Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2022 15:20 Mynd af Starlink-gervihnetti yfir Íslandi. Ísabella Sigrún Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins. Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elons Musk, vinna að því að koma þyrpingu smárra gervihnatta á braut um jörðu og nota þá til að dreifa interneti um heiminn allan. Þessi þyrping kallast Starlink. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, birti í dag myndir af gervihnöttunum yfir Íslandi og myndband sem hann fékk sent frá flugmanni sem varð vitni að því þegar starfsmenn SpaceX skutu síðast Starlink-gervihnöttum á braut um jörðu. Það var þann 12. ágúst og var 46 gervihnöttum skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX. Sævar segir að gervihnöttunum hafi verið komið á sporbraut um póla jarðarinnar og það þýði að þeir fari yfir Ísland annað slagið í um þrjú hundruð kílómetra hæð. Í samtali við Vísi Bendir Sævar Helgi á að forsvarsmenn Starlink séu alls ekki þeir einu sem vinni að uppbyggingu gervihnattaþyrpingar á braut um jörðu. Gervihnöttunum muni bara fjölga á komandi árum og hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins, sérstaklega á haustin og vorin. „Það má búast við því að margar norðurljósamyndir verði skreyttar Starlink-rákum á næstu árum,“ segir Sævar. Sævar Helgi Bragason.Vísir/Baldur Hann segist búast við því að það muni til dæmis ekki fara vel í svokallaða norðurljósaferðamenn, sem fjölmenna hér á landi á hverjum vetri. Sjá einnig: Tapa allt að fjörutíu nýjum gervihnöttum vegna segulstorms Mest verða áhrif gervihnattaþyrpinga eins og Starlink þó á störf stjarnvísindamanna. Enn sem komið er hefur SpaceX skotið á þriðja þúsund gervihnatta á braut um jörðu. Fyrirtækið hefur þó leyfi frá yfirvöldum Bandaríkjanna til að nota allt að tólf þúsund gervihnetti í Starlink-þyrpinguna. Stjörnuvísindamenn hafa þó miklar áhyggjur af ætlunum SpaceX og hafa í nokkur ár kvartað yfir því að gervihnettirnir komi niður á geimvísindum. Meðal annars komi gervihnettirnir niður á myndum úr útvarpssjónaukum. Gervihnettirnir gætu einnig gert öðrum aðilum, stofnunum og ríkjum erfitt um vik með að skjóta geimförum út í geim og koma eigin gervihnöttum á braut um jörðu. Vísindamenn og aðrir hafa kallað eftir samhæfðum aðgerðum og reglum um gervihnatta-þyrpingar. Enn sem komið er geta ríki og auðjöfrar þó skrifað eigin reglur. Geimurinn SpaceX Vísindi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. 16. mars 2022 10:47 Kvarta eftir að hafa þurft að færa geimstöðina vegna gervihnatta Musk Yfirvöld í Kína hafa kvartað til Sameinuðu þjóðanna eftir að gervihnettir á vegum SpaceX, geimfyrirtækis auðkýfingsins Elon Musk, voru nærri því að að klessa á kínversku geimstöðina á árinu. 28. desember 2021 08:07 Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninum Stjarneðlisfræðingur segir áhrif gervitunglaflota á vísindarannsóknir dæmi um sameignarvanda. 27. desember 2019 10:54 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elons Musk, vinna að því að koma þyrpingu smárra gervihnatta á braut um jörðu og nota þá til að dreifa interneti um heiminn allan. Þessi þyrping kallast Starlink. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, birti í dag myndir af gervihnöttunum yfir Íslandi og myndband sem hann fékk sent frá flugmanni sem varð vitni að því þegar starfsmenn SpaceX skutu síðast Starlink-gervihnöttum á braut um jörðu. Það var þann 12. ágúst og var 46 gervihnöttum skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX. Sævar segir að gervihnöttunum hafi verið komið á sporbraut um póla jarðarinnar og það þýði að þeir fari yfir Ísland annað slagið í um þrjú hundruð kílómetra hæð. Í samtali við Vísi Bendir Sævar Helgi á að forsvarsmenn Starlink séu alls ekki þeir einu sem vinni að uppbyggingu gervihnattaþyrpingar á braut um jörðu. Gervihnöttunum muni bara fjölga á komandi árum og hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins, sérstaklega á haustin og vorin. „Það má búast við því að margar norðurljósamyndir verði skreyttar Starlink-rákum á næstu árum,“ segir Sævar. Sævar Helgi Bragason.Vísir/Baldur Hann segist búast við því að það muni til dæmis ekki fara vel í svokallaða norðurljósaferðamenn, sem fjölmenna hér á landi á hverjum vetri. Sjá einnig: Tapa allt að fjörutíu nýjum gervihnöttum vegna segulstorms Mest verða áhrif gervihnattaþyrpinga eins og Starlink þó á störf stjarnvísindamanna. Enn sem komið er hefur SpaceX skotið á þriðja þúsund gervihnatta á braut um jörðu. Fyrirtækið hefur þó leyfi frá yfirvöldum Bandaríkjanna til að nota allt að tólf þúsund gervihnetti í Starlink-þyrpinguna. Stjörnuvísindamenn hafa þó miklar áhyggjur af ætlunum SpaceX og hafa í nokkur ár kvartað yfir því að gervihnettirnir komi niður á geimvísindum. Meðal annars komi gervihnettirnir niður á myndum úr útvarpssjónaukum. Gervihnettirnir gætu einnig gert öðrum aðilum, stofnunum og ríkjum erfitt um vik með að skjóta geimförum út í geim og koma eigin gervihnöttum á braut um jörðu. Vísindamenn og aðrir hafa kallað eftir samhæfðum aðgerðum og reglum um gervihnatta-þyrpingar. Enn sem komið er geta ríki og auðjöfrar þó skrifað eigin reglur.
Geimurinn SpaceX Vísindi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. 16. mars 2022 10:47 Kvarta eftir að hafa þurft að færa geimstöðina vegna gervihnatta Musk Yfirvöld í Kína hafa kvartað til Sameinuðu þjóðanna eftir að gervihnettir á vegum SpaceX, geimfyrirtækis auðkýfingsins Elon Musk, voru nærri því að að klessa á kínversku geimstöðina á árinu. 28. desember 2021 08:07 Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninum Stjarneðlisfræðingur segir áhrif gervitunglaflota á vísindarannsóknir dæmi um sameignarvanda. 27. desember 2019 10:54 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. 16. mars 2022 10:47
Kvarta eftir að hafa þurft að færa geimstöðina vegna gervihnatta Musk Yfirvöld í Kína hafa kvartað til Sameinuðu þjóðanna eftir að gervihnettir á vegum SpaceX, geimfyrirtækis auðkýfingsins Elon Musk, voru nærri því að að klessa á kínversku geimstöðina á árinu. 28. desember 2021 08:07
Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53
Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47
Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninum Stjarneðlisfræðingur segir áhrif gervitunglaflota á vísindarannsóknir dæmi um sameignarvanda. 27. desember 2019 10:54