Frábær tölfræði Arnórs í fyrsta sigri Norrköping í tæpa þrjá mánuði Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 22:30 Arnór Sigurðsson átti frábæran leik í dag. IFK Norrköping Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson var á skotskónum er Norrköping vann Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tölfræði Skagamannsins í leiknum var býsna góð en Norrköping hafði ekki unnið leik í háa herrans tíð. Norrköping hefur ekki staðið undir væntingum það sem af er leiktíð en gengið hefur verið kaflaskipt. Eftir að hafa mistekist að vinna fyrstu fjóra leiki tímabilsins í deildinni unnust fjórir leikir í röð frá 26. apríl til 15. maí. Síðan þá hefur Norrköping aftur á móti ekki unnið leik í níu tilraunum - allt þar til í dag þegar Degerfors kom í heimsókn. Arnor Sigurdsson är fri från egen planhalva och gör inga misstag när han ska sätta bollen i mål! 2-0 IFK Norrköping pic.twitter.com/rfE0cHpEcg— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 6, 2022 Arnór Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason byrjuðu báðir á miðju Norrköping en Andri Lucas Guðjohnsen spilaði síðasta korterið er liðið vann 2-0 sigur þar sem Arnór tryggði sigurinn með öðru marki liðsins í uppbótartíma. Ef litið er á tölfræði Arnórs í leiknum er erfitt að segja að hann hafi ekki verið á meðal þeirra betri á vellinum. Arnor Sigurdsson against Degerfors;- 1 goal- 92% accurate passes (24/26)- 100% crosses (2/2)- 100% long passes (1/1)- 2 key passes- 1 big chance created- 5/6 dribbles- 8 freekicks won- 3 interceptions- 1 blocked shot- 1 clearance- 1 tackle- 14/18 total duels won pic.twitter.com/Zkfp5FNTdP— (@SwedeStats) August 6, 2022 92 prósent sendinga Arnórs hittu samherja í leiknum, þar af báðar fyrirgjafir hans, hann átti tvær lykilsendingar og skapaði eitt dauðafæri. Hann kláraði fimm af sex hlaupum sínum með boltann og fiskaði átta aukaspyrnur í leiknum. Þegar litið er á varnarleik hans, komst hann þrisvar inn í sendingu andstæðings, komst fyrir eitt skot og vann 14 af 18 einvígjum sem hann fór í. Arnór gekk í raðir liðsins frá CSKA Moskvu í sumar eftir misheppnaða lánsdvöl hjá Venezia í Feneyjum á síðustu leiktíð. Hann virðist nú vera á réttri leið í kunnuglegu umhverfi en hann lék áður með Norrköping frá 2017 til 2018. Sænski boltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Norrköping hefur ekki staðið undir væntingum það sem af er leiktíð en gengið hefur verið kaflaskipt. Eftir að hafa mistekist að vinna fyrstu fjóra leiki tímabilsins í deildinni unnust fjórir leikir í röð frá 26. apríl til 15. maí. Síðan þá hefur Norrköping aftur á móti ekki unnið leik í níu tilraunum - allt þar til í dag þegar Degerfors kom í heimsókn. Arnor Sigurdsson är fri från egen planhalva och gör inga misstag när han ska sätta bollen i mål! 2-0 IFK Norrköping pic.twitter.com/rfE0cHpEcg— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 6, 2022 Arnór Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason byrjuðu báðir á miðju Norrköping en Andri Lucas Guðjohnsen spilaði síðasta korterið er liðið vann 2-0 sigur þar sem Arnór tryggði sigurinn með öðru marki liðsins í uppbótartíma. Ef litið er á tölfræði Arnórs í leiknum er erfitt að segja að hann hafi ekki verið á meðal þeirra betri á vellinum. Arnor Sigurdsson against Degerfors;- 1 goal- 92% accurate passes (24/26)- 100% crosses (2/2)- 100% long passes (1/1)- 2 key passes- 1 big chance created- 5/6 dribbles- 8 freekicks won- 3 interceptions- 1 blocked shot- 1 clearance- 1 tackle- 14/18 total duels won pic.twitter.com/Zkfp5FNTdP— (@SwedeStats) August 6, 2022 92 prósent sendinga Arnórs hittu samherja í leiknum, þar af báðar fyrirgjafir hans, hann átti tvær lykilsendingar og skapaði eitt dauðafæri. Hann kláraði fimm af sex hlaupum sínum með boltann og fiskaði átta aukaspyrnur í leiknum. Þegar litið er á varnarleik hans, komst hann þrisvar inn í sendingu andstæðings, komst fyrir eitt skot og vann 14 af 18 einvígjum sem hann fór í. Arnór gekk í raðir liðsins frá CSKA Moskvu í sumar eftir misheppnaða lánsdvöl hjá Venezia í Feneyjum á síðustu leiktíð. Hann virðist nú vera á réttri leið í kunnuglegu umhverfi en hann lék áður með Norrköping frá 2017 til 2018.
Sænski boltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira