarpið.
„Ég er svo þakklát fyrir að enska landsliðið leyfði mér að koma hingað og keppa,“ sagði Alice.
Hún hafði einnig unnið gull á Samveldisleikunum fyrir fjórum árum en núna voru aðstæður hennar öðruvísi.
Alice fæddist með klumbufót og þurfti að fara í margar aðgerðir þegar hún var krakki. Aðgerðunum fylgdi mikill sársauki og hún þurfti jafnan að nota hækjur til að komast um.
January 2022: @alice__tai has her right leg amputated below the knee due to increased pain in her foot.
— Birmingham 2022 (@birminghamcg22) July 31, 2022
July 2022: Alice Tai wins #CommonwealthGames gold in the S8 100m Backstroke at Sandwell!
An incredible story from a phenomenal athlete.#B2022 pic.twitter.com/RKmZaW9nn9
Fötlun hennar reyndi líka mikið á báða olnboga og hún þurfti að fara í aðgerð á þeim báðum sem kostaði hana þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í fyrra.
Hún tók síðan þá ákvörðun að láta taka af sér fótinn í upphafi ársins til að öðlast betra líf og losna við sársaukann.
„Það tók mig tíma að átta mig á því hversu dramatísk aðgerðin var. Ég hafði samt hugsað um þetta í mörg ár,“ sagði Alice.