Erlent

Vopnahlé í kjölfar átaka á Gaza

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Reykmökkur sést eftir loftárásir Ísraela á Gaza.
Reykmökkur sést eftir loftárásir Ísraela á Gaza. ASSOCIATED PRESS

Heröfl Ísrael og Palestínu hafa samið um vopnahlé eftir þrjá daga af átökum en að minnsta kosti 43 eru látin vegna þeirra. Vopnahléið átti að hefjast klukkan hálf níu í kvöld á íslenskum tíma. 

Ísraelski herinn hefur gert loftárásir á Gaza á síðustu dögum. Herinn segir að skotmark sitt hafi verið íslamskur öfgahópur. Liðsmenn PIJ hafa skotið eldflaugum í átt að Jerúsalem í hefndarskyni.

Ástandið á Gaza-svæðinu hefur versnað síðustu daga en samtökin Hamas og PIJ, sem eru stærstu herskáu samtökin í Palestínu, hafa kennt Ísraelsmönnum um stöðuna. Ísraelsmenn halda því hins vegar fram að þeir séu einungis að reyna að vernda íbúa sína gegn öfgasamtökum

Leiðtogar PIJ voru drepnir í árásunum og liðsmenn PIJ hafa skotið eldflaugum í átt að Jerúsalem í hefndarskyni.

Samkvæmt umfjöllun BBC staðfestu talsmenn forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid vopnahléið en nýliðin átök eru sögð þau alvarlegustu síðan í maí 2021. 

Aðilar frá Egyptalandi höfðu milligöngu um vopnahléið milli ríkjanna en vopnahléð kemur til út frá áhyggjum varðandi yfirvofandi rafmagnsleysi á spítölum á Gaza vegna eldsneytisskorts. 


Tengdar fréttir

Ellefu látnir eftir árás á Gaza-svæðið

Ellefu létu lífið er ísraelski herinn skaut eldflaugum á Gaza-svæðið í gær. Herinn segir að skotmark sitt hafi verið íslamskur öfgahópur en einhverjir þeirra sem létu lífið voru óbreyttir borgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×