Hylltur sem hetja eftir að hafa hætt að hlaupa til að hjálpa keppinauti á EM Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2022 14:31 Nahuel Carabana stoppaði til að hjálpa hinum danska Axel Vang Christensen þrátt fyrir að vera í miðri keppni í 3.000 metra hindrunarhlaupi. Getty/Matthias Hangst Það er afar sjaldgæft að keppanda á stórmóti sé klappað lof í lófa af öllum viðstöddum, komi hann langsíðastur í mark. Sú var þó raunin í 3.000 metra hindrunarhlaupi á EM í frjálsíþróttum í gær. Nahuel Carabana frá Andorra sló nefnilega í gegn hjá áhorfendum þegar hann sýndi sannan íþróttaanda og góðmennsku með því að koma Dananum Axel Vang Christensen til hjálpar. Christensen, sem er tvöfaldur Danmerkurmeistari, varð fyrir því óláni að meiðast þegar hann datt um hindrunina á hlaupabrautinni en hann var þá fremstur í hlaupinu. Á meðan að aðrir hlauparar nýttu sér þetta til að komast framhjá Christensen og halda hlaupinu áfram ákvað Carabana að snúa við og hlúa að honum, eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. The kind of sporting spirit we love to see Credit @EuroAthletics | #Munich2022 | #BackToTheRoofsFollow the European Athletics Championships live on All Athletics. pic.twitter.com/MoFH2Q6ZUm— The Olympic Games (@Olympics) August 16, 2022 Þetta kostaði Carabana, sem á bronsverðlaun frá EM U23, langan tíma og hann kom á endanum í mark rúmri mínútu á eftir næsta hlaupara. Áhorfendur risu hins vegar úr sætum og klöppuðu fyrir því að hann skyldi setja heilsu og öryggi Christensens ofar eigin árangri í hlaupinu. „Ég sá að maðurinn fór illa í hindrunina. Ég hélt að hann hefði meitt sig í fætinum eða ökkla og hann gat ekki hreyft sig. Ég var við það að halda áfram en eitthvað innra með mér sagði: „Ég þarf að hjálpa honum og koma honum í burtu áður en hinir hlaupararnir koma aftur.“ Hann gat ekki hreyft sig og þeir hefðu getað hlaupið yfir hann. Þegar ég hugsaði þetta þá sneri líkaminn minn sjálfkrafa við og ég ákvað að hjálpa honum,“ sagði Carabana við Olympics.com. Christensen var fluttur á sjúkrahús en Carabana, sem er 22 ára, hefur nú lokið keppni á EM þó að einhverjir hafi eflaust viljað sjá hann fá sæti í úrslitum vegna óeigingirni sinnar. Á meðal þeirra sem hafa hrósað honum er breski ólympíumeistarinn Linford Christie sem skrifaði á Twitter: „Svona lagað verðskuldar verðlaun.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Nahuel Carabana frá Andorra sló nefnilega í gegn hjá áhorfendum þegar hann sýndi sannan íþróttaanda og góðmennsku með því að koma Dananum Axel Vang Christensen til hjálpar. Christensen, sem er tvöfaldur Danmerkurmeistari, varð fyrir því óláni að meiðast þegar hann datt um hindrunina á hlaupabrautinni en hann var þá fremstur í hlaupinu. Á meðan að aðrir hlauparar nýttu sér þetta til að komast framhjá Christensen og halda hlaupinu áfram ákvað Carabana að snúa við og hlúa að honum, eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. The kind of sporting spirit we love to see Credit @EuroAthletics | #Munich2022 | #BackToTheRoofsFollow the European Athletics Championships live on All Athletics. pic.twitter.com/MoFH2Q6ZUm— The Olympic Games (@Olympics) August 16, 2022 Þetta kostaði Carabana, sem á bronsverðlaun frá EM U23, langan tíma og hann kom á endanum í mark rúmri mínútu á eftir næsta hlaupara. Áhorfendur risu hins vegar úr sætum og klöppuðu fyrir því að hann skyldi setja heilsu og öryggi Christensens ofar eigin árangri í hlaupinu. „Ég sá að maðurinn fór illa í hindrunina. Ég hélt að hann hefði meitt sig í fætinum eða ökkla og hann gat ekki hreyft sig. Ég var við það að halda áfram en eitthvað innra með mér sagði: „Ég þarf að hjálpa honum og koma honum í burtu áður en hinir hlaupararnir koma aftur.“ Hann gat ekki hreyft sig og þeir hefðu getað hlaupið yfir hann. Þegar ég hugsaði þetta þá sneri líkaminn minn sjálfkrafa við og ég ákvað að hjálpa honum,“ sagði Carabana við Olympics.com. Christensen var fluttur á sjúkrahús en Carabana, sem er 22 ára, hefur nú lokið keppni á EM þó að einhverjir hafi eflaust viljað sjá hann fá sæti í úrslitum vegna óeigingirni sinnar. Á meðal þeirra sem hafa hrósað honum er breski ólympíumeistarinn Linford Christie sem skrifaði á Twitter: „Svona lagað verðskuldar verðlaun.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira