Vörðust umfangsmestu tölvuárás á Eistland frá 2007 Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2022 10:39 Kaja Kallas er forsætisráðherra Eistlands. EPA/TOMS KALNINS Ráðamenn í Eistlandi segjast hafa varist umfangsmestu tölvuárás á landið frá 2007. Árásin hófst í gær, skömmu eftir að tilkynnt var að sovéskir minnisvarðar yrðu fjarlægðir úr almannarými í Eistlandi. Rússnesku tölvuþrjótarnir í hópnum Killnet hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Þeir sögðust hafa gert árás á rúmlega tvö hundruð stofnanir og fyrirtæki í Eistlandi og vísuðu þeir til þess að Eistar ætluðu að fjarlægja minnisvarða. Árásin sem gerð var árið 2007 var einnig á vegum Rússa en hún var gerð eftir að sovéskur minnisvarði var færður úr miðborg Tallinn. Sú árás stóð yfir í 22 daga. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, greindi frá því í gær að allir sovéskir minnisvarðar yrðu fjarlægðir úr almannarýmum. „Sem tákn um kúgun og sovéskt hernám hafa þeir orðið uppspretta aukinnar félagslegrar spennu – og á þessum tíma verðum við að halda ógnum við allsherjarreglu í lágmarki,“ sagði Kallas á Twitter, en eistnesk stjórnvöld hafa gagnrýnt Rússa harðlega fyrir innrás þeirra inn í Úkraínu. Sjá einnig: Eistar fjarlægja alla sovéska minnisvarða Luukas Ilves, úr efnahags og samskiptaráðuneyti Eistlands, tjáði sig um árásina í morgun. Hann sagði á Twitter að árásin hefði verið sú umfangsmesta frá 2007 en illa hefði verið staðið að henni. Því hefði hún lítil áhrif haft í Eistlandi og flestir íbúar hefðu ekki einu sinni tekið eftir henni. The attacks were ineffective. E-Estonia is up and running. Services were not disrupted. With some brief and minor exceptions, websites remained fully available throughout the day. The attack has gone largely unnoticed in Estonia. (2/4)— Luukas Ilves (@luukasilves) August 18, 2022 Ríkisútvarp Eistlands hefur eftir embættismönnum að rússnesku tölvuþrjótarnir hafi meðal annars beitt svokölluðum DDOS-árásum, þar sem beindu mikilli netumferð á vefsvæði stofnana og fyrirtækja með því markmiði að setja þau vefsvæði á hliðina. Þeir reyndu einnig að senda tölvupósta til að plata fólk til að gefa upp lykilorð og þá hafa nokkrir tölvuvírusar fundist. Tölvuþrjótar Killnet gerðu einnig tölvuárásir á stofnanir í Litháen í síðustu viku, eftir að þing ríkisins samþykkti ályktun um að Rússland væri hryðjuverkaríki. Eistland Rússland Tölvuárásir Tengdar fréttir Eistar meina flestum Rússum inngöngu í land sitt Eistland tilkynnti það í morgun að frá byrjun næstu viku mun landið meina allmörgum Rússum inngöngu í landið. Rússar sem hafa fengið vegabréfsáritun frá eistneskum yfirvöldum munu ekki lengur fá að heimsækja Eistland. 12. ágúst 2022 07:51 Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Rússnesku tölvuþrjótarnir í hópnum Killnet hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Þeir sögðust hafa gert árás á rúmlega tvö hundruð stofnanir og fyrirtæki í Eistlandi og vísuðu þeir til þess að Eistar ætluðu að fjarlægja minnisvarða. Árásin sem gerð var árið 2007 var einnig á vegum Rússa en hún var gerð eftir að sovéskur minnisvarði var færður úr miðborg Tallinn. Sú árás stóð yfir í 22 daga. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, greindi frá því í gær að allir sovéskir minnisvarðar yrðu fjarlægðir úr almannarýmum. „Sem tákn um kúgun og sovéskt hernám hafa þeir orðið uppspretta aukinnar félagslegrar spennu – og á þessum tíma verðum við að halda ógnum við allsherjarreglu í lágmarki,“ sagði Kallas á Twitter, en eistnesk stjórnvöld hafa gagnrýnt Rússa harðlega fyrir innrás þeirra inn í Úkraínu. Sjá einnig: Eistar fjarlægja alla sovéska minnisvarða Luukas Ilves, úr efnahags og samskiptaráðuneyti Eistlands, tjáði sig um árásina í morgun. Hann sagði á Twitter að árásin hefði verið sú umfangsmesta frá 2007 en illa hefði verið staðið að henni. Því hefði hún lítil áhrif haft í Eistlandi og flestir íbúar hefðu ekki einu sinni tekið eftir henni. The attacks were ineffective. E-Estonia is up and running. Services were not disrupted. With some brief and minor exceptions, websites remained fully available throughout the day. The attack has gone largely unnoticed in Estonia. (2/4)— Luukas Ilves (@luukasilves) August 18, 2022 Ríkisútvarp Eistlands hefur eftir embættismönnum að rússnesku tölvuþrjótarnir hafi meðal annars beitt svokölluðum DDOS-árásum, þar sem beindu mikilli netumferð á vefsvæði stofnana og fyrirtækja með því markmiði að setja þau vefsvæði á hliðina. Þeir reyndu einnig að senda tölvupósta til að plata fólk til að gefa upp lykilorð og þá hafa nokkrir tölvuvírusar fundist. Tölvuþrjótar Killnet gerðu einnig tölvuárásir á stofnanir í Litháen í síðustu viku, eftir að þing ríkisins samþykkti ályktun um að Rússland væri hryðjuverkaríki.
Eistland Rússland Tölvuárásir Tengdar fréttir Eistar meina flestum Rússum inngöngu í land sitt Eistland tilkynnti það í morgun að frá byrjun næstu viku mun landið meina allmörgum Rússum inngöngu í landið. Rússar sem hafa fengið vegabréfsáritun frá eistneskum yfirvöldum munu ekki lengur fá að heimsækja Eistland. 12. ágúst 2022 07:51 Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Eistar meina flestum Rússum inngöngu í land sitt Eistland tilkynnti það í morgun að frá byrjun næstu viku mun landið meina allmörgum Rússum inngöngu í landið. Rússar sem hafa fengið vegabréfsáritun frá eistneskum yfirvöldum munu ekki lengur fá að heimsækja Eistland. 12. ágúst 2022 07:51
Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07