Redknapp: Martinez of lítill til að spila í hjarta varnarinnar Hjörvar Ólafsson skrifar 14. ágúst 2022 09:00 Lisandro Martinez hefur verið í miklum vandræðum í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum með Manchester United. Vísir/Getty Jamie Redknapp, sérfræðingur Skysports um ensku úrvalsdeildina í fótbolta karla, telur að Manchester United geti ekki stillt argentínska leikmanninum Lisandro Martinez upp í hjarta varnarinnar ætli liðið að snúa taflinu sér í vil í næstu leikjum liðsins. Redknapp telur að andstæðingar Manchester United muni herja á Martinez með líkamlegum styrk leikmanna sins með góðum árangri. Martinez er lægsti varnarmaðurinn í deildinni en hann er 175 sentímetrar. „Jafn lágvaxinn leikmaður og Martinez er hefur ekki þann líkamlega styrk sem þarf að búa yfir til þess að spila sem miðvörður í ensku úrvalsdeildinni. Þetta getur virkað í hollensku efstu deildinni en ekki í þeirri ensku. Brighton afhjúpaði þennan veikleika í fyrstu umferðinni og Brentford notfærði sér líkamlega yfirburði sína í vítateignum. Liverpool mun gera slíkt hið sama um næstu helgi ef Erik ten Hag stillir honum áfram upp sem í miðri vörninni," sagði Redknapp á Skysports eftir leikinn. „Þetta er tæknilega góður leikmaður sem getur nýst liðinu vel á miðsvæðinu en þessi tilraun að nota hann sem miðvörð gekk ekki upp og þetta mun ekkert lagast," sagði hann enn fremur . Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, sagði í samtali við Skysports eftir frækinn sigur liðsins gegn Manchester United í gær að liðið hefði beitt fleiri löngum boltum en það gerði vanalega og beindi þeim að svæðum þar sem Martinez væri staddur. Lagt hafi verið upp með að sækja á Martinez og vinna einvígi við hann bæði í opnum leik sem og föstum leikatriðum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Redknapp telur að andstæðingar Manchester United muni herja á Martinez með líkamlegum styrk leikmanna sins með góðum árangri. Martinez er lægsti varnarmaðurinn í deildinni en hann er 175 sentímetrar. „Jafn lágvaxinn leikmaður og Martinez er hefur ekki þann líkamlega styrk sem þarf að búa yfir til þess að spila sem miðvörður í ensku úrvalsdeildinni. Þetta getur virkað í hollensku efstu deildinni en ekki í þeirri ensku. Brighton afhjúpaði þennan veikleika í fyrstu umferðinni og Brentford notfærði sér líkamlega yfirburði sína í vítateignum. Liverpool mun gera slíkt hið sama um næstu helgi ef Erik ten Hag stillir honum áfram upp sem í miðri vörninni," sagði Redknapp á Skysports eftir leikinn. „Þetta er tæknilega góður leikmaður sem getur nýst liðinu vel á miðsvæðinu en þessi tilraun að nota hann sem miðvörð gekk ekki upp og þetta mun ekkert lagast," sagði hann enn fremur . Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, sagði í samtali við Skysports eftir frækinn sigur liðsins gegn Manchester United í gær að liðið hefði beitt fleiri löngum boltum en það gerði vanalega og beindi þeim að svæðum þar sem Martinez væri staddur. Lagt hafi verið upp með að sækja á Martinez og vinna einvígi við hann bæði í opnum leik sem og föstum leikatriðum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira