Innlent

Sjósunds­maðurinn fannst látinn

Eiður Þór Árnason skrifar
Leit hófst eftir að hann skilaði sér ekki í land.
Leit hófst eftir að hann skilaði sér ekki í land.

Sjósundsmaður sem leitað var að út fyrir Langasandi við Akranes í gær fannst látinn. Þetta staðfestir lögreglan á Vesturlandi en maðurinn hafði verið ásamt öðrum við sjósund. Leit hófst eftir að hann skilaði sér ekki í land. 

Útkall barst vegna málsins á níunda tímanum í gærkvöldi og tók þyrla Landhelgisgæslunnar um tíma þátt í leitinni. Um fimmtíu björgunarsveitarmenn komu að leitinni ásamt lögreglu og þyrluáhöfn Landhelgisgæslunar. 

Aðgerðinni lauk um klukkan tvö í nótt, að sögn Ásmund­ar K.R. Ásmundarsonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi. 


Tengdar fréttir

Leita að sjósunds­manni við Akra­nes

Björgunarsveitir leita nú að sjósundsmanni úti fyrir Langasandi við Akranes. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á flugi á svæðinu og aðstoðar við leitina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×