Ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Taívan og skaut á forseta Kína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2022 07:35 Nancy Pelosi og Tsai Ing-wen. AP Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, hét áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Taívan í opinberri heimsókn sinni þar í gær. Pelosi fundaði meðal annars með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, sem hét því að láta ekki undan hernaðarlegum hótunum Kína. Stjórnvöld í Kína eru æf vegna heimsóknar Pelosi, sem sagðist á blaðamannafundi í gær furða sig á viðbrögðum Kínverja. Hún sagði mikilvægt að senda skýr skilaboð; stjórnvöld í Bandaríkjunum væru staðföst í því að tryggja öryggi Taívan, þar sem ríkin deildu gildum er vörðuðu lýðræðið og frelsi. Gerði hún því skóna að viðbrögð forseta Kína mætti rekja til pólitískrar stöðu hans heima fyrir. Heimsókn Pelosi hefur bæði verið hampað og gagnrýnd í Bandaríkjunum en John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, benti á það í fyrradag að heimsóknir bandarískra embættismanna til Taívan væru langt í frá fordæmalausar. Kínverjar hyggjast hins vegar svara heimsókninni með heræfingum umhverfis Taívan, sem stjórnvöld á eyjunni segja brjóta gegn alþjóðalögum. Pelosi sagði sendinefnd sína vilja gera það fullkomlega ljóst að Bandaríkin myndu ekki hverfa frá stuðningi sínum við Taívan og að Bandaríkjamenn væru stoltir af vinskap sínum við Taívani. Kirby ítrekaði hins vegar á blaðamannafundinum í fyrradag að Bandaríkin hefðu alls ekki horfið frá afstöðu sinni varðandi eitt Kína. Pelosi sagði einnig að Kínverjar hefðu staðið í vegi fyrir þátttöku Taívan á ýmsum fundum en þeir myndu ekki geta komið í veg fyrir heimsóknir erlendra embættismanna. Sagði hún stjórnvöld í Kína vera gera úlfalda úr mýflugu, ef til vill vegna stöðu hennar sem forseta fulltrúadeildarinnar. It is my great and humble privilege to accept on behalf of the Congress the Order of Propitious Clouds with Special Grand Cordon: a symbol of America s strong and enduring friendship with Taiwan.Join me & President @iingwen for this special presentation. https://t.co/1etOJHuIT5— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) August 3, 2022 Bandaríkin Taívan Kína Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Stjórnvöld í Kína eru æf vegna heimsóknar Pelosi, sem sagðist á blaðamannafundi í gær furða sig á viðbrögðum Kínverja. Hún sagði mikilvægt að senda skýr skilaboð; stjórnvöld í Bandaríkjunum væru staðföst í því að tryggja öryggi Taívan, þar sem ríkin deildu gildum er vörðuðu lýðræðið og frelsi. Gerði hún því skóna að viðbrögð forseta Kína mætti rekja til pólitískrar stöðu hans heima fyrir. Heimsókn Pelosi hefur bæði verið hampað og gagnrýnd í Bandaríkjunum en John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, benti á það í fyrradag að heimsóknir bandarískra embættismanna til Taívan væru langt í frá fordæmalausar. Kínverjar hyggjast hins vegar svara heimsókninni með heræfingum umhverfis Taívan, sem stjórnvöld á eyjunni segja brjóta gegn alþjóðalögum. Pelosi sagði sendinefnd sína vilja gera það fullkomlega ljóst að Bandaríkin myndu ekki hverfa frá stuðningi sínum við Taívan og að Bandaríkjamenn væru stoltir af vinskap sínum við Taívani. Kirby ítrekaði hins vegar á blaðamannafundinum í fyrradag að Bandaríkin hefðu alls ekki horfið frá afstöðu sinni varðandi eitt Kína. Pelosi sagði einnig að Kínverjar hefðu staðið í vegi fyrir þátttöku Taívan á ýmsum fundum en þeir myndu ekki geta komið í veg fyrir heimsóknir erlendra embættismanna. Sagði hún stjórnvöld í Kína vera gera úlfalda úr mýflugu, ef til vill vegna stöðu hennar sem forseta fulltrúadeildarinnar. It is my great and humble privilege to accept on behalf of the Congress the Order of Propitious Clouds with Special Grand Cordon: a symbol of America s strong and enduring friendship with Taiwan.Join me & President @iingwen for this special presentation. https://t.co/1etOJHuIT5— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) August 3, 2022
Bandaríkin Taívan Kína Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira