Boðar formlega til opins fundar klukkan 16 Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2022 08:36 Kristrún Frostadóttir. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur formlega boðað til opins fundar í Iðnó klukkan 16 þar sem reiknað er með að hún muni tilkynna um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar. Kristrún segir í tilkynningu, sem send var á fjölmiðla í morgun, að hún vilji á fundinum segja frá því „hvernig [hún] telji að endurvekja [megi] von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“ Í tilkynningunni segir hún þó ekki berum orðum að hún muni bjóða sig fram til formanns. Þó er haft eftir henni að frá því að hún hafi verið kjörin á Alþingi hafi hún haldið fjölda opinna funda vítt og breitt um landið. „Ég vil sækja mér efnivið og innblástur beint til fólksins sem ég starfa fyrir. Það er ekki gert úr ræðustól heldur með samtölum í augnhæð,“ segir Kristrún sem hélt síðasta vor í fundaferð um landið og hélt 37 fundi undir yfirskriftinni Samræða um framtíðina. „En fundurinn í dag verður með öðru sniði. Ég hef notað sumarið í íhugun og samtöl um stöðuna í stjórnmálunum. Nú vil ég segja frá hvernig ég tel að megi endurvekja von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur. Og hvernig ég tel að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum með því að leggja ofuráherslu á kjarnamálin og með því að ná aftur virkari tengingu við fólkið í landinu,“ segir Kristrún. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, greindi frá því í júní að hann myndi láta af störfum sem formaður, eftir að hafa gegnt embættinu frá í október 2016. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, útilokaði í gærmorgun framboð til formanns. Kristrún ehfur verið þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður frá árinu 2021. Áður en hún tók sæti á þingi gegndi hún stöðu aðalhagfræðings Kviku banka frá 2018 til 2021. Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 28. og 29. október á Grand Hótel í Reykjavík. Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Kristrún tilkynnir framboð til formanns á morgun Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að boða til blaðamannafundar á morgun. Fundurinn verður samkvæmt heimildum fréttastofu í Iðnó, hefst klukkan 16 og stendur til að tilkynna framboð hennar til formanns flokksins. 18. ágúst 2022 12:24 Dagur tekur ekki formannsslaginn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun ekki gefa kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir hlutverk sitt frekar vera að styðja við bakið á þeim sem munu leiða flokkinn. 18. ágúst 2022 06:40 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Kristrún segir í tilkynningu, sem send var á fjölmiðla í morgun, að hún vilji á fundinum segja frá því „hvernig [hún] telji að endurvekja [megi] von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“ Í tilkynningunni segir hún þó ekki berum orðum að hún muni bjóða sig fram til formanns. Þó er haft eftir henni að frá því að hún hafi verið kjörin á Alþingi hafi hún haldið fjölda opinna funda vítt og breitt um landið. „Ég vil sækja mér efnivið og innblástur beint til fólksins sem ég starfa fyrir. Það er ekki gert úr ræðustól heldur með samtölum í augnhæð,“ segir Kristrún sem hélt síðasta vor í fundaferð um landið og hélt 37 fundi undir yfirskriftinni Samræða um framtíðina. „En fundurinn í dag verður með öðru sniði. Ég hef notað sumarið í íhugun og samtöl um stöðuna í stjórnmálunum. Nú vil ég segja frá hvernig ég tel að megi endurvekja von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur. Og hvernig ég tel að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum með því að leggja ofuráherslu á kjarnamálin og með því að ná aftur virkari tengingu við fólkið í landinu,“ segir Kristrún. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, greindi frá því í júní að hann myndi láta af störfum sem formaður, eftir að hafa gegnt embættinu frá í október 2016. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, útilokaði í gærmorgun framboð til formanns. Kristrún ehfur verið þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður frá árinu 2021. Áður en hún tók sæti á þingi gegndi hún stöðu aðalhagfræðings Kviku banka frá 2018 til 2021. Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 28. og 29. október á Grand Hótel í Reykjavík.
Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Kristrún tilkynnir framboð til formanns á morgun Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að boða til blaðamannafundar á morgun. Fundurinn verður samkvæmt heimildum fréttastofu í Iðnó, hefst klukkan 16 og stendur til að tilkynna framboð hennar til formanns flokksins. 18. ágúst 2022 12:24 Dagur tekur ekki formannsslaginn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun ekki gefa kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir hlutverk sitt frekar vera að styðja við bakið á þeim sem munu leiða flokkinn. 18. ágúst 2022 06:40 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Kristrún tilkynnir framboð til formanns á morgun Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að boða til blaðamannafundar á morgun. Fundurinn verður samkvæmt heimildum fréttastofu í Iðnó, hefst klukkan 16 og stendur til að tilkynna framboð hennar til formanns flokksins. 18. ágúst 2022 12:24
Dagur tekur ekki formannsslaginn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun ekki gefa kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir hlutverk sitt frekar vera að styðja við bakið á þeim sem munu leiða flokkinn. 18. ágúst 2022 06:40