Britney Spears sár út í barnsföður sinn Kevin Federline Elísabet Hanna skrifar 8. ágúst 2022 16:01 Britney Spears og barnsfaðir hennar Kevin Federline þegar þau mættu saman á viðburð árið 2004. Getty/J. Merritt Fyrrum eiginmaður og barnsfaðir Britney Spears, Kevin Federline, segir föður Britney hafa bjargað lífi hennar þegar hann tók af henni sjálfræðið og segir syni þeirra ekki vilja hitta mömmu sína. Hann kennir meðal annars þeim myndum sem Britney kýs að deila á Instagram um þá ákvörðun. Britney er sár og ósátt með ummæli Kevins og tjáði sig opinberlega um það á Instagram miðli sínum. Eiginmaður hennar Sam Asghari tók einnig í sama streng og eiginkona sína og sagði það sýna innri mann Kevins að styðja við þrettán ára sjálfræðissviptinguna. Kevin segist finna til með strákunum Í viðtali við Daily Mail sagði Kevin: „Strákarnir hafa ákveðið að þeir vilji ekki hitta hana núna. Það eru nokkrir mánuðir síðan þeir sáu hana síðast. Þeir tóku þá ákvörðun að fara ekki í brúðkaupið hennar." Kevin sagðist einnig eiga erfitt með að útskýra ákvörðun móður þeirra um að birta myndir þar sem hún klæðist lítið af fötum á netinu fyrir sonum sínum tveimur: „Það er kannski bara önnur leið sem hún notar til að reyna að tjá sig,“ segist hann hafa sagt við syni sína í viðtalinu við The Daily Mail. „En það breytir því ekki hvað það gerir þeim. Þetta er erfitt. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera unglingur og þurfa að fara í menntaskóla." Britney Spears og Kevin Federline þegar allt virtist leika í lyndi.Getty/Jeffrey Mayer Segir Jamie Spears hafa bjargað lífi hennar Kevin segist ekki hafa neitt á móti Jamie, föður Britney: „Ég sá þennan mann sem var virkilega annt um fjölskylduna sína og vildi að allt væri í lagi,“ sagði Kevin um fyrrum tengdaföður sinn. „Þegar Jamie tók við komst allt í lag. Hann bjargaði lífi hennar." Hann segir syni þeirra þó hafa haft margar spurningar um sjálfræðisdeiluna sem átti sér stað síðustu ár: „Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að mamma þeirra þyrfti hjálp, þú veist, og að fólkið var að eiga þátt í því að reyna að láta það gerast, til að gera það betra," Synir Kevin og Britney eru eins og er með nálgunarbann gegn afa sínum Jamie eftir að hann lenti í líkamlegum átökum við Sean Preston árið 2019, sem þá var aðeins þrettán ára. „Ég myndi algerlega bjóða Jamie Spears velkominn aftur í líf strákanna. Sérstaklega ef það væri það sem strákarnir vildu," sagði hann og bætti við: „Ég hef engar slæmar tilfinningar til Jamie Spears.“ Britney er sár Á Instagram miðli sínum kom Britney með yfirlýsingu í story um viðtalið sem barnsfaðir hennar fór í. „Það hryggir mig að heyra að fyrrverandi eiginmaður minn hafi ákveðið að ræða sambandið milli mín og barna minna,“ sagði hún. „Líkt og við vitum öll er aldrei auðvelt fyrir neinn að ala upp unglingsstráka. Það veldur mér áhyggjum að ástæðan sem hann gefur upp sé byggð á Instagramminu mínu. Það var LÖNGU á undan Instagram," segir hún um samband sitt við syni sína og bætti við: „Aðeins eitt orð: SÁRT." Hjónin Britney og Sam eru ósátt með orð Kevins.Getty/Axelle/Bauer-Griffin Hvetur þau til þess að horfa á Big Booty Auk þess að tjá sig í story á miðlinum setti hún einnig inn færslu þar sem stóð meðal annars: „Ég minni á að áföllin og móðgunin sem fylgja frægðinni og þessum málum hafa ekki bara áhrif á mig heldur líka börnin mín!!!!!,“ skrifaði hún þar. „Ég er bara mennsk og ég hef gert mitt besta...ég vil satt best að segja deila skoðunum mínum!!!! Ég vil gerast svo djörf að biðja Federline hjónin að horfi á BIG BOOTY VIDEOIÐ!!! Aðrir listamenn hafa gert miklu verri hluti þegar börnin þeirra voru mjög ung!!!“ Segir hún og vitnar þar myndbandið við lagið Big Booty með Megan Thee Stallion og Gucci Mane. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Sam styður sína konu „Það er ekkert réttmæti í yfirlýsingu hans um að krakkarnir hafi fjarlægt sig og það er óábyrgt að koma opinberlega með þá yfirlýsingu,“ sagði Sam einnig á sínum persónulega miðli og bætti við: „Strákarnir eru mjög klárir og verða bráðum 18 ára og geta tekið sínar eigin ákvarðanir og gætu á endanum áttað sig á því að „erfiði“ hlutinn var að eiga föður, sem hefur ekki unnið mikið í meira en 15 ár, sem fyrirmynd.“ Sam segist ekki þekkja Kevin persónulega en segist ekkert hafa á móti honum annað en það að hann sé að láta konuna sína líta út fyrir að vera illmenni. Hann segir persónuleika Kevins skína í gegn með því að hann samþykki þessa grimmu sjálfræðissviptingu sem Britney gekk í gegnum í þrettán ár og að hann sé að sína föður hennar Jamie stuðning. Hann segir alla sem styðja við frelsissviptinguna hafa rangt fyrir sér eða vera að græða á því. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Sam óskar honum alls hins besta „Ég óska honum alls hins besta og vona að hann hafi jákvæðari viðhorf í framtíðinni til með hagsmuni allra sem eiga í hlut að leiðarljósi.“ "En í bili: Haltu nafni konunnar minnar út úr munninum á þér," segir Sam og vitnar þar í orð Will Smith á Óskarnum fyrr á árinu. Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Britney Spears og Elton John sameina krafta sína Söngkonan Britney Spears virðist ætla að gefa út nýja tónlist og það með engan annan en Elton John sér við hlið. Samkvæmt heimildum Page Six hafa þau sameinað krafta sína í endurútgáfu af laginu „Tiny Dancer“ sem kom upphaflega út árið 1971. 26. júlí 2022 13:30 Britney ber á Instagram Poppstjarnan Britney Spears hefur á síðustu misserum birt myndir af sér í litlum klæðum á Instagram síðu sinni. Fyrr í dag fengu aðdáendur hennar að sjá nýja myndasyrpu frá Britney sem segist vera í Lundúnum. 21. júlí 2022 23:36 Faðir Britney lætur af forræði sínu yfir fjármálum hennar Jamie Spears, faðir tónlistarkonunnar Britney Spears, hefur ákveðið að láta af forræði yfir fjármálum hennar. Söngkonan hefur barist fyrir því undanfarin ár að fá stjórn á eigin lífi á nýjan leik. 12. ágúst 2021 21:26 Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22 Lofsyngur Britney þrátt fyrir að hafa ekki fengið boð í brúðkaupið Lynne Spears, móður Britney Spears, var ekki boðið í brúðkaup dóttur sinnar sem fram fór um helgina. Þrátt fyrir það fann hún sig knúna til að lofsyngja dóttur sína í ummælum undir Instagram-færslu Britney úr brúðkaupinu. Hvorki Jamie Spears, föður Britney, né Jamie Lynn Spears, systur hennar, var heldur boðið. 13. júní 2022 13:00 Britney Spears og Sam áttu drauma brúðkaupsdag þrátt fyrir innbrotið Poppstjarnan Britney Spears giftist ástinni sinni Sam Asghari í gær við athöfn sem fór fram á heimili hennar en líkt og greint hefur verið frá braust fyrrverandi eiginmaður hennar inn í brúðkaupið. Synir hennar Sean Preston og Jayden James voru ekki viðstaddir en gáfu út yfirlýsingu um að þeir væru ánægður fyrir hennar hönd. 10. júní 2022 13:32 Britney Spears á í miklum deilum við systur sína á samfélagsmiðlum Britney Spears hefur staðið opinberlega í deilum við systur sína Jamie-Lynn í gegnum miðla og ásakar hana um að nota sig til þess að selja nýju bókina sína. Britney hefur áður haldið því opinberlega fram að systir hennar hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna sem Britney þurfti að herja við föður sinn í heil 13 ár. 14. janúar 2022 12:30 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira
Britney er sár og ósátt með ummæli Kevins og tjáði sig opinberlega um það á Instagram miðli sínum. Eiginmaður hennar Sam Asghari tók einnig í sama streng og eiginkona sína og sagði það sýna innri mann Kevins að styðja við þrettán ára sjálfræðissviptinguna. Kevin segist finna til með strákunum Í viðtali við Daily Mail sagði Kevin: „Strákarnir hafa ákveðið að þeir vilji ekki hitta hana núna. Það eru nokkrir mánuðir síðan þeir sáu hana síðast. Þeir tóku þá ákvörðun að fara ekki í brúðkaupið hennar." Kevin sagðist einnig eiga erfitt með að útskýra ákvörðun móður þeirra um að birta myndir þar sem hún klæðist lítið af fötum á netinu fyrir sonum sínum tveimur: „Það er kannski bara önnur leið sem hún notar til að reyna að tjá sig,“ segist hann hafa sagt við syni sína í viðtalinu við The Daily Mail. „En það breytir því ekki hvað það gerir þeim. Þetta er erfitt. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera unglingur og þurfa að fara í menntaskóla." Britney Spears og Kevin Federline þegar allt virtist leika í lyndi.Getty/Jeffrey Mayer Segir Jamie Spears hafa bjargað lífi hennar Kevin segist ekki hafa neitt á móti Jamie, föður Britney: „Ég sá þennan mann sem var virkilega annt um fjölskylduna sína og vildi að allt væri í lagi,“ sagði Kevin um fyrrum tengdaföður sinn. „Þegar Jamie tók við komst allt í lag. Hann bjargaði lífi hennar." Hann segir syni þeirra þó hafa haft margar spurningar um sjálfræðisdeiluna sem átti sér stað síðustu ár: „Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að mamma þeirra þyrfti hjálp, þú veist, og að fólkið var að eiga þátt í því að reyna að láta það gerast, til að gera það betra," Synir Kevin og Britney eru eins og er með nálgunarbann gegn afa sínum Jamie eftir að hann lenti í líkamlegum átökum við Sean Preston árið 2019, sem þá var aðeins þrettán ára. „Ég myndi algerlega bjóða Jamie Spears velkominn aftur í líf strákanna. Sérstaklega ef það væri það sem strákarnir vildu," sagði hann og bætti við: „Ég hef engar slæmar tilfinningar til Jamie Spears.“ Britney er sár Á Instagram miðli sínum kom Britney með yfirlýsingu í story um viðtalið sem barnsfaðir hennar fór í. „Það hryggir mig að heyra að fyrrverandi eiginmaður minn hafi ákveðið að ræða sambandið milli mín og barna minna,“ sagði hún. „Líkt og við vitum öll er aldrei auðvelt fyrir neinn að ala upp unglingsstráka. Það veldur mér áhyggjum að ástæðan sem hann gefur upp sé byggð á Instagramminu mínu. Það var LÖNGU á undan Instagram," segir hún um samband sitt við syni sína og bætti við: „Aðeins eitt orð: SÁRT." Hjónin Britney og Sam eru ósátt með orð Kevins.Getty/Axelle/Bauer-Griffin Hvetur þau til þess að horfa á Big Booty Auk þess að tjá sig í story á miðlinum setti hún einnig inn færslu þar sem stóð meðal annars: „Ég minni á að áföllin og móðgunin sem fylgja frægðinni og þessum málum hafa ekki bara áhrif á mig heldur líka börnin mín!!!!!,“ skrifaði hún þar. „Ég er bara mennsk og ég hef gert mitt besta...ég vil satt best að segja deila skoðunum mínum!!!! Ég vil gerast svo djörf að biðja Federline hjónin að horfi á BIG BOOTY VIDEOIÐ!!! Aðrir listamenn hafa gert miklu verri hluti þegar börnin þeirra voru mjög ung!!!“ Segir hún og vitnar þar myndbandið við lagið Big Booty með Megan Thee Stallion og Gucci Mane. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Sam styður sína konu „Það er ekkert réttmæti í yfirlýsingu hans um að krakkarnir hafi fjarlægt sig og það er óábyrgt að koma opinberlega með þá yfirlýsingu,“ sagði Sam einnig á sínum persónulega miðli og bætti við: „Strákarnir eru mjög klárir og verða bráðum 18 ára og geta tekið sínar eigin ákvarðanir og gætu á endanum áttað sig á því að „erfiði“ hlutinn var að eiga föður, sem hefur ekki unnið mikið í meira en 15 ár, sem fyrirmynd.“ Sam segist ekki þekkja Kevin persónulega en segist ekkert hafa á móti honum annað en það að hann sé að láta konuna sína líta út fyrir að vera illmenni. Hann segir persónuleika Kevins skína í gegn með því að hann samþykki þessa grimmu sjálfræðissviptingu sem Britney gekk í gegnum í þrettán ár og að hann sé að sína föður hennar Jamie stuðning. Hann segir alla sem styðja við frelsissviptinguna hafa rangt fyrir sér eða vera að græða á því. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Sam óskar honum alls hins besta „Ég óska honum alls hins besta og vona að hann hafi jákvæðari viðhorf í framtíðinni til með hagsmuni allra sem eiga í hlut að leiðarljósi.“ "En í bili: Haltu nafni konunnar minnar út úr munninum á þér," segir Sam og vitnar þar í orð Will Smith á Óskarnum fyrr á árinu.
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Britney Spears og Elton John sameina krafta sína Söngkonan Britney Spears virðist ætla að gefa út nýja tónlist og það með engan annan en Elton John sér við hlið. Samkvæmt heimildum Page Six hafa þau sameinað krafta sína í endurútgáfu af laginu „Tiny Dancer“ sem kom upphaflega út árið 1971. 26. júlí 2022 13:30 Britney ber á Instagram Poppstjarnan Britney Spears hefur á síðustu misserum birt myndir af sér í litlum klæðum á Instagram síðu sinni. Fyrr í dag fengu aðdáendur hennar að sjá nýja myndasyrpu frá Britney sem segist vera í Lundúnum. 21. júlí 2022 23:36 Faðir Britney lætur af forræði sínu yfir fjármálum hennar Jamie Spears, faðir tónlistarkonunnar Britney Spears, hefur ákveðið að láta af forræði yfir fjármálum hennar. Söngkonan hefur barist fyrir því undanfarin ár að fá stjórn á eigin lífi á nýjan leik. 12. ágúst 2021 21:26 Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22 Lofsyngur Britney þrátt fyrir að hafa ekki fengið boð í brúðkaupið Lynne Spears, móður Britney Spears, var ekki boðið í brúðkaup dóttur sinnar sem fram fór um helgina. Þrátt fyrir það fann hún sig knúna til að lofsyngja dóttur sína í ummælum undir Instagram-færslu Britney úr brúðkaupinu. Hvorki Jamie Spears, föður Britney, né Jamie Lynn Spears, systur hennar, var heldur boðið. 13. júní 2022 13:00 Britney Spears og Sam áttu drauma brúðkaupsdag þrátt fyrir innbrotið Poppstjarnan Britney Spears giftist ástinni sinni Sam Asghari í gær við athöfn sem fór fram á heimili hennar en líkt og greint hefur verið frá braust fyrrverandi eiginmaður hennar inn í brúðkaupið. Synir hennar Sean Preston og Jayden James voru ekki viðstaddir en gáfu út yfirlýsingu um að þeir væru ánægður fyrir hennar hönd. 10. júní 2022 13:32 Britney Spears á í miklum deilum við systur sína á samfélagsmiðlum Britney Spears hefur staðið opinberlega í deilum við systur sína Jamie-Lynn í gegnum miðla og ásakar hana um að nota sig til þess að selja nýju bókina sína. Britney hefur áður haldið því opinberlega fram að systir hennar hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna sem Britney þurfti að herja við föður sinn í heil 13 ár. 14. janúar 2022 12:30 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira
Britney Spears og Elton John sameina krafta sína Söngkonan Britney Spears virðist ætla að gefa út nýja tónlist og það með engan annan en Elton John sér við hlið. Samkvæmt heimildum Page Six hafa þau sameinað krafta sína í endurútgáfu af laginu „Tiny Dancer“ sem kom upphaflega út árið 1971. 26. júlí 2022 13:30
Britney ber á Instagram Poppstjarnan Britney Spears hefur á síðustu misserum birt myndir af sér í litlum klæðum á Instagram síðu sinni. Fyrr í dag fengu aðdáendur hennar að sjá nýja myndasyrpu frá Britney sem segist vera í Lundúnum. 21. júlí 2022 23:36
Faðir Britney lætur af forræði sínu yfir fjármálum hennar Jamie Spears, faðir tónlistarkonunnar Britney Spears, hefur ákveðið að láta af forræði yfir fjármálum hennar. Söngkonan hefur barist fyrir því undanfarin ár að fá stjórn á eigin lífi á nýjan leik. 12. ágúst 2021 21:26
Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22
Lofsyngur Britney þrátt fyrir að hafa ekki fengið boð í brúðkaupið Lynne Spears, móður Britney Spears, var ekki boðið í brúðkaup dóttur sinnar sem fram fór um helgina. Þrátt fyrir það fann hún sig knúna til að lofsyngja dóttur sína í ummælum undir Instagram-færslu Britney úr brúðkaupinu. Hvorki Jamie Spears, föður Britney, né Jamie Lynn Spears, systur hennar, var heldur boðið. 13. júní 2022 13:00
Britney Spears og Sam áttu drauma brúðkaupsdag þrátt fyrir innbrotið Poppstjarnan Britney Spears giftist ástinni sinni Sam Asghari í gær við athöfn sem fór fram á heimili hennar en líkt og greint hefur verið frá braust fyrrverandi eiginmaður hennar inn í brúðkaupið. Synir hennar Sean Preston og Jayden James voru ekki viðstaddir en gáfu út yfirlýsingu um að þeir væru ánægður fyrir hennar hönd. 10. júní 2022 13:32
Britney Spears á í miklum deilum við systur sína á samfélagsmiðlum Britney Spears hefur staðið opinberlega í deilum við systur sína Jamie-Lynn í gegnum miðla og ásakar hana um að nota sig til þess að selja nýju bókina sína. Britney hefur áður haldið því opinberlega fram að systir hennar hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna sem Britney þurfti að herja við föður sinn í heil 13 ár. 14. janúar 2022 12:30