Innlent

Litakóða fyrir Grímsvötn breytt í gult

Eiður Þór Árnason skrifar
Grímsvötn 4. desember.
Grímsvötn 4. desember. Vísir/RAX

Veðurstofan hefur breytt litakóða fyrir Grímsvötn í gult. Nokkrir jarðskjálftar stærri en 1,0 að stærð hafa mælst þar í eftirmiðdag og stærsti skjálftinn af þeim mældist 3,6 að stærð klukkan 14:24. Jarðskjálftavirkni er því umfram eðlilega bakgrunnsvirkni að sögn náttúruvársérfræðinga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni en náið verður fylgst með virkninni við Grímsvötn í ljósi þessa.

Verið var að kemba í gegnum gögnin um stóra skjálftann þegar fréttastofa náði tali af Sigurlaugu Hjaltadóttur, jarðeðlisfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, skömmu fyrir klukkan 17. 

„Það er ekki mikil smáskjálftavirkni sem stendur. Það hafa mælst nokkrir skjálftar um og yfir einn að stærð en það er ekki algengt að fá svona stóra skjálfta,“ sagði Sigurlaug.

Eldstöðin Grímsvötn er staðsett austur af Grímsfjalli og gaus síðast árið 2011. Það gos var sennilega það stærsta í Grímsvötnum í heila öld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×