Gagnaleki í skoðun hjá Reykjavíkurborg Árni Sæberg skrifar 10. ágúst 2022 12:09 Dagbjört Hákonardóttir er persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Vísir Upp hefur komið gagnaleki hjá vefþjónustu sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa notað í nokkrum mæli. Persónuverndarfulltrúi borgarinnar vinnur nú að því að leggja mat á umfang og eðli brestsins í samstarfi við upplýsingatæknisvið borgarinnar. Í tilkynningu á starfsmannavef borgarinnar, sem Vísir hefur undir höndum, segir að lekinn hafi komið upp í QuestionPro, veflausn sem gerir fólki kleift að gera og senda út skoðanakannanir, sem nokkuð hafi verið notuð af starfsfólki borgarinnar. Þar segir að samkvæmt athugun upplýsingatæknisviðs liggi fyrir að nokkuð af upplýsingum hafi orðið aðgengilegar óviðkomandi aðilum, þar á meðal tölvupóstföng og niðurstöður kannana. „Fyrir liggur að netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar falla þar undir, en ekki er vitað hvort hið sama eigi við um niðurstöður kannana á vegum starfsfólks borgarinnar,“ segir í tilkynningunni. Starfsmenn varist svikapósta Í tilkynningunni segir að í framhaldi af gagnaleka sem sé hætt við að aukning verði í tilraunum til að senda svikapósta. Því er starfsfólk beðið um að vera vel á varðbergi og tilkynna með viðeigandi leiðum ef grunur vaknar um svikapósta. Þá minnir upplúsingasvið starfsfólk á að nota einungis samþykktar lausnir til framkvæmdar á verkefnum sínum. Óskar Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs, segir í samtali við Vísi að QuestionPro sé ekki samþykkt af upplýsingatæknisviði. Því hafi borgin ekkert með lekan sem slíkan að gera. Gagnalekar óumflýjanlegir í nútímasamfélagi Sem áður segir vinnur persónuverndarfulltrúi borgarinnar nú að því að leggja mat á lekann. Dagbjört Hákonardóttir persónuverndarfulltrúi segir í samtali við Vísi að hún geti litlar upplýsingar veitt um lekann þar sem málið sé á viðkvæmu stigi auk þess að hún hafi ekki upplýsingar um tæknilegar hliðar hans. Hún segir að gagnalekar sem þessi séu óumflýjanlegir í nútímasamfélagi og að markmið persónuverndarfulltrúa og upplýsingatæknisviðs að lágmarka skaða sem verður af þeim. Hún hafi 72 klukkstundir frá því að upp kemst um leka til að ákveða hvort tilkynna þurfi Persónuvernd um hann. Reykjavíkurborg tilkynni Persónuvernd um mögulega öryggisbresti oftast allra. Friðþjófur Bergmann, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi nýti sér þjónustu QuestionPro og því séu mun fleiri netföng undir en netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar. Hann segir að helsta hættan af gagnalekum sem þessum vera að tölvuþrjótar nota netföng sem þeir komast yfir til að senda svikapósta. Því þurfi fólk að hafa varann á. Þá segir hann að ekki sé óalgengt að lekar sem þessi verði og netföng séu notuð til að senda svikapósta. Álíka atvik hafi orðið í maí en borgin hafi ekki merkt aukningu í því að fólk falli fyrir svikapóstum og tekist hafi að verjast tölvuþrjótum vel. Netöryggi Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Í tilkynningu á starfsmannavef borgarinnar, sem Vísir hefur undir höndum, segir að lekinn hafi komið upp í QuestionPro, veflausn sem gerir fólki kleift að gera og senda út skoðanakannanir, sem nokkuð hafi verið notuð af starfsfólki borgarinnar. Þar segir að samkvæmt athugun upplýsingatæknisviðs liggi fyrir að nokkuð af upplýsingum hafi orðið aðgengilegar óviðkomandi aðilum, þar á meðal tölvupóstföng og niðurstöður kannana. „Fyrir liggur að netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar falla þar undir, en ekki er vitað hvort hið sama eigi við um niðurstöður kannana á vegum starfsfólks borgarinnar,“ segir í tilkynningunni. Starfsmenn varist svikapósta Í tilkynningunni segir að í framhaldi af gagnaleka sem sé hætt við að aukning verði í tilraunum til að senda svikapósta. Því er starfsfólk beðið um að vera vel á varðbergi og tilkynna með viðeigandi leiðum ef grunur vaknar um svikapósta. Þá minnir upplúsingasvið starfsfólk á að nota einungis samþykktar lausnir til framkvæmdar á verkefnum sínum. Óskar Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs, segir í samtali við Vísi að QuestionPro sé ekki samþykkt af upplýsingatæknisviði. Því hafi borgin ekkert með lekan sem slíkan að gera. Gagnalekar óumflýjanlegir í nútímasamfélagi Sem áður segir vinnur persónuverndarfulltrúi borgarinnar nú að því að leggja mat á lekann. Dagbjört Hákonardóttir persónuverndarfulltrúi segir í samtali við Vísi að hún geti litlar upplýsingar veitt um lekann þar sem málið sé á viðkvæmu stigi auk þess að hún hafi ekki upplýsingar um tæknilegar hliðar hans. Hún segir að gagnalekar sem þessi séu óumflýjanlegir í nútímasamfélagi og að markmið persónuverndarfulltrúa og upplýsingatæknisviðs að lágmarka skaða sem verður af þeim. Hún hafi 72 klukkstundir frá því að upp kemst um leka til að ákveða hvort tilkynna þurfi Persónuvernd um hann. Reykjavíkurborg tilkynni Persónuvernd um mögulega öryggisbresti oftast allra. Friðþjófur Bergmann, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi nýti sér þjónustu QuestionPro og því séu mun fleiri netföng undir en netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar. Hann segir að helsta hættan af gagnalekum sem þessum vera að tölvuþrjótar nota netföng sem þeir komast yfir til að senda svikapósta. Því þurfi fólk að hafa varann á. Þá segir hann að ekki sé óalgengt að lekar sem þessi verði og netföng séu notuð til að senda svikapósta. Álíka atvik hafi orðið í maí en borgin hafi ekki merkt aukningu í því að fólk falli fyrir svikapóstum og tekist hafi að verjast tölvuþrjótum vel.
Netöryggi Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira