Lífið

Grínistinn Teddy Ray látinn 32 ára að aldri

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Teddy Ray vakti mikla athygli fyrir uppistand sitt.
Teddy Ray vakti mikla athygli fyrir uppistand sitt. Skjáskot

Teddy Ray, uppistandari og internet-stjarna, er látinn, rúmum þremur vikum eftir að hafa fagnað 32 ára afmæli sínu.

Sjónvarpsstöðin Comedy Central staðfesti andlát Ray og deildi minningarorðum um hann á Twitter

Að sögn lögreglu lést Ray í heimahúsi í Rancho Mirage í Riverside-sýslu í Kaliforníu. Ekki er enn vitað hver dánarorsök hans var en samkvæmt Brandi Swan, fógeta í Riverside-sýslu, er verið að rannsaka andlátið.

Theodore Brown, eða Teddy Ray, vakti fyrst athygli fyrir nokkrum árum á Youtube þar sem hann varð að eins konar internet-persónu. Þaðan óx stjarna hans og hafði hann getið sér gott orð sem uppistandari undanfarin ár. Fyrir skömmu fékk hann svo hlutverk í grínþáttunum Wild-n-out sem eru sýndir á MTV.

Fjöldi aðdáenda hafa vottað Ray virðingu á samfélagsmiðlum og ýmsir kollegar Ray skrifað minningarorð um hann. Þar á meðal grínistarnir Katt Williams og Issa Rae.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×