Sveinn svarar Arnari: „Alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2022 15:54 Sveinn Arnarsson Arnar Grétarsson Úr einkasafni/Vísir/Diego Sveinn Arnarsson, fjórði dómari í leik KA og KR í Bestu deild karla á dögunum, hefur svarað ummælum Arnars Grétarssonar, sem sá síðarnefndi lét falla í Þungavigtinni í dag. Arnar fékk að líta rautt spjald undir lok leiks liðanna þar sem hann lét ófögur orð falla um Svein. Arnar gekkst við því að hafa farið yfir strikið og hagað sér „gríðarlega illa“ í viðtali í Þungavigtinni í dag. Fyrr í þessari viku var svo greint frá því að Arnar hefði verið úrskurðaður í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Þá fékk KA hundrað þúsund króna sekt vegna framkomu Arnars. Sveinn segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, hafa beðið sig afsökunar á því sem átti sér stað eftir leik liðanna. Sævar hafi svo beðið Svein um að hitta sig en þá rákust þeir Sveinn og Arnar á hvorn annan, daginn eftir leik, þar sem Arnar vísaði honum á dyr í KA-heimilinu, líkt og Arnar rak í viðtali dagsins. Sveinn var þá að fara með tíu ára dreng sinn á æfingu hjá KA og nýtti þá tækifærið til að sjá hvort Sævar væri við á skrifstofu KA, til að verða við beiðni hans um fund. „Ég náði mér því næst í kaffibolla og þar næst gáði ég hvort framkvæmdastjórinn væri við. Á þeim tíma kom þjálfari KA að mér. Þau orð sem þar voru látin falla í minn garð voru alls ekki neitt kurteisishjal. Hegðun sem þessi, bæði á knattspyrnuvelli og sér í lagi daginn eftir leik, er ekki íslenskri knattspyrnu til framdráttar.“ segir Sveinn í stöðuuppfærslu á Facebook. Arnar sagði í dag að hann hafi litið svo á að Sveinn hefði mætt í KA-heimilið í þeim tilgangi að strá salti í sár hans. „Heilt yfir leggja dómarar það ekki í vana sinn, og ég tala nú ekki um eftir svona atvik, fara beint upp og að nudda salti í sárin. Eina sem ég gerði var að vísa honum út og spurði hann hvort hann hefði ekki átt að halda sig fjarri og gefa manni allavega dag til að jafna sig á hlutunum.“ sagði Arnar í Þungavigtinni. Þetta tekur Sveinn fyrir, með vísan í það sem segir að ofan, hann hafi verið þarna að ósk Sævars framkvæmdastjóra og hafi því ekki haft í hyggju að rekast á Arnar. „Það er því alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár nokkurs manns. Ég einfaldlega tók við afsökunarbeiðni og mælti mér mót við frkv.stjóra áður en ég ætlaði að horfa á barn mitt æfa knattspyrnu. Menn verða að taka ábyrgð á eigin hegðum með öðrum hætti en að gera það eitthvað tortryggilegt að ég sé í KA-heimilinu daginn eftir leik, þegar ég kom þangað annars vegar með son minn á æfingu og hins vegar til að hitta á frkv. stjóra félagsins, sem getur staðfest það.“ segir Sveinn sem veltir jafnframt vöngum yfir því að umræða um íslenskan fótbolta hverfist um 38 ára fjölskylduföður norðan heiða. Stöðuuppfærslu Sveins af Facebook má sjá í heild sinni að ofan. Besta deild karla KA Akureyri Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Arnar fékk að líta rautt spjald undir lok leiks liðanna þar sem hann lét ófögur orð falla um Svein. Arnar gekkst við því að hafa farið yfir strikið og hagað sér „gríðarlega illa“ í viðtali í Þungavigtinni í dag. Fyrr í þessari viku var svo greint frá því að Arnar hefði verið úrskurðaður í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Þá fékk KA hundrað þúsund króna sekt vegna framkomu Arnars. Sveinn segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, hafa beðið sig afsökunar á því sem átti sér stað eftir leik liðanna. Sævar hafi svo beðið Svein um að hitta sig en þá rákust þeir Sveinn og Arnar á hvorn annan, daginn eftir leik, þar sem Arnar vísaði honum á dyr í KA-heimilinu, líkt og Arnar rak í viðtali dagsins. Sveinn var þá að fara með tíu ára dreng sinn á æfingu hjá KA og nýtti þá tækifærið til að sjá hvort Sævar væri við á skrifstofu KA, til að verða við beiðni hans um fund. „Ég náði mér því næst í kaffibolla og þar næst gáði ég hvort framkvæmdastjórinn væri við. Á þeim tíma kom þjálfari KA að mér. Þau orð sem þar voru látin falla í minn garð voru alls ekki neitt kurteisishjal. Hegðun sem þessi, bæði á knattspyrnuvelli og sér í lagi daginn eftir leik, er ekki íslenskri knattspyrnu til framdráttar.“ segir Sveinn í stöðuuppfærslu á Facebook. Arnar sagði í dag að hann hafi litið svo á að Sveinn hefði mætt í KA-heimilið í þeim tilgangi að strá salti í sár hans. „Heilt yfir leggja dómarar það ekki í vana sinn, og ég tala nú ekki um eftir svona atvik, fara beint upp og að nudda salti í sárin. Eina sem ég gerði var að vísa honum út og spurði hann hvort hann hefði ekki átt að halda sig fjarri og gefa manni allavega dag til að jafna sig á hlutunum.“ sagði Arnar í Þungavigtinni. Þetta tekur Sveinn fyrir, með vísan í það sem segir að ofan, hann hafi verið þarna að ósk Sævars framkvæmdastjóra og hafi því ekki haft í hyggju að rekast á Arnar. „Það er því alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár nokkurs manns. Ég einfaldlega tók við afsökunarbeiðni og mælti mér mót við frkv.stjóra áður en ég ætlaði að horfa á barn mitt æfa knattspyrnu. Menn verða að taka ábyrgð á eigin hegðum með öðrum hætti en að gera það eitthvað tortryggilegt að ég sé í KA-heimilinu daginn eftir leik, þegar ég kom þangað annars vegar með son minn á æfingu og hins vegar til að hitta á frkv. stjóra félagsins, sem getur staðfest það.“ segir Sveinn sem veltir jafnframt vöngum yfir því að umræða um íslenskan fótbolta hverfist um 38 ára fjölskylduföður norðan heiða. Stöðuuppfærslu Sveins af Facebook má sjá í heild sinni að ofan.
Besta deild karla KA Akureyri Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira