Lán í óláni að Tómas skyldi hafa rotast í miðjum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 11:31 Tómas Meyer er mikill FH-ingur. Einkasafn Tómas Meyer, knattspyrnudómari meðal annars, rotaðist í leik nýverið eftir að hafa fengið bolta í höfuðið. Tómas var fluttur með hraði upp á sjúkrahús enda féll hann meðvitundarlaus til jarðar. Nú hefur komið á daginn að höfuðhöggið hafi verið hálfgert lán í óláni. Tómas fór yfir stöðu mála í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem er á X977 alla laugardaga. Þar segir hann frá því að hann hafi dæmt aukaspyrnu á 50. mínútu og næsta sem Tómas man er þegar hann vaknar upp á sjúkrahúsi. „Ég vissi ekkert hvað var í gangi og átti erfitt með að ná andanum þegar ég vaknaði. Þetta er ein versta lífsreynsla sem ég hef lent í.“ Útskrifaður og kominn á ról #ástríðan #fotboltnet pic.twitter.com/nioiR5GP7F— Tómas Wolfgang Meyer (@Meyerinn) August 13, 2022 Atvikið átti sér stað í leik Augnabliks og KH í 3. deild karla. Tómas dæmdi aukaspyrnu og var að hlaupa frá er boltanum var spyrnt. Það fór ekki betur en svo að boltinn small í höfði Tómasar með áðurnefndum afleiðingum. „Ég fell niður eins og hnefaleikamaður og ég lendi á andlitinu og brjóstkassanum. Ég er með einhvern stærsta marblett sem ég hef séð einmitt þar sem hjartað er.“ Eftir hinar ýmsu rannsóknir upp á sjúkrahúsi kom í ljós að Tómas var með alltof háan blóðþrýsting. Efri mörkin í mælingunni náðu upp í 267, eitthvað sem er afar fáheyrt. „Þetta eru algjörir snillingar þarna á Landspítalanum. Þá kemur í ljós að þetta er ættgengt. Núna er ég undir eftirliti og líður mjög vel. Ég hlakka til að takast á við það verkefni sem bíður mín núna. Ég er bara jákvæður á það.“ Hefði getað farið illa „Þau á spítalanum kölluðu þetta „slow death“ (í. hægfara dauða). Þarna fékk ég gott gult spjald sem ég tek fagnandi. Þetta högg sá til þess að ég er kominn á kreik og það er verið að laga mig,“ sagði Tómas að endingu í útvarpsþættinum en þáttinn í heild sinni má finna hér að neðan. Tómas tók á sig á fyrir nokkrum árum eftir að hafa fengið nóg af því að vera of þungur. Hann fór að ganga fjöll og eftir að hafa grennst verulega fór hann að dæma á fullu, eitthvað sem hann hefur gríðarlega gaman að. Nú virðist sem Tómas þurfi að skoða mataræðið enn betur en ef marka má árangur hans áður þá ætti hann að geta tekið þessu verkefni jafn föstum tökum og hann gerði hér áður fyrr. Fótbolti Íslenski boltinn Heilsa Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Tómas fór yfir stöðu mála í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem er á X977 alla laugardaga. Þar segir hann frá því að hann hafi dæmt aukaspyrnu á 50. mínútu og næsta sem Tómas man er þegar hann vaknar upp á sjúkrahúsi. „Ég vissi ekkert hvað var í gangi og átti erfitt með að ná andanum þegar ég vaknaði. Þetta er ein versta lífsreynsla sem ég hef lent í.“ Útskrifaður og kominn á ról #ástríðan #fotboltnet pic.twitter.com/nioiR5GP7F— Tómas Wolfgang Meyer (@Meyerinn) August 13, 2022 Atvikið átti sér stað í leik Augnabliks og KH í 3. deild karla. Tómas dæmdi aukaspyrnu og var að hlaupa frá er boltanum var spyrnt. Það fór ekki betur en svo að boltinn small í höfði Tómasar með áðurnefndum afleiðingum. „Ég fell niður eins og hnefaleikamaður og ég lendi á andlitinu og brjóstkassanum. Ég er með einhvern stærsta marblett sem ég hef séð einmitt þar sem hjartað er.“ Eftir hinar ýmsu rannsóknir upp á sjúkrahúsi kom í ljós að Tómas var með alltof háan blóðþrýsting. Efri mörkin í mælingunni náðu upp í 267, eitthvað sem er afar fáheyrt. „Þetta eru algjörir snillingar þarna á Landspítalanum. Þá kemur í ljós að þetta er ættgengt. Núna er ég undir eftirliti og líður mjög vel. Ég hlakka til að takast á við það verkefni sem bíður mín núna. Ég er bara jákvæður á það.“ Hefði getað farið illa „Þau á spítalanum kölluðu þetta „slow death“ (í. hægfara dauða). Þarna fékk ég gott gult spjald sem ég tek fagnandi. Þetta högg sá til þess að ég er kominn á kreik og það er verið að laga mig,“ sagði Tómas að endingu í útvarpsþættinum en þáttinn í heild sinni má finna hér að neðan. Tómas tók á sig á fyrir nokkrum árum eftir að hafa fengið nóg af því að vera of þungur. Hann fór að ganga fjöll og eftir að hafa grennst verulega fór hann að dæma á fullu, eitthvað sem hann hefur gríðarlega gaman að. Nú virðist sem Tómas þurfi að skoða mataræðið enn betur en ef marka má árangur hans áður þá ætti hann að geta tekið þessu verkefni jafn föstum tökum og hann gerði hér áður fyrr.
Fótbolti Íslenski boltinn Heilsa Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira