Fleiri barir en börn í skólanum á Borgarfirði eystri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. ágúst 2022 08:03 Helgi Hlynur Ásgrímsson, íbúi á staðnum og sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi. Hann segir Borgarfjörð eystri nafla alheimsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru fleiri barir hérna en börn í skólanum“, segir sveitarstjórnarmaður Vinstri grænna í Múlaþingi en þá á hann við þorpið á Borgarfirði eystri. Mikil uppbygging er á staðnum, ekki síst í ferðaþjónustu og nú hafa fyrstu nýju íbúðarhúsin í fjörutíu ár verið byggð í þorpinu. Það er ótrúlega fallegt og gaman að koma á Borgarfjörð eystri, þetta litla fallega þorp með um 130 íbúum. Ferðaþjónustan setur stóran svip á staðinn. Helgi Hlynur hefur búið meira og minna allt sitt líf á staðnum og veit því því allt um staðinn. „Þetta er nafli alheimsins, þú þarft ekki meira en horfa í kringum þig og það er varla víðar á Íslandi, sem er fallegra en heldur en hér, segir Helgi Hlynur Ásgrímsson, íbúi á staðnum og sveitarstjórnarmaður. Helgi Hlynur segir að ferðaþjónusta á staðnum sé á blússandi siglingu. „Þetta er ekki alveg sjálfbært svona til lengdar eins og þetta er. Það eru sem sagt fleiri barir en börn í skólanum, en við verðum bara að vona að það lagist fljótlega. Það var verið að opna sjötta barinn í síðustu viku,“ segir Helgi Hlynur og hlær. Það er margt að sjá og skoða á Borgarfirði eystri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Hlynur er stoltur af höfninni á staðnum. „Hér var og hafa aldrei verið neitt annað en trillur þannig að við höfum aldrei lent í stóráföllum með kvóta, það hefur aldrei verið neinn kvóti. En það eru tuttugu trillur hérna og flestar á strandveiðum.“ Helgi Hlynur segir að Hafnarhólminn sé mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en þar er besta aðstaðan á Íslandi til að sjá lunda, það liggur við að það sé hægt að klappa honum í hólmanum. Hafnarhólminn er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en þar er besta aðstaðan á Íslandi til að sjá lunda, það liggur við að það sé hægt að klappa honum í hólmanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig sérðu samfélagið þróast hérna næstu fimmtán til tuttugu árin? „Ég vona að við náum þeim áfanga að það verði fleiri börn en barir einhvern tímann í framtíðinni. Það hefur verið að fjölga og það er verið að byggja hús í fyrsta skipti í 40 ár og ætli það sé ekki flutt inn í átta nýjar íbúðir á síðustu tveimur árum og nokkrar í byggingu.“ En hvernig er að heita Helgi Hlynur og að vera að tala við Magnús Hlyn? „Ég var beðin að koma hérna í viðtal af því að ég væri svo sérkennilegur og mér finnst það magnað því ég er ekkert vissum að við hefðum fundið öllu sérkennilegri mann að tala við mig, ég er ánægður með þetta,“ segir Helgi Hlynur og skellihlær. Hlynirnir, Magnús Hlynur og Helgi Hlynur.Aðsend Múlaþing Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það er ótrúlega fallegt og gaman að koma á Borgarfjörð eystri, þetta litla fallega þorp með um 130 íbúum. Ferðaþjónustan setur stóran svip á staðinn. Helgi Hlynur hefur búið meira og minna allt sitt líf á staðnum og veit því því allt um staðinn. „Þetta er nafli alheimsins, þú þarft ekki meira en horfa í kringum þig og það er varla víðar á Íslandi, sem er fallegra en heldur en hér, segir Helgi Hlynur Ásgrímsson, íbúi á staðnum og sveitarstjórnarmaður. Helgi Hlynur segir að ferðaþjónusta á staðnum sé á blússandi siglingu. „Þetta er ekki alveg sjálfbært svona til lengdar eins og þetta er. Það eru sem sagt fleiri barir en börn í skólanum, en við verðum bara að vona að það lagist fljótlega. Það var verið að opna sjötta barinn í síðustu viku,“ segir Helgi Hlynur og hlær. Það er margt að sjá og skoða á Borgarfirði eystri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Hlynur er stoltur af höfninni á staðnum. „Hér var og hafa aldrei verið neitt annað en trillur þannig að við höfum aldrei lent í stóráföllum með kvóta, það hefur aldrei verið neinn kvóti. En það eru tuttugu trillur hérna og flestar á strandveiðum.“ Helgi Hlynur segir að Hafnarhólminn sé mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en þar er besta aðstaðan á Íslandi til að sjá lunda, það liggur við að það sé hægt að klappa honum í hólmanum. Hafnarhólminn er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en þar er besta aðstaðan á Íslandi til að sjá lunda, það liggur við að það sé hægt að klappa honum í hólmanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig sérðu samfélagið þróast hérna næstu fimmtán til tuttugu árin? „Ég vona að við náum þeim áfanga að það verði fleiri börn en barir einhvern tímann í framtíðinni. Það hefur verið að fjölga og það er verið að byggja hús í fyrsta skipti í 40 ár og ætli það sé ekki flutt inn í átta nýjar íbúðir á síðustu tveimur árum og nokkrar í byggingu.“ En hvernig er að heita Helgi Hlynur og að vera að tala við Magnús Hlyn? „Ég var beðin að koma hérna í viðtal af því að ég væri svo sérkennilegur og mér finnst það magnað því ég er ekkert vissum að við hefðum fundið öllu sérkennilegri mann að tala við mig, ég er ánægður með þetta,“ segir Helgi Hlynur og skellihlær. Hlynirnir, Magnús Hlynur og Helgi Hlynur.Aðsend
Múlaþing Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira