Erlent

Eistar fjar­lægja alla sovéska minnis­varða

Atli Ísleifsson skrifar
Kaja Kallas tók við embætti forsætisráðherra Eistlands á síðasta ári.
Kaja Kallas tók við embætti forsætisráðherra Eistlands á síðasta ári. Getty

Stjórnvöld í Eistlandi hafa ákveðið að fjarlægja alla sovéska minnisvarða úr almannarými í landinu.

Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, greinir frá því á Twitter að ríkisstjórn landsins hafi tekið ákvörðun þessa efnis.

„Sem tákn um kúgun og sovéskt hernám hafa þeir orðið uppspretta aukinnar félagslegrar spennu – og á þessum tíma verðum við að halda ógnum við allsherjarreglu í lágmarki,“ segir Kallas á Twitter, en eistnesk stjórnvöld hafa gagnrýnt Rússa harðlega fyrir innrás þeirra inn í Úkraínu. 

Forsætisráðherrann segir að til standi að flytja alla minnisvarða, sem hafi sögulegt gildi, á söfn til að komandi kynslóðir geti fræðst um þetta tímabil í sögu landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×