Íslenski boltinn

Markaveislan í gær: Stjörnuhrap Blika, þrenna Atla fyrir KR, dramatík í Úlfarsárdalnum og KA sigur í Krikanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KA-menn fagna hér einu af þremur mörkum sínum í Kaplakrika.
KA-menn fagna hér einu af þremur mörkum sínum í Kaplakrika. Vísir/Hulda Margrét

Það vantaði ekki mörkin í Bestu deild karla í gær þegar sextánda umferðin fór af stað með fjórum flottum leikjum.

Alls voru skoruð tuttugu mörk í þessum fjórum leikjum þar af þrettán mörk í kvöldleikjunum þar sem tvö efstu lið deildarinnar voru að spila.

Óvæntustu úrslit kvöldsins voru án ef 5-2 stórsigur Stjörnumanna á toppliði Breiðabliks.

Klippa: Mörkin úr 5-2 sigri Stjörnunnar á Blikum

Víkingar fengu því kjörið tækifæri til að minnka forskot Blika á toppnum en urðu að sætta sig við 3-3 jafntefli á móti Fram í Úlfarsárdal eftir að Framarar jöfnuðu í lokin.

Atli Sigurjónsson skoraði þrennu fyrir KR í 4-0 sigri á Eyjamönnum en KR-ingar spiluðu loksins almennilegan leik á heimavelli sínum í Frostaskjóli.

Það gengur hins vegar áfram ekkert hjá FH-ingum en KA-menn unnu sannfærandi 3-0 sigur í Kaplakrikanum í gær.

Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum fjórum leikjum en umferðinni lýkur svo með tveimur leikjum í kvöld.

Klippa: Mörkin úr 3-0 sigri KA á FH
Klippa: Mörkin úr 4-0 sigri KR á ÍBV
Klippa: Mörkin úr 3-3 jafntefli Fram og Víkings

Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×