Hvað gerði Sölvi Tryggva? Þórarinn Hjartarson skrifar 15. ágúst 2022 11:31 Fyrir skömmu kom út grein sem hélt því fram að Sölvi Tryggvason, sem var ásakaður um að hafa beitt vændiskonu ofbeldi, hafi verið sakaður um glæp sem annar maður framdi. Þetta segir Mannlíf hafa verið staðfest af lögreglunni. Miðað við samfélagslega spennustigið sem fylgdi ásökununum fyrir rúmu ári er vægast sagt áhugavert að fylgjast með látlausu viðbrögðunum sem fylgja þessum fréttum. Sölvi Tryggvason var hafður að athlægi í samfélaginu í kjölfar þess að hann sagði grátandi frá sinni hlið á ásökununum. Þar neitaði hann að vera sá sem sögusagnirnar fjölluðu um en hvarf úr kastljósinu eftir að frétt birtist í fjölmiðlum um að tvær konur hefðu kært hann fyrir ofbeldi. Miðað við nýlegar vendingar er vert að spyrja sig: Hvað gerði Sölvi Tryggva? Sérstaklega ættu þau sem voru hvað aðgangshörðust í því að telja fólk í trú um að fjölmiðlar væru að hygla Sölva (geranda) og viðhalda þöggunarmenningu í málefnum kynferðisbrota, að spyrja sig þeirrar spurningar. Þau sýna hins vegar tregðu til að tjá sig um málið og hafa látið þessar fréttir sem vind um eyru þjóta. Það er sorglegt þegar fólk nýtir sér réttindabaráttu til að hygla sjálfu sér. Krafa er gerð um að orðum þeirra skuli tekið sem heilögum sannleik, öll gagnrýni er bakslag og það er ósanngjarnt að telja málefnalegar rökræður um þessi mál vera boðlegar. Slíkar vangaveltur eru kveðnar í kútinn með vísan til kyns og kynþáttar viðkomandi. Þau sem þekkja ekki lögin einskorðast í þeirri trú að þau geti skorið úr um hverjir séu sekir og hverjir séu saklausir og að þeir sem hafa lagt kapp á að kynna sér lögin þekki þau í raun ekki neitt og nýti sér þau til að viðhalda óréttlæti gagnvart brotaþolum. Undirritaður veit ekki hvort Sölvi Tryggvason hafi gerst sekur um glæp eða ekki. En það breytir því ekki að ef satt reynist að Sölvi hafi verið sviptur lífsviðurværinu fyrir glæp sem annar maður framdi er vert fyrir marga að efast dálítið um eigið ágæti og horfa inn á við. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu kom út grein sem hélt því fram að Sölvi Tryggvason, sem var ásakaður um að hafa beitt vændiskonu ofbeldi, hafi verið sakaður um glæp sem annar maður framdi. Þetta segir Mannlíf hafa verið staðfest af lögreglunni. Miðað við samfélagslega spennustigið sem fylgdi ásökununum fyrir rúmu ári er vægast sagt áhugavert að fylgjast með látlausu viðbrögðunum sem fylgja þessum fréttum. Sölvi Tryggvason var hafður að athlægi í samfélaginu í kjölfar þess að hann sagði grátandi frá sinni hlið á ásökununum. Þar neitaði hann að vera sá sem sögusagnirnar fjölluðu um en hvarf úr kastljósinu eftir að frétt birtist í fjölmiðlum um að tvær konur hefðu kært hann fyrir ofbeldi. Miðað við nýlegar vendingar er vert að spyrja sig: Hvað gerði Sölvi Tryggva? Sérstaklega ættu þau sem voru hvað aðgangshörðust í því að telja fólk í trú um að fjölmiðlar væru að hygla Sölva (geranda) og viðhalda þöggunarmenningu í málefnum kynferðisbrota, að spyrja sig þeirrar spurningar. Þau sýna hins vegar tregðu til að tjá sig um málið og hafa látið þessar fréttir sem vind um eyru þjóta. Það er sorglegt þegar fólk nýtir sér réttindabaráttu til að hygla sjálfu sér. Krafa er gerð um að orðum þeirra skuli tekið sem heilögum sannleik, öll gagnrýni er bakslag og það er ósanngjarnt að telja málefnalegar rökræður um þessi mál vera boðlegar. Slíkar vangaveltur eru kveðnar í kútinn með vísan til kyns og kynþáttar viðkomandi. Þau sem þekkja ekki lögin einskorðast í þeirri trú að þau geti skorið úr um hverjir séu sekir og hverjir séu saklausir og að þeir sem hafa lagt kapp á að kynna sér lögin þekki þau í raun ekki neitt og nýti sér þau til að viðhalda óréttlæti gagnvart brotaþolum. Undirritaður veit ekki hvort Sölvi Tryggvason hafi gerst sekur um glæp eða ekki. En það breytir því ekki að ef satt reynist að Sölvi hafi verið sviptur lífsviðurværinu fyrir glæp sem annar maður framdi er vert fyrir marga að efast dálítið um eigið ágæti og horfa inn á við. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun