Upphitun fyrir 12. umferð: „Meira ætlast til þess að stelpur hætti bara“ Sindri Sverrisson skrifar 8. ágúst 2022 15:00 Agla María Albertsdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir hituðu upp fyrir leiki 12. umferðar Bestu deildarinnar. Stöð 2 Sport Agla María Albertsdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir verða í sviðsljósinu á morgun í stórleik 12. umferðar Bestu deildarinnar í fótbolta. Helena Ólafsdóttir fékk þær til að hita upp fyrir leiki umferðarinnar. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en þar ræddu þær Agla María og Málfríður Erna um ýmislegt tengt sínum ferli en rýndu sömuleiðis í leiki umferðarinnar og spáðu í spilin. Klippa: Besta upphitunin fyrir 12. umferð 12. umferð Bestu deildar Þriðjudagur 9. ágúst: 17.30 ÍBV – KR (Stöð 2 Sport) 17.30 Þór/KA – Afturelding 19.15 Keflavík – Valur 20.00 Stjarnan – Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Þróttur R. – Selfoss 22.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) „Meiri pressa frá öðrum á að maður hætti“ Málfríður er þriggja barna móðir, með börn á aldrinum 8-13 ára, en þrátt fyrir fjarveruna sem fylgdi þremur meðgöngum er hún næstleikjahæst í sögu efstu deildar, með 271 leik. Málfríður er 38 ára gömul og hefur ásamt Önnu Maríu Baldursdóttur skipað reynslumikið og afar öflugt miðvarðapar í sumar. Hún segist hins vegar langþreytt á stöðugum spurningum í gegnum tíðina um það hvort að hún sé að fara að leggja skóna á hilluna: „Það eru svo margir aðrir sem ætlast til að maður hætti. Það er eiginlega meiri pressa frá öðrum á að maður hætti, en frá manni sjálfum. Það er alltaf eitthvað: „jæja, er þetta ekki komið gott?“ Það er meira ætlast til þess að stelpur hætti bara. Á meðan er svo sjálfsagt að strákar séu áfram,“ segir Málfríður. „Á tímabili missti ég sjálf sjálfstraustið í að ég gæti þetta, því það voru alltaf allir aðrir að segja mér að ég væri orðin of gömul,“ bætir hún við en nánar er rætt við Málfríði í þættinum hér að ofan. „Vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim“ Agla María er komin heim og strax byrjuð að skora aftur fyrir Breiðablik, sem lánsmaður frá Häcken í Svíþjóð. Þar fékk hún lítið að spila fyrstu mánuðina hjá sínu nýja félagi en hún skrifaði undir samning til þriggja ára við Häcken. „Þetta er búið að vera jákvætt og neikvætt. Ég er ekki búin að fá nægilega mikinn spiltíma, ekki þann sem ég bjóst við og var meðal annars forsenda fyrir því að ég kom út. Það voru vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim og vita að ég myndi spila alla leiki,“ segir Agla María sem hafði fleiri kosti að velja úr í vetur: „Það voru frekar margir möguleikar í stöðunni en þarna er allt mjög professional í kringum liðið. Þetta er atvinnumannalið og það eru ekki mörg þannig lið í Svíþjóð. Allt í kringum þetta er mjög professional og flott, og það heillaði mig. Ég hélt líka að þetta væri ekki of stórt skref fyrir mig, svo það spilaði inn í, en það voru klárlega fleiri möguleikar í stöðunni.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en þar ræddu þær Agla María og Málfríður Erna um ýmislegt tengt sínum ferli en rýndu sömuleiðis í leiki umferðarinnar og spáðu í spilin. Klippa: Besta upphitunin fyrir 12. umferð 12. umferð Bestu deildar Þriðjudagur 9. ágúst: 17.30 ÍBV – KR (Stöð 2 Sport) 17.30 Þór/KA – Afturelding 19.15 Keflavík – Valur 20.00 Stjarnan – Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Þróttur R. – Selfoss 22.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) „Meiri pressa frá öðrum á að maður hætti“ Málfríður er þriggja barna móðir, með börn á aldrinum 8-13 ára, en þrátt fyrir fjarveruna sem fylgdi þremur meðgöngum er hún næstleikjahæst í sögu efstu deildar, með 271 leik. Málfríður er 38 ára gömul og hefur ásamt Önnu Maríu Baldursdóttur skipað reynslumikið og afar öflugt miðvarðapar í sumar. Hún segist hins vegar langþreytt á stöðugum spurningum í gegnum tíðina um það hvort að hún sé að fara að leggja skóna á hilluna: „Það eru svo margir aðrir sem ætlast til að maður hætti. Það er eiginlega meiri pressa frá öðrum á að maður hætti, en frá manni sjálfum. Það er alltaf eitthvað: „jæja, er þetta ekki komið gott?“ Það er meira ætlast til þess að stelpur hætti bara. Á meðan er svo sjálfsagt að strákar séu áfram,“ segir Málfríður. „Á tímabili missti ég sjálf sjálfstraustið í að ég gæti þetta, því það voru alltaf allir aðrir að segja mér að ég væri orðin of gömul,“ bætir hún við en nánar er rætt við Málfríði í þættinum hér að ofan. „Vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim“ Agla María er komin heim og strax byrjuð að skora aftur fyrir Breiðablik, sem lánsmaður frá Häcken í Svíþjóð. Þar fékk hún lítið að spila fyrstu mánuðina hjá sínu nýja félagi en hún skrifaði undir samning til þriggja ára við Häcken. „Þetta er búið að vera jákvætt og neikvætt. Ég er ekki búin að fá nægilega mikinn spiltíma, ekki þann sem ég bjóst við og var meðal annars forsenda fyrir því að ég kom út. Það voru vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim og vita að ég myndi spila alla leiki,“ segir Agla María sem hafði fleiri kosti að velja úr í vetur: „Það voru frekar margir möguleikar í stöðunni en þarna er allt mjög professional í kringum liðið. Þetta er atvinnumannalið og það eru ekki mörg þannig lið í Svíþjóð. Allt í kringum þetta er mjög professional og flott, og það heillaði mig. Ég hélt líka að þetta væri ekki of stórt skref fyrir mig, svo það spilaði inn í, en það voru klárlega fleiri möguleikar í stöðunni.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
12. umferð Bestu deildar Þriðjudagur 9. ágúst: 17.30 ÍBV – KR (Stöð 2 Sport) 17.30 Þór/KA – Afturelding 19.15 Keflavík – Valur 20.00 Stjarnan – Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Þróttur R. – Selfoss 22.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira