Covid-fjörinu að ljúka hjá leikjaframleiðendum Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2022 16:46 Fólk virðist spila minna af tölvuleikjum núna, samanborið við síðustu tvö ár. Getty Heimsbúar spila minna af tölvuleikjum, eftir að spilunin jókst til muna á tímum Covid. Nú er fólk í meira mæli að leggja frá sér fjarstýringarnar og fara úr húsi. Áhrifin á leikjaframleiðendur eru mikil, þó staðan sé betri en hún var fyrir heimsfaraldurinn. Vöxtur í leikjaiðnaðinum hefur minnkað töluvert eða jafnvel dregist saman, samkvæmt frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur). Þessi samdráttur á sölu og áhuga er einnig rakinn til þess að lítið hefur verið um stóra drætti varðandi tölvuleikjaútgáfu að undanförnu. Forsvarsmenn Activision Blizzard, sem Microsoft er að kaupa fyrir um 75 milljarða dala (sem samsvarar nú rúmum tíu billjónum króna), sögðu frá því í síðustu viku að sala og tekjur hafi dregist saman í síðasta ársfjórðungi. Svipað var upp á teningnum hjá leikjarisunum Electronic Arts, Ubisoft og Take Two Interactive Software. „Nýja normið er betra en það var fyrir faraldurinn en heldur þó ekki í við vonir okkar,“ sagði Strauss Zelnick, yfirmaður Take Two við WSJ. Forsvarsmenn Sony, Nintendo og Microsoft sögðu frá því fyrr í sumar að tekjur fyrirtækjanna af sölu tölvuleikja hefðu dregist saman. Samkvæmt frétt CNBC vörðu Bandaríkjamenn 12,4 milljörðum dala í tölvuleiki á öðrum fjórðungi þessa árs og er það samdráttur um þrettán prósent frá sama tímabili í fyrra. Sony sagði frá því í júní að sá tími sem fólk verji í að spila tölvuleiki í PlayStation-leikjatölvum hefði dregist saman um fimmtán prósent á milli ára. Leikjaiðnaðurinn er gríðarlega stór og hefur vaxið til muna á undanförnum árum. Forsvarsmenn iðnaðarins, hafa þó áhyggjur af því að staðan muni versna á næstu misserum. Greiningafyrirtæki sem CNBC vitnar í spáir því að á þessu ári verði velta leikjamarkaðsins um 188 milljarðar dala. Það myndi þýða samdrátt um 1,2 prósent og yrði það í fyrsta sinn sem slíkur samdráttur yrði á markaðnum. WSJ vitnar þó í annað fyrirtæki sem segir að veltan muni aukast um 2,1 prósent. Það yrði þó töluverð minnkun á vexti en árið 2021 jókst veltan um 7,6 prósent og 24,6 árið 2020. Þá spáir fyrirtækið því að tölvuleikjaspilurum muni fjölga um 4,6 prósent á árinu og verða 3,2 milljarðar. Leikjavísir Tengdar fréttir Kona í aðalhlutverki og færri niðrandi brandarar í GTA VI Grand Theft Auto VI verður fyrsti leikur tölvuleikjaseríunnar vinsælu með konu í stóru aðalhlutverki. Persónuvalið er hluti af yfirstandandi menningarbreytingu innan Rockstar Games sem framleiðir leikinn en fyrirtækið ætlar jafnframt að fækka niðrandi bröndurum um jaðarhópa í leiknum. 29. júlí 2022 11:49 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Vöxtur í leikjaiðnaðinum hefur minnkað töluvert eða jafnvel dregist saman, samkvæmt frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur). Þessi samdráttur á sölu og áhuga er einnig rakinn til þess að lítið hefur verið um stóra drætti varðandi tölvuleikjaútgáfu að undanförnu. Forsvarsmenn Activision Blizzard, sem Microsoft er að kaupa fyrir um 75 milljarða dala (sem samsvarar nú rúmum tíu billjónum króna), sögðu frá því í síðustu viku að sala og tekjur hafi dregist saman í síðasta ársfjórðungi. Svipað var upp á teningnum hjá leikjarisunum Electronic Arts, Ubisoft og Take Two Interactive Software. „Nýja normið er betra en það var fyrir faraldurinn en heldur þó ekki í við vonir okkar,“ sagði Strauss Zelnick, yfirmaður Take Two við WSJ. Forsvarsmenn Sony, Nintendo og Microsoft sögðu frá því fyrr í sumar að tekjur fyrirtækjanna af sölu tölvuleikja hefðu dregist saman. Samkvæmt frétt CNBC vörðu Bandaríkjamenn 12,4 milljörðum dala í tölvuleiki á öðrum fjórðungi þessa árs og er það samdráttur um þrettán prósent frá sama tímabili í fyrra. Sony sagði frá því í júní að sá tími sem fólk verji í að spila tölvuleiki í PlayStation-leikjatölvum hefði dregist saman um fimmtán prósent á milli ára. Leikjaiðnaðurinn er gríðarlega stór og hefur vaxið til muna á undanförnum árum. Forsvarsmenn iðnaðarins, hafa þó áhyggjur af því að staðan muni versna á næstu misserum. Greiningafyrirtæki sem CNBC vitnar í spáir því að á þessu ári verði velta leikjamarkaðsins um 188 milljarðar dala. Það myndi þýða samdrátt um 1,2 prósent og yrði það í fyrsta sinn sem slíkur samdráttur yrði á markaðnum. WSJ vitnar þó í annað fyrirtæki sem segir að veltan muni aukast um 2,1 prósent. Það yrði þó töluverð minnkun á vexti en árið 2021 jókst veltan um 7,6 prósent og 24,6 árið 2020. Þá spáir fyrirtækið því að tölvuleikjaspilurum muni fjölga um 4,6 prósent á árinu og verða 3,2 milljarðar.
Leikjavísir Tengdar fréttir Kona í aðalhlutverki og færri niðrandi brandarar í GTA VI Grand Theft Auto VI verður fyrsti leikur tölvuleikjaseríunnar vinsælu með konu í stóru aðalhlutverki. Persónuvalið er hluti af yfirstandandi menningarbreytingu innan Rockstar Games sem framleiðir leikinn en fyrirtækið ætlar jafnframt að fækka niðrandi bröndurum um jaðarhópa í leiknum. 29. júlí 2022 11:49 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Kona í aðalhlutverki og færri niðrandi brandarar í GTA VI Grand Theft Auto VI verður fyrsti leikur tölvuleikjaseríunnar vinsælu með konu í stóru aðalhlutverki. Persónuvalið er hluti af yfirstandandi menningarbreytingu innan Rockstar Games sem framleiðir leikinn en fyrirtækið ætlar jafnframt að fækka niðrandi bröndurum um jaðarhópa í leiknum. 29. júlí 2022 11:49
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent