Erlent

Herða öryggi af ótta við tölvu­þrjóta

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Liz Truss og Rishi Sunak berjast um forystusæti breska Íhaldsflokksins. Myndin er samsett.
Liz Truss og Rishi Sunak berjast um forystusæti breska Íhaldsflokksins. Myndin er samsett. Getty/Matthew Horwood/Stringer

Íhaldsflokkurinn í Bretlandi tók ákvörðun að herða öryggið í kringum kosningu forystu flokksins sem fer fram þessa dagana en flokkurinn var varaður við því að tölvuþrjótar gætu reynt að breyta niðurstöðu kjörsins. Niðurstaða kosninganna verður ljós þann 5. september næstkomandi.

Samkvæmt BBC muni 160.000 meðlimir flokksins kjósa á milli Rishi Sunak og Liz Truss til þess að ákvarða hver tekur við af Boris Johnson sem forsætisráðherra. 

Upprunalega áttu meðlimir flokksins að geta kosið bæði með pósti og rafrænt og hefði breyting á atkvæði gert fyrri ákvörðun kjósanda ógilda. Eftir viðvaranir frá netöryggisfyrirtæki yrði fyrirkomulaginu breytt á þann veg að þegar atkvæði berst með pósti yrði kóði sem notaður væri til rafrænnar atkvæðagreiðslu gerður óvirkur.

Kjörseðlarnir væru að berast meðlimum seinna en áætlað var vegna breytingarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×